Katrín skilaði umboðinu: Flokkarnir þurfi hugsanlega að gera málamiðlanir sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 25. nóvember 2016 10:33 "Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ vísir/anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. Hún segir að nú þurfi flokkarnir að skoða stöðuna sem upp sé komin og jafnvel slaka meira á sínum kröfum. „Eins og kunnugt er taldi ég að eftir viku tíma að það hefðu ekki allir flokkar nægilega sannfæringu til að halda áfram enda var vitað að við hefðum ekki endalausan tíma. Ég notaði daginn í gær til að fara yfir aðra valkosti og upplýsti forsetann,“ sagði Katrín á blaðamannafundi á Bessastöðum. Katrín segir sinn flokk alltaf hafa talað með afgerandi hætti hvað hann vilji gera. Hann hafi fengið tækifæri til þess en án árangurs. „Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ Katrín var töluvert spurð út í mögulegt stjórnarsamstarf milli VG og Sjálfstæðisflokks, og sagðist hún hafa rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, í gær, en að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum. Málefnalega langt sé á milli flokkanna og að næstu skref þurfi að vera í höndum forsetans. „Ég átti samtal við Bjarna í gær og hef átt mörg samtöl við hann. Það liggur líka fyrir að þa ðhefur verið mjög málefnalega langt á milli þessara flokka. En eins og ég segi nú þurfa flokkarnir að ræða þetta í sínum röðum.“ Hún segir það hafa verið vonbrigði að viðræður milli flokkanna fimm; VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata, hafi runnið út í sandinn. „Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum og kannski að einhverju leyti var ég dálítið hissa. Mér fannst vinnan í kringum þetta mjög góð og það voru margir sem tóku þátt í þeirri vinnu. Við reyndum að virkja þingmenn til að takast á og ræða málefnin.“Forseti Íslands mun halda blaðamannafund klukkan 11 en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, skilaði stjórnarmyndunarumboðinu á fundi sínum með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á fundi þeirra á Bessastöðum nú klukkan 10. Hún segir að nú þurfi flokkarnir að skoða stöðuna sem upp sé komin og jafnvel slaka meira á sínum kröfum. „Eins og kunnugt er taldi ég að eftir viku tíma að það hefðu ekki allir flokkar nægilega sannfæringu til að halda áfram enda var vitað að við hefðum ekki endalausan tíma. Ég notaði daginn í gær til að fara yfir aðra valkosti og upplýsti forsetann,“ sagði Katrín á blaðamannafundi á Bessastöðum. Katrín segir sinn flokk alltaf hafa talað með afgerandi hætti hvað hann vilji gera. Hann hafi fengið tækifæri til þess en án árangurs. „Staða okkar er að þrengjast og sanngjarnast er að stjórnmálaflokkarnir ræði saman innan sinna raða um hvort þeir þurfi að slaka á sínum kröfum.“ Katrín var töluvert spurð út í mögulegt stjórnarsamstarf milli VG og Sjálfstæðisflokks, og sagðist hún hafa rætt við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokks, í gær, en að engin ákvörðun hafi verið tekin í þeim efnum. Málefnalega langt sé á milli flokkanna og að næstu skref þurfi að vera í höndum forsetans. „Ég átti samtal við Bjarna í gær og hef átt mörg samtöl við hann. Það liggur líka fyrir að þa ðhefur verið mjög málefnalega langt á milli þessara flokka. En eins og ég segi nú þurfa flokkarnir að ræða þetta í sínum röðum.“ Hún segir það hafa verið vonbrigði að viðræður milli flokkanna fimm; VG, Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Viðreisnar og Pírata, hafi runnið út í sandinn. „Ég varð auðvitað fyrir miklum vonbrigðum og kannski að einhverju leyti var ég dálítið hissa. Mér fannst vinnan í kringum þetta mjög góð og það voru margir sem tóku þátt í þeirri vinnu. Við reyndum að virkja þingmenn til að takast á og ræða málefnin.“Forseti Íslands mun halda blaðamannafund klukkan 11 en fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Fleiri fréttir „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Sjá meira