Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2016 09:59 Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. Samkvæmt flugsíðunni Flightradar 24 er lending áætluð í Keflavík klukkan 20.45. Gert er ráð fyrir rúmlega tveggja stunda eldsneytisstoppi og er flugtak áætlað klukkan 23.15. Að sögn starfsmanna Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar í Keflavík, er ekki vitað annað en að vélin verði á áætlun. (Innskot kl. 19.30. Flugvélinni seinkar fram á nótt. Sjá nánar hér) Flugvélin er einstök í heiminum og þetta er eina flughæfa eintakið. Flug hennar vekur því ávallt mikla athygli flugáhugamanna. Hún lenti síðast á Íslandi árið 2014 og þá var meðfylgjandi frétt sýnd á Stöð 2. Hægt er að fylgjast með flugi hennar á Flightradar24. Segja má að hún sé einskonar fljúgandi risaeðla enda dagaði hún uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Hún var sérsmíðuð til að ferja geimskutlur á bakinu en eftir að hætt var við geimferjuáætlun Sovétmanna stóð vélin óhreyfð í áratug eða þar til Úkraínumenn gerðu hana flughæfa á ný árið 2001. Síðan hefur hún verið notuð til að flytja stóra og þunga farma. Hingað kemur vélin frá Leipzig í Þýskalandi. Þar varð reyndar uppnám á flugvellinum þegar eldtungur sáust blossa úr einum hreyflanna eftir lendingu en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Frá Íslandi flýgur vélin til Nýfundnalands og síðan áfram niður með austurströnd Bandaríkjanna og til Suður-Ameríku en ferðinni er heitið til Chile. Antonov 225 er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Hún eyðir um 16 tonnum af eldsneyti á klukkustund á flugi. Til að bera allan þunga hennar í lendingu eru 14 hjól á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Hún gengur undir gælunafninu Mriya, eða „draumur", heimahöfnin er Kiev í Úkraínu, áhöfnin telur sex manns og vélin getur borið allt að 250 tonna farm. Hún er 84 metra löng en til samanburðar er hæð Hallgrímskirkju 74 metrar og vænghaf vélarinnar 88 metrar, er tíu metrum lengra. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld. Samkvæmt flugsíðunni Flightradar 24 er lending áætluð í Keflavík klukkan 20.45. Gert er ráð fyrir rúmlega tveggja stunda eldsneytisstoppi og er flugtak áætlað klukkan 23.15. Að sögn starfsmanna Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar í Keflavík, er ekki vitað annað en að vélin verði á áætlun. (Innskot kl. 19.30. Flugvélinni seinkar fram á nótt. Sjá nánar hér) Flugvélin er einstök í heiminum og þetta er eina flughæfa eintakið. Flug hennar vekur því ávallt mikla athygli flugáhugamanna. Hún lenti síðast á Íslandi árið 2014 og þá var meðfylgjandi frétt sýnd á Stöð 2. Hægt er að fylgjast með flugi hennar á Flightradar24. Segja má að hún sé einskonar fljúgandi risaeðla enda dagaði hún uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Hún var sérsmíðuð til að ferja geimskutlur á bakinu en eftir að hætt var við geimferjuáætlun Sovétmanna stóð vélin óhreyfð í áratug eða þar til Úkraínumenn gerðu hana flughæfa á ný árið 2001. Síðan hefur hún verið notuð til að flytja stóra og þunga farma. Hingað kemur vélin frá Leipzig í Þýskalandi. Þar varð reyndar uppnám á flugvellinum þegar eldtungur sáust blossa úr einum hreyflanna eftir lendingu en það virðist ekki hafa verið alvarlegt. Frá Íslandi flýgur vélin til Nýfundnalands og síðan áfram niður með austurströnd Bandaríkjanna og til Suður-Ameríku en ferðinni er heitið til Chile. Antonov 225 er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum með allt að 640 tonna flugtaksþyngd. Hún eyðir um 16 tonnum af eldsneyti á klukkustund á flugi. Til að bera allan þunga hennar í lendingu eru 14 hjól á hvoru lendingarstelli, samtals 28 hjól, auk fjögurra hjóla að framan. Hjólin eru því alls 32 talsins. Hún gengur undir gælunafninu Mriya, eða „draumur", heimahöfnin er Kiev í Úkraínu, áhöfnin telur sex manns og vélin getur borið allt að 250 tonna farm. Hún er 84 metra löng en til samanburðar er hæð Hallgrímskirkju 74 metrar og vænghaf vélarinnar 88 metrar, er tíu metrum lengra.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01 Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00 Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42 Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49 Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna. 26. júní 2014 09:01
Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. 26. júní 2014 19:00
Flugtak risaeðlunnar Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn. 27. júní 2014 14:42
Antonov-þotunni seinkar fram á nótt Stærsta flugvél heims er nú áætluð í Keflavík klukkan 1.45 í nótt. 11. nóvember 2016 18:49