Messi: „Við erum í skítamálum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 14:30 Lionel Messi og félagar eru í veseni. vísir/getty Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins í fótbolta, kallar eftir því að Argentínumenn standi saman eftir 3-0 tapið gegn erkifjendunum í Brasilíu í undankeppni HM 2018 í nótt. Hvorki gengur né rekur hjá Argentínu í undankeppninni en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og ekki vinna í síðustu fjórum. Það er í sjötta sæti Suður-Ameríkuriðilsins með 16 stig eftir ellefu leiki. „Við bjuggumst ekki við þessum úrslitum. Fram að fyrsta markinu var þetta jafn leikur og við vorum að spila vel. Það er bara svo erfitt að lenda undir því þá verður allt erfiðara,“ sagði Messi við argentínska fjölmiðla eftir leik. „Við erum í skítamálum en við treystum samt áfram á sjálfa okkur. Ef við vinnum Kólumbíu í næsta leik erum við komnir aftur í baráttuna. Við erum samt meðvitaðir um að við erum ekki að spila vel. Við þurfum að breyta miklu fyrir leikinn gegn Kólumbíu,“ sagði Lionel Messi. Fjögur efstu liðin í Suður-Ameríkuriðlinum fara beint á HM og það fimmta í umspil. Ef undankeppnin yrði flautuð af í dag myndu leikmenn Argentínu horfa á HM 2018 í sjónvarpinu en enn þá eru sjö leikir eftir. „Við þurfum að vera sterkir og koma okkur út úr þessari stöðu. Núna þurfum við að sameinast meira en nokkru sinni fyrr. Við erum öll á höttunum eftir því sama: Að komast á HM,“ sagði Lionel Messi. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fimm sigrar í röð hjá Brössum sem pökkuðu erkifjendunum saman Brasilía vann Argentínu 3-0 á vellinum þar sem þjóðin fór að gráta fyrir tveimur árum síðan. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Lionel Messi, fyrirliði argentínska landsliðsins í fótbolta, kallar eftir því að Argentínumenn standi saman eftir 3-0 tapið gegn erkifjendunum í Brasilíu í undankeppni HM 2018 í nótt. Hvorki gengur né rekur hjá Argentínu í undankeppninni en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð og ekki vinna í síðustu fjórum. Það er í sjötta sæti Suður-Ameríkuriðilsins með 16 stig eftir ellefu leiki. „Við bjuggumst ekki við þessum úrslitum. Fram að fyrsta markinu var þetta jafn leikur og við vorum að spila vel. Það er bara svo erfitt að lenda undir því þá verður allt erfiðara,“ sagði Messi við argentínska fjölmiðla eftir leik. „Við erum í skítamálum en við treystum samt áfram á sjálfa okkur. Ef við vinnum Kólumbíu í næsta leik erum við komnir aftur í baráttuna. Við erum samt meðvitaðir um að við erum ekki að spila vel. Við þurfum að breyta miklu fyrir leikinn gegn Kólumbíu,“ sagði Lionel Messi. Fjögur efstu liðin í Suður-Ameríkuriðlinum fara beint á HM og það fimmta í umspil. Ef undankeppnin yrði flautuð af í dag myndu leikmenn Argentínu horfa á HM 2018 í sjónvarpinu en enn þá eru sjö leikir eftir. „Við þurfum að vera sterkir og koma okkur út úr þessari stöðu. Núna þurfum við að sameinast meira en nokkru sinni fyrr. Við erum öll á höttunum eftir því sama: Að komast á HM,“ sagði Lionel Messi.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Fimm sigrar í röð hjá Brössum sem pökkuðu erkifjendunum saman Brasilía vann Argentínu 3-0 á vellinum þar sem þjóðin fór að gráta fyrir tveimur árum síðan. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Ísfold Marý til liðs við Víking Íslenski boltinn Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Fótbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif 16. umferðar Körfubolti Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Körfubolti Fleiri fréttir Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Sjá meira
Fimm sigrar í röð hjá Brössum sem pökkuðu erkifjendunum saman Brasilía vann Argentínu 3-0 á vellinum þar sem þjóðin fór að gráta fyrir tveimur árum síðan. 11. nóvember 2016 10:30