Mínútuþögn á æfingum Real Madrid og Barcelona í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2016 16:00 Vísir/Samsett mynd Leikmenn Barcelona og Real Madrid minntust fórnarlamba flugslysins í Kólumbíu á æfingum sínum í dag. 19 af 22 leikmönnum brasilíska liðsins Chapecoence létust þegar flugvél þeirra hrapaði á leið sinni til í Kólumbíu. Alls létust 76 manns í slysinu en bara sex komust lífs af. Framundan er El Clasico á laugardaginn og eru bæði lið Real og Barca að undirbúa sig fyrir einn af risaleikjum tímabilsins á Spáni. Fótboltaheimurinn hefur allur brugðist við þessum skelfilegu fréttum frá Suður-Ameríku og margir fótboltamenn hafa sent aðstandendum fórnarlambanna samúðarkveðjur. Leikmenn Barcelona og Real Madrid minntust fórnarlamba flugslyssins með mínútuþögn á æfingum liðanna í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.Minuto de silencio por las víctimas del accidente aéreo en Colombia.https://t.co/falHrCJv4k#RealMadrid#RMCitypic.twitter.com/waqMW5TCQW — Real Madrid C. F. (@realmadrid) November 29, 2016Before training the team held a minutes silence for the victims of the @ChapecoenseReal tragedy in Colombia pic.twitter.com/tjC3JsrWzs — FC Barcelona (@FCBarcelona) November 29, 2016 Brasilískir leikmenn spila bæði með Real Madrid og Barcelona en þjóðarsorg hefur verið í Brasilíu eftir að fréttist af örlögum leikmanna Chapecoence. Þeir einu sem lifðu flugslysið af voru varnarmennirnir Alan Luciano Rushel og Helio Hermito Zampier sem og varamarkvörðurinn Jackson Ragnar Follman. Markverðinum Danilo var bjargað úr flakinu og fluttur á sjúkrahús en lést þar af sárum sínum. Aðeins þrír til viðbótar lifðu af flugslysið en það voru blaðamaðurinn Rafael Valmorbida og flugþjónarnir Ximena Suárez og Erwin Tumiri. Rafael Valmorbida var einn af 22 blaðamönnum sem fylgdu liði Chapecoence í þennan sögulega leik sem átti að fara fram á morgun en hefur nú verið aflýst. Chapecoence var búið að ná sögulegum árangri með því að komast alla leið í úrslitaleikinn í Copa Sudamericana sem er næststærsta keppni Suður-Ameríku og ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband Liðið sem lenti í flugslysinu skelfilega í Kólumbíu í morgun fagnaði sögulegum áfanga fyrir aðeins nokkrum dögum. 29. nóvember 2016 10:00 Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Ekki í fyrsta sinn sem íþróttalið nánast þurrkast út í flugslysi 19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. 29. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Sjá meira
Leikmenn Barcelona og Real Madrid minntust fórnarlamba flugslysins í Kólumbíu á æfingum sínum í dag. 19 af 22 leikmönnum brasilíska liðsins Chapecoence létust þegar flugvél þeirra hrapaði á leið sinni til í Kólumbíu. Alls létust 76 manns í slysinu en bara sex komust lífs af. Framundan er El Clasico á laugardaginn og eru bæði lið Real og Barca að undirbúa sig fyrir einn af risaleikjum tímabilsins á Spáni. Fótboltaheimurinn hefur allur brugðist við þessum skelfilegu fréttum frá Suður-Ameríku og margir fótboltamenn hafa sent aðstandendum fórnarlambanna samúðarkveðjur. Leikmenn Barcelona og Real Madrid minntust fórnarlamba flugslyssins með mínútuþögn á æfingum liðanna í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.Minuto de silencio por las víctimas del accidente aéreo en Colombia.https://t.co/falHrCJv4k#RealMadrid#RMCitypic.twitter.com/waqMW5TCQW — Real Madrid C. F. (@realmadrid) November 29, 2016Before training the team held a minutes silence for the victims of the @ChapecoenseReal tragedy in Colombia pic.twitter.com/tjC3JsrWzs — FC Barcelona (@FCBarcelona) November 29, 2016 Brasilískir leikmenn spila bæði með Real Madrid og Barcelona en þjóðarsorg hefur verið í Brasilíu eftir að fréttist af örlögum leikmanna Chapecoence. Þeir einu sem lifðu flugslysið af voru varnarmennirnir Alan Luciano Rushel og Helio Hermito Zampier sem og varamarkvörðurinn Jackson Ragnar Follman. Markverðinum Danilo var bjargað úr flakinu og fluttur á sjúkrahús en lést þar af sárum sínum. Aðeins þrír til viðbótar lifðu af flugslysið en það voru blaðamaðurinn Rafael Valmorbida og flugþjónarnir Ximena Suárez og Erwin Tumiri. Rafael Valmorbida var einn af 22 blaðamönnum sem fylgdu liði Chapecoence í þennan sögulega leik sem átti að fara fram á morgun en hefur nú verið aflýst. Chapecoence var búið að ná sögulegum árangri með því að komast alla leið í úrslitaleikinn í Copa Sudamericana sem er næststærsta keppni Suður-Ameríku og ígildi Evrópudeildarinnar. Chapecoense komst í úrslitaleik keppninnar fyrir aðeins sex dögum síður og var að fljúga í fyrri úrslitaleikinn á móti kólumbíska liðinu Atlético Nacional þegar flugvélin hrapaði.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband Liðið sem lenti í flugslysinu skelfilega í Kólumbíu í morgun fagnaði sögulegum áfanga fyrir aðeins nokkrum dögum. 29. nóvember 2016 10:00 Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30 Ekki í fyrsta sinn sem íþróttalið nánast þurrkast út í flugslysi 19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. 29. nóvember 2016 12:30 Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Ronaldo sýndi mikla óeigingirni og nú er bikar í boði í næsta leik Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Sá ekki fram á tækifæri hjá Rosenborg og getur ekki hætt að skora fyrir Lyngby Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Júlíus: Ógeðslega sætt Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Valgeir Lunddal með stoðsendinguna í mikilvægu marki Sjá meira
Fögnuðu fyrir aðeins nokkrum dögum síðan | Myndband Liðið sem lenti í flugslysinu skelfilega í Kólumbíu í morgun fagnaði sögulegum áfanga fyrir aðeins nokkrum dögum. 29. nóvember 2016 10:00
Brasilískt fótboltalið var um borð í vélinni sem hrapaði Sama flugvél flutti Lionel Messi og argentíska landsliðið fyrr í mánuðinum. 29. nóvember 2016 08:30
Ekki í fyrsta sinn sem íþróttalið nánast þurrkast út í flugslysi 19 af 22 leikmönnum Chapecoense létust í flugslysinu í Kólumbíu í nótt en brasilíska fótboltaliðið var þá á leið í stærsta leik félagsins til þessa. 29. nóvember 2016 12:30