Umfjöllun: Króatía - Ísland 2-0 | Glötuð tækifæri í Zagreb Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2016 18:45 Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 þegar okkar menn urðu að játa sig sigraða gegn Króatíu í Zagreb. Marcelo Brozovic skoraði fyrra mark leiksins á fimmtándu mínútu með skoti utan teigs og gerði svo endanlega út um vonir Íslands með marki á fyrstu mínútu uppbótartíma leiksins. Fyrra mark Brozovic var fyrsta færi króatíska liðsins í leiknum. Strákarnir okkar byrjuðu vel í leiknum og kom markið því nokkuð gegn gangi leiksins. Íslenska liðið hélt áfram að spila vel í fyrri hálfleik en náði ekki að jafna metin. Luka Modric, leikmaður Real Madrid, var ekki í byrjunarliði Króata vegna meiðsla en kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hleypti miklu lífi í lið heimamanna. Ekki náðu þó Króatar að auka forystuna og Íslendingar gerðu sig líklega til að skora jöfnunarmark eftir því sem leið á leikinn. En þó svo að uppspilið hafi oft verið gott vantaði sárlega gæði í fremstu víglínu til að skapa almennileg færi. Fjarvera lykilmanna úr sóknarlínu Íslands hefur þar haft mikið að segja. Króatar fengu líka færi til að skora í síðari hálfleik en Hannes Þór Halldórsson varði nokkrum sinnum vel, þó svo að hann hafi líka ekki virst jafn öruggur í aðgerðum sínum og oft áður. Hann kom þó engum vörnum við þegar Brozovic fékk aftur tíma og pláss fyrir utan íslenska teiginn og skoraði með skoti utan teigs.Vísir/GettyGylfi í fremstu víglínu Þegar uppljóstrað var um byrjunarliðin kom í ljós að Gylfa Þór var stillt upp sem framherja. Theodór Elmar hélt sæti sínu í liðinu og Hörður Björgvin kom inn fyrir Ara Frey sem er meiddur. Það var nánast búið að rigna samfleytt í 48 klukkutíma fyrir leik og völlurinn því mjög blautur og þungur. Það sá á honum strax í upphitun. Strákarnir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks í stemningsleysinu á vellinum. Tóku frumkvæðið í leiknum og Gylfi komst í ágætt færi strax á 3. mínútu en varnarmaður Króata komst fyrir skotið. Strákarnir héldu uppteknum hætti. Héldu boltanum mjög vel og voru alltaf líklegir í sóknaraðgerðum sínum. Jóhann Berg komst í mjög fínt skotfæri eftir rúmlega tíu mínútna leik en skot hans fór rétt yfir markið. Króatar voru mjög daufir og það var því ekkert sem benti til þess að liðið væri að taka leikinn yfir er þeir komust óvænt yfir. Frábært samspil króatíska liðsins endaði með góðu skoti Brozovