Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur hefja stjórnarmyndunarviðræður Hulda Hólmkelsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. nóvember 2016 11:16 Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna funduðu í morgun hvor í sínu lagi. Að fundunum loknum liggur fyrir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að markmiðið væri að sjá hvort einhver grundvöllur væri fyrir samstarfi flokkanna tveggja. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að eftir viðræður sínar við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar lægi fyrir að slíkur meirihluti yrði tæpur. „Það varð eiginlega niðurstaða mín og meðal annars eftir samtal við þá að leita leiða til þess að mynda breiðari ríkisstjórn,“ segir Bjarni. „Ég hef rætt um það við Katrínu Jakobsdóttur hvort við gætum átt samtal um það,“ segir Bjarni. „Ég vænti þess að við getum þá sest niður í dag með nokkur afmörkuð málefni til þess að fara betur yfir. Til þess að sjá hvort að þessir flokkar tveir geti verið einhverskonar kjarni í ríkisstjórn.“ Láta eigi reyna á þessar viðræður án þess að ákveðið sé að hvaða annar flokkur kæmi að ríkisstjórn en minnst þrjá flokka þarf til að ná tilskyldum meirihluta á þingi.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín hefur verið nokkuð afdráttarlaus í afstöðu sinni um samstarf flokkanna og hefur ítrekað sagt að ekki sé málefnalegur samhljómur milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.Katrín og Bjarni hafa bæði fengið umboð til stjórnarmyndunar en bæði hafa skilað umboðinu aftur til forseta. Katrín gekk á fund forseta í síðustu viku og skilaði umboðinu og sagði þá við fjölmiðla að flokkarnir þyrftu mögulega að slaka á kröfum sínum. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þingflokkar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna funduðu í morgun hvor í sínu lagi. Að fundunum loknum liggur fyrir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, munu funda í dag. Bjarni sagði í samtali við fréttastofu að markmiðið væri að sjá hvort einhver grundvöllur væri fyrir samstarfi flokkanna tveggja. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að eftir viðræður sínar við formenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar lægi fyrir að slíkur meirihluti yrði tæpur. „Það varð eiginlega niðurstaða mín og meðal annars eftir samtal við þá að leita leiða til þess að mynda breiðari ríkisstjórn,“ segir Bjarni. „Ég hef rætt um það við Katrínu Jakobsdóttur hvort við gætum átt samtal um það,“ segir Bjarni. „Ég vænti þess að við getum þá sest niður í dag með nokkur afmörkuð málefni til þess að fara betur yfir. Til þess að sjá hvort að þessir flokkar tveir geti verið einhverskonar kjarni í ríkisstjórn.“ Láta eigi reyna á þessar viðræður án þess að ákveðið sé að hvaða annar flokkur kæmi að ríkisstjórn en minnst þrjá flokka þarf til að ná tilskyldum meirihluta á þingi.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræddi Katrín við Sjálfstæðisflokkinn um mögulegt samstarf áður en hún skilaði inn stjórnarmyndunarumboði sínu í síðustu viku. Þær viðræður strönduðu á því að ekki kom til greina að Katrínu að setjast niður með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem þriðja hjólinu. Katrín hefur verið nokkuð afdráttarlaus í afstöðu sinni um samstarf flokkanna og hefur ítrekað sagt að ekki sé málefnalegur samhljómur milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna.Katrín og Bjarni hafa bæði fengið umboð til stjórnarmyndunar en bæði hafa skilað umboðinu aftur til forseta. Katrín gekk á fund forseta í síðustu viku og skilaði umboðinu og sagði þá við fjölmiðla að flokkarnir þyrftu mögulega að slaka á kröfum sínum.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar Engin tíðindi af stjórnarmyndun hafa borist síðan um helgina. 29. nóvember 2016 10:41