Ætla ekki að fjarlægja sig Viðreisn Birgir Olgeirsson skrifar 24. nóvember 2016 23:00 Óttarr Proppé ræðir hér við félagsmenn Bjartrar framtíðar. Vísir/Ernir „Við vorum að spjalla um stöðuna í pólitíkinni hérna og aðeins að tala saman um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem var slitið í gær og hvað muni gerast næst,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, um fund í félagsheimili Bjartrar framtíðar að Bræðraborgarstíg. Komu þar saman nær allir þingmenn flokksins sem fóru yfir stöðuna með hluta af stjórn Bjartrar framtíðar, sem telur rúmlega áttatíu manns. Ekki var um formlegan fund að ræða en meðlimir flokksins veltu þar fyrri sér hlutunum skoðuðu málin og reyndu að ímynda sér næstu skrefin í þessari flóknu stöðu sem er komin upp. Björt framtíð og Viðreisn hafa farið saman í gegnum þetta stjórnarmyndunarferli en í gær kom í ljós að stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar strönduðu á því hve langt var á milli Vinstri grænna og Viðreisnar þegar kom að skattamálum og sjávarútvegsmálum. Aðspurður hvort það hafi komið til tals á þessum fundi í kvöld að Björt framtíð myndi fjarlægja sig Viðreisn í næstu skrefum svarar Óttarr því neitandi. „Það hefur ekkert verið rætt og við höfum ekki séð ástæðu til annars en að halda áfram því samstarfi. Flokkarnir eiga margt sameiginlegt og þessi frjálslynda miðja þarf „boost“ í íslenskri pólitík og við gerum það betur saman.“ Hann segist gera fastlega ráð fyrir því að allir forystumenn flokkanna ásamt öðrum finni til ábyrgðar að reyna að finna einhverja leið til að mynda ríkisstjórn. „Þetta er skrýtinn tími á árinu til þess og menn þurfa örugglega að horfa til þess næstu daga að leggja fram fjárlög. Ég geri nú ráð fyrir því að það verði allir dálítið að reyna að finna einhverjar leiðir til þess. En ég er eiginlega löngu hættur að reyna að ímynda mér hvernig það verður. Það þarf einhvern veginn að reyna að vinna á nýjan hátt úr því sem kom úr kössunum,“ segir Óttarr en aðspurður hvað þetta nýja ætti að vera segist hann ekki vera með neitt ákveðið í huga. „Síðan ég var í barnaskóla hefur þessi staða aldrei verið uppi að það hafi verið óljóst hverjir mynda ríkisstjórn eða hver myndi vera leiðandi í því að mynda ríkisstjórn. Við erum með þrjá tiltölulega nýja flokka á þingi og marga flokka sem hafa gefið út miklar yfirlýsingar um samstarf eða ómöguleika á samstarfi, þannig að þetta er mjög flókin staða sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á að leysa,“ segir Óttarr. Spurður hvort hann muni taka stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands ef það myndi bjóðast svarar Óttarr: „Maður er eiginlega þessa dagana kominn í það að taka því sem kemur upp, þetta er þannig ástand.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira
„Við vorum að spjalla um stöðuna í pólitíkinni hérna og aðeins að tala saman um stjórnarmyndunarviðræðurnar sem var slitið í gær og hvað muni gerast næst,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, um fund í félagsheimili Bjartrar framtíðar að Bræðraborgarstíg. Komu þar saman nær allir þingmenn flokksins sem fóru yfir stöðuna með hluta af stjórn Bjartrar framtíðar, sem telur rúmlega áttatíu manns. Ekki var um formlegan fund að ræða en meðlimir flokksins veltu þar fyrri sér hlutunum skoðuðu málin og reyndu að ímynda sér næstu skrefin í þessari flóknu stöðu sem er komin upp. Björt framtíð og Viðreisn hafa farið saman í gegnum þetta stjórnarmyndunarferli en í gær kom í ljós að stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar og Viðreisnar strönduðu á því hve langt var á milli Vinstri grænna og Viðreisnar þegar kom að skattamálum og sjávarútvegsmálum. Aðspurður hvort það hafi komið til tals á þessum fundi í kvöld að Björt framtíð myndi fjarlægja sig Viðreisn í næstu skrefum svarar Óttarr því neitandi. „Það hefur ekkert verið rætt og við höfum ekki séð ástæðu til annars en að halda áfram því samstarfi. Flokkarnir eiga margt sameiginlegt og þessi frjálslynda miðja þarf „boost“ í íslenskri pólitík og við gerum það betur saman.“ Hann segist gera fastlega ráð fyrir því að allir forystumenn flokkanna ásamt öðrum finni til ábyrgðar að reyna að finna einhverja leið til að mynda ríkisstjórn. „Þetta er skrýtinn tími á árinu til þess og menn þurfa örugglega að horfa til þess næstu daga að leggja fram fjárlög. Ég geri nú ráð fyrir því að það verði allir dálítið að reyna að finna einhverjar leiðir til þess. En ég er eiginlega löngu hættur að reyna að ímynda mér hvernig það verður. Það þarf einhvern veginn að reyna að vinna á nýjan hátt úr því sem kom úr kössunum,“ segir Óttarr en aðspurður hvað þetta nýja ætti að vera segist hann ekki vera með neitt ákveðið í huga. „Síðan ég var í barnaskóla hefur þessi staða aldrei verið uppi að það hafi verið óljóst hverjir mynda ríkisstjórn eða hver myndi vera leiðandi í því að mynda ríkisstjórn. Við erum með þrjá tiltölulega nýja flokka á þingi og marga flokka sem hafa gefið út miklar yfirlýsingar um samstarf eða ómöguleika á samstarfi, þannig að þetta er mjög flókin staða sem við berum öll sameiginlega ábyrgð á að leysa,“ segir Óttarr. Spurður hvort hann muni taka stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands ef það myndi bjóðast svarar Óttarr: „Maður er eiginlega þessa dagana kominn í það að taka því sem kemur upp, þetta er þannig ástand.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04 Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Fleiri fréttir Belgar varaðir við því að borða jólatrén Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Sjá meira
Forsetinn gæti farið að reka á eftir formönnum flokkanna Stjórnmálafræðingi finnst formenn flokkanna hafa verið fremur lausbeislaðir í þessum stjórnarmyndunarviðræðum. 23. nóvember 2016 21:04
Lilja um stjórnarmyndunarviðræður: Teljum þriggja flokka stjórn betri "Það sem er að gerast akkúrat núna er að allir flokkar eru að tala saman.“ 24. nóvember 2016 18:40