Innlent

„Útlendingahræðsla“ orð ársins að mati orðabókarvefsíðu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Orðið er sett saman úr tveimur grískum orðum
Orðið er sett saman úr tveimur grískum orðum Vísir/Getty
Enska orðið „xenophobia“ eða „útlendingahræðsla“ er orð ársins að mati einnar stærstu orðabókarvefsíðu heimsins, Dictionary.com. Fréttastofa AP greinir frá.

Jane Solomon, einn af forvarsmönnum síðunnar, segir að á árinu hafi fólk í auknum mæli leitað til vefsíðu Dictionary.com til að skilja merkingu orðsins xenophobia.

Orðið er sett saman úr tveimur grískum orðum, xenox sem þýðir ókunnugur eða gestur og phobos sem þýðir hræðsla eða ótti.

Solomon rekur aukninguna í leitarniðurstöðunum til Brexit-atkvæðagreiðslunnar í Bretlandi, aukins flóttamannastraums í Evrópu og víðar frá Mið-Austurlöndunum og Afríku og forsetakosninganna í Bandaríkjunum þar sem Donald Trump gerði það að kosningaloforði sínu að takmarka mjög fjölda innflytjenda á ári hverju til Bandaríkjanna.

Hún segir að aukningin hafi mælst jafn og þétt á hverjum degi en eftir Brexit-kosninguna í júní í sumar sprakk allt. Á tveggja daga tímabili frá 22. til 24. júní jókst leitarumferð að orðinu um 938 prósent. Síðan þá hafi hundruð leitað að merkingu orðsins á hverjum klukkutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×