Fótbolti

Snýr ekki aftur til Bandaríkjanna í stjórnartíð Trump

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ella Masar í leik með FC Rosengård.
Ella Masar í leik með FC Rosengård. Vísir/Getty
Knattspyrnukonan Ella Masar hefur óskað eftir því að samningur hennar við sænska úrvalsdeildarfélagið Rosengård verði framlengdur um fjögur ár.

Ástæðan er að Donald Trump hefur verið kjörinn Bandaríkjaforseti og Masar getur ekki hugsað sér að snúa aftur til síns heima á meðan að Trump er við stjórnvölinn.

Kjör Trump hefur vakið mikla reiði, bæði í heimalandinu sem og um allan heim. Hann hafði betur gegn Hillary Clinton en kosið var á þriðjudag.

„Ég hitti Therese [Sjögran, íþróttastjóra Rosengard] og bað um að fá að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning svo ég þyrfti ekki að fara aftur til Bandaríkjanna á meðan að Donald Trump er forseti,“ sagði hún í samtali við Sydsvenskan.

„Ég er þó glöð yfir því að ég sé einnig með kanadískt ríkisfang,“ sagði Masar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×