Bjarni fundaði með Viðreisn og Bjartri framtíð síðdegis Heimir Már Pétursson skrifar 10. nóvember 2016 18:49 Ef formanni Sjálfstæðisflokksins tekst ekki að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum innan tæps sólarhrings er líklegt að hann skili umboði til myndunar ríkisstjórnar aftur til forseta á morgun. Formaður Bjartrar framtíðar segir nokkur grundvallarmál mikilvægari en sæti í ríkisstjórn. Rúm vika er síðan Bjarni Benediktsson fékk umboð til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands. Hann hefur eftir það átt óformlegar viðræður við forystufólk annarra stjórnmálaflokka sem enn sem komið er hafa ekki leitt til þess að fólk setjist niður til formlegra viðræðna. Hins vegar ræddi Bjarni við forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar nú síðdegis eftir sameignlegan þingflokksfund þeirra flokka síðdegis. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir enn engum dyrum hafa verið lokað og leiðtogarnir muni aftur ræðast við á morgun Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar að tiltekin málefni myndu ráða því hvort flokkurinn færi í ríkisstjórn. „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Þetta eru allt mál sem gætu reynst flókin í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, en Bjarni lýsti því til dæmis í upphafi síðasta kjörtímabils að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið fæli í sér pólitískan ómöguleika. Þá eru búvörusamningar sem Björt framtíð greiddi atkvæði á móti nýsamþykktir á Alþingi og Sjálfstæðismenn hafa ekki verið opnir fyrir hugmyndum um róttækar breytingar á gjaldtöku í fiskveiðikerfinu. En það er fleira sem skiptir Bjarta framtíð og Viðreisn máli. „En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé. Kosningar 2016 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira
Ef formanni Sjálfstæðisflokksins tekst ekki að koma á formlegum stjórnarmyndunarviðræðum innan tæps sólarhrings er líklegt að hann skili umboði til myndunar ríkisstjórnar aftur til forseta á morgun. Formaður Bjartrar framtíðar segir nokkur grundvallarmál mikilvægari en sæti í ríkisstjórn. Rúm vika er síðan Bjarni Benediktsson fékk umboð til stjórnarmyndunar frá forseta Íslands. Hann hefur eftir það átt óformlegar viðræður við forystufólk annarra stjórnmálaflokka sem enn sem komið er hafa ekki leitt til þess að fólk setjist niður til formlegra viðræðna. Hins vegar ræddi Bjarni við forystumenn Viðreisnar og Bjartrar framtíðar nú síðdegis eftir sameignlegan þingflokksfund þeirra flokka síðdegis. Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar segir enn engum dyrum hafa verið lokað og leiðtogarnir muni aftur ræðast við á morgun Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar að tiltekin málefni myndu ráða því hvort flokkurinn færi í ríkisstjórn. „Það eru kannski ákveðin grundvallarmál. Eins og breytingar í sjávarútvegi og landbúnaði sem við höfum nefnt til. En líka til dæmis þjóðaratkvæðagreiðsla um að halda áfram umsóknarferli að ESB. Þannig að það eru nokkur veigamikil mál,“ segir formaður Bjartrar framtíðar. Þetta eru allt mál sem gætu reynst flókin í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn, en Bjarni lýsti því til dæmis í upphafi síðasta kjörtímabils að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald umsóknarviðræðna við Evrópusambandið fæli í sér pólitískan ómöguleika. Þá eru búvörusamningar sem Björt framtíð greiddi atkvæði á móti nýsamþykktir á Alþingi og Sjálfstæðismenn hafa ekki verið opnir fyrir hugmyndum um róttækar breytingar á gjaldtöku í fiskveiðikerfinu. En það er fleira sem skiptir Bjarta framtíð og Viðreisn máli. „En líka ákveðnar umbætur í vinnubrögðum og verklagi í pólitík sem skipta okkur meira máli en tilhugsunin um einhver ráðherrasæti,“ segir Óttarr Proppé.
Kosningar 2016 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Sjá meira