Belgar buðu til markaveislu | Öll úrslit dagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2016 22:00 Átta leikir fóru fram í undankeppni HM 2018 í dag. Lærisveinar Robertos Martínez í belgíska landsliðinu buðu til markaveislu gegn Eistum á heimavelli. Belgar unnu leikinn 8-1 og hafa nú skorað 21 mark í fyrstu fjórum leikjunum í undankeppninni. Ekkert lið í Evrópu hefur skorað fleiri mörk í undankeppninni. Belgía byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir 25 mínútna leik var staðan orðin 3-0. Thomas Meunier, Dries Mertens og Eden Hazard skoruðu mörkin. Henri Arier minnkaði muninn í 3-1 á 29. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Belgar settu aftur í fluggírinn um miðjan seinni hálfleik og skoruðu þá þrjú mörk. Mertens skoraði sitt annað mark, Yannick Carrasco komst á blað auk þess sem Ragnar Klavan, fyrirliði Eista og leikmaður Liverpool, gerði sjálfsmark. Romelu Lukaku skoraði svo tvö mörk undir lokin og 8-1 sigur Belgíu staðreynd. Belgar eru með tólf stig á toppi H-riðils, tveimur stigum á undan Grikkjum sem gerðu 1-1 jafntefli við Bosníumenn í ótrúlegum leik. Georgios Tzavellas tryggði Grikklandi stig þegar hann jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Á þeim tímapunkti voru bæði lið einum færri. Edin Dzeko, fyrirliði Bosníu, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að girða niður um Sokratis Papastathopoulos, varnarmann Grikkja. Átök brutust út eftir þetta ótrúlega atvik og Grikkinn Kyriakos Papadopoulos fékk einnig rauða spjaldið.Myndband af þessari stórfurðulegu uppákomu má sjá með því að smella hér. Í sama riðli vann Kýpur 3-1 sigur á Gíbraltar.Memphis Depay skoraði tvívegis þegar Holland vann 1-3 útisigur á Lúxemborg í A-riðli. Í sama riðli vann Búlgaría Hvíta-Rússland með einu marki gegn engu.Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klúðraði vítaspyrnu í 4-1 sigri Portúgals á Lettlandi í B-riðli. Evrópumeistararnir eru með níu stig í 2. sæti riðilsins, þremur stigum á eftir toppliði Svisslendinga sem unnu Færeyinga 2-0. Í sama riðli vann Ungverjaland 4-0 sigur á Andorra.Úrslitin í dag: A-riðill: Lúxemborg 1-3 Holland0-1 Arjen Robben (36.), 1-1 Maxime Chanot, víti (44.), 1-2 Memphis Depay (58.), 1-3 Memphis (84.). Búlgaría 1-0 Hvíta-Rússland1-1 Ivelin Popov (10.). B-riðill: Portúgal 4-1 Lettland1-0 Cristiano Ronaldo, víti (28.), 1-1 Arturs Zjuzins (67.), 2-1 William Carvalho (70.), 3-1 Ronaldo (85.), 4-1 Bruno Alves (90+2.).Sviss 2-0 Færeyjar 1-0 Eren Derdiyok (27.), 2-0 Stephan Lichtsteiner (83.).Ungverjaland 4-0 Andorra 1-0 Zoltán Gera (33.), 2-0 Ádám Lang (43.), 3-0 Ádám Gyurcsó (73.), 4-0 Ádám Szalai (88.).H-riðill:Belgía 8-1 Eistland 1-0 Thomas Meunier (8.), 2-0 Dries Mertens (16.), 3-0 Eden Hazard (25.), 3-1 Henri Anier (29.), 4-1 Yannick Carrasco (62.), 5-1 Ragnar Klavan, sjálfsmark (64.), 6-1 Mertens (68.), 7-1 Romelu Lukaku (83.), 8-1 Lukaku (88.).Grikkland 1-1 Bosnía 0-1 Orestis Karnezis, sjálfsmark (33.), 1-1 Giorgos Tzavellas (90+5.).Kýpur 3-1 Gíbraltar 1-0 Kostas (29.), 1-1 Lee Casciaro (51.), 2-1 Pieros Sotirou (65.), 3-1 Valentinos Sielis (87.). HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Memphis kom Hollendingum til bjargar í Lúxemborg Memphis Depay bjargaði andliti Hollendinga í Lúxemborg í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 19:13 Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum. 13. nóvember 2016 19:00 Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á víti gegn Lettum Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á vítaspyrnu þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 21:45 Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. 13. nóvember 2016 21:49 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Átta leikir fóru fram í undankeppni HM 2018 í dag. Lærisveinar Robertos Martínez í belgíska landsliðinu buðu til markaveislu gegn Eistum á heimavelli. Belgar unnu leikinn 8-1 og hafa nú skorað 21 mark í fyrstu fjórum leikjunum í undankeppninni. Ekkert lið í Evrópu hefur skorað fleiri mörk í undankeppninni. Belgía byrjaði leikinn af miklum krafti og eftir 25 mínútna leik var staðan orðin 3-0. Thomas Meunier, Dries Mertens og Eden Hazard skoruðu mörkin. Henri Arier minnkaði muninn í 3-1 á 29. