Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2016 22:48 Jens Garðar Helgason, formaður SFS. vísir/gva Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það gríðarlega mikil vonbrigði að sjómenn séu á leið í verkfall núna klukkan 23 í kvöld. Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði því við vorum búnir að ná mjög miklum og góðum árangri í mörgum mjög stórum málum, til að mynda varðandi fiskverðið, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur mér virkilega á óvart þar sem ég hélt að þessi mál væru komin í ákveðinn farveg en þetta er síðan dregið upp úr hatti hérna seinni partinn í dag,“ segir Jens í samtali við Vísi. Jens segir að SFS sé ekki búið að reikna út hversu mikið efnahagslegt tjón verkfallið getur valdið en ljóst er að það mun standa í að minnsta kosti viku þar sem skip eru á leið í land alla leið úr Barentshafi, en siglingin þaðan og hingað tekur um viku. Því á hann von á að Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, muni taka stöðuna á mönnum undir lok næstu viku en hvort hún boði fund veit hann ekki um. Þó að erfitt sé að segja til um efnahagslegt tjón þá er það svo að bæði nóvember og desember eru mjög stórir mánuðir fyrir ferska fiskinn að sögn Jens. „Síðan gerist það eftir áramótin að Norðmenn koma inn á markaðinn, verðin lækka og þá hægist um á markaðnum. Þannig að fyrir sjómenn á bolfiskskipum þá hlýtur þetta að vera mikið högg því þetta eru svona með bestu mánuðum á árinu.“ Samninganefnin situr enn á fundi í Karphúsinu með vélstjórum en Jens segir ekki hægt að segja til um það hvenær eða hvernig þeim viðræðum ljúki. „Ætli maður hafi ekki lært það á þessum degi í dag að segja hvorki af né á.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir það gríðarlega mikil vonbrigði að sjómenn séu á leið í verkfall núna klukkan 23 í kvöld. Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. „Þetta eru gríðarlega mikil vonbrigði því við vorum búnir að ná mjög miklum og góðum árangri í mörgum mjög stórum málum, til að mynda varðandi fiskverðið, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti svo eitthvað sé nefnt. Þetta kemur mér virkilega á óvart þar sem ég hélt að þessi mál væru komin í ákveðinn farveg en þetta er síðan dregið upp úr hatti hérna seinni partinn í dag,“ segir Jens í samtali við Vísi. Jens segir að SFS sé ekki búið að reikna út hversu mikið efnahagslegt tjón verkfallið getur valdið en ljóst er að það mun standa í að minnsta kosti viku þar sem skip eru á leið í land alla leið úr Barentshafi, en siglingin þaðan og hingað tekur um viku. Því á hann von á að Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, muni taka stöðuna á mönnum undir lok næstu viku en hvort hún boði fund veit hann ekki um. Þó að erfitt sé að segja til um efnahagslegt tjón þá er það svo að bæði nóvember og desember eru mjög stórir mánuðir fyrir ferska fiskinn að sögn Jens. „Síðan gerist það eftir áramótin að Norðmenn koma inn á markaðinn, verðin lækka og þá hægist um á markaðnum. Þannig að fyrir sjómenn á bolfiskskipum þá hlýtur þetta að vera mikið högg því þetta eru svona með bestu mánuðum á árinu.“ Samninganefnin situr enn á fundi í Karphúsinu með vélstjórum en Jens segir ekki hægt að segja til um það hvenær eða hvernig þeim viðræðum ljúki. „Ætli maður hafi ekki lært það á þessum degi í dag að segja hvorki af né á.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Formaður VM segir samningaviðræðurnar á mjög viðkvæmum stað Samningaviðræður í kjaradeilu sjómanna hafa staðið yfir í allan dag í húsakynnum ríkissáttasemjara. Verkfall sjómanna hefst klukkan 23 ef ekki næst lausn í viðræðunum. 10. nóvember 2016 21:25
„Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52