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Belgar settu aftur í fluggírinn um miðjan seinni hálfleik og skoruðu þá þrjú mörk. Mertens skoraði sitt annað mark, Yannick Carrasco komst á blað auk þess sem Ragnar Klavan, fyrirliði Eista og leikmaður Liverpool, gerði sjálfsmark. Romelu Lukaku skoraði svo tvö mörk undir lokin og 8-1 sigur Belgíu staðreynd. Belgar eru með tólf stig á toppi H-riðils, tveimur stigum á undan Grikkjum sem gerðu 1-1 jafntefli við Bosníumenn í ótrúlegum leik. Georgios Tzavellas tryggði Grikklandi stig þegar hann jafnaði metin á fimmtu mínútu í uppbótartíma. Á þeim tímapunkti voru bæði lið einum færri. Edin Dzeko, fyrirliði Bosníu, fékk að líta rauða spjaldið fyrir að girða niður um Sokratis Papastathopoulos, varnarmann Grikkja. Átök brutust út eftir þetta ótrúlega atvik og Grikkinn Kyriakos Papadopoulos fékk einnig rauða spjaldið.Myndband af þessari stórfurðulegu uppákomu má sjá með því að smella hér. Í sama riðli vann Kýpur 3-1 sigur á Gíbraltar.Memphis Depay skoraði tvívegis þegar Holland vann 1-3 útisigur á Lúxemborg í A-riðli. Í sama riðli vann Búlgaría Hvíta-Rússland með einu marki gegn engu.Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klúðraði vítaspyrnu í 4-1 sigri Portúgals á Lettlandi í B-riðli. Evrópumeistararnir eru með níu stig í 2. sæti riðilsins, þremur stigum á eftir toppliði Svisslendinga sem unnu Færeyinga 2-0. Í sama riðli vann Ungverjaland 4-0 sigur á Andorra.Úrslitin í dag: A-riðill: Lúxemborg 1-3 Holland0-1 Arjen Robben (36.), 1-1 Maxime Chanot, víti (44.), 1-2 Memphis Depay (58.), 1-3 Memphis (84.). Búlgaría 1-0 Hvíta-Rússland1-1 Ivelin Popov (10.). B-riðill: Portúgal 4-1 Lettland1-0 Cristiano Ronaldo, víti (28.), 1-1 Arturs Zjuzins (67.), 2-1 William Carvalho (70.), 3-1 Ronaldo (85.), 4-1 Bruno Alves (90+2.).Sviss 2-0 Færeyjar 1-0 Eren Derdiyok (27.), 2-0 Stephan Lichtsteiner (83.).Ungverjaland 4-0 Andorra 1-0 Zoltán Gera (33.), 2-0 Ádám Lang (43.), 3-0 Ádám Gyurcsó (73.), 4-0 Ádám Szalai (88.).H-riðill:Belgía 8-1 Eistland 1-0 Thomas Meunier (8.), 2-0 Dries Mertens (16.), 3-0 Eden Hazard (25.), 3-1 Henri Anier (29.), 4-1 Yannick Carrasco (62.), 5-1 Ragnar Klavan, sjálfsmark (64.), 6-1 Mertens (68.), 7-1 Romelu Lukaku (83.), 8-1 Lukaku (88.).Grikkland 1-1 Bosnía 0-1 Orestis Karnezis, sjálfsmark (33.), 1-1 Giorgos Tzavellas (90+5.).Kýpur 3-1 Gíbraltar 1-0 Kostas (29.), 1-1 Lee Casciaro (51.), 2-1 Pieros Sotirou (65.), 3-1 Valentinos Sielis (87.).
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Memphis kom Hollendingum til bjargar í Lúxemborg Memphis Depay bjargaði andliti Hollendinga í Lúxemborg í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 19:13 Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum. 13. nóvember 2016 19:00 Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á víti gegn Lettum Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á vítaspyrnu þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 21:45 Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. 13. nóvember 2016 21:49 Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Körfubolti Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Memphis kom Hollendingum til bjargar í Lúxemborg Memphis Depay bjargaði andliti Hollendinga í Lúxemborg í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 19:13
Gunnar fékk á sig tvö mörk í Luzern Eftir frábæra byrjun í undankeppni HM 2018 hefur aðeins fjarað undan Færeyingum. 13. nóvember 2016 19:00
Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á víti gegn Lettum Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk og klikkaði á vítaspyrnu þegar Portúgal vann 4-1 sigur á Lettlandi á heimavelli í undankeppni HM 2018 í kvöld. 13. nóvember 2016 21:45
Girti niður um mótherja í undankeppni HM og allt varð vitlaust | Myndband Edin Dzeko, fyrrum leikmaður Manchester City og núverandi leikmaður Roma á Ítalíu, gerði allt vitlaust í leik Bosníu og Grikklands í undankeppni HM 2018 í kvöld þegar Bosníumaðurinn gerði sig sekann um afar óíþróttamannslega hegðun. 13. nóvember 2016 21:49
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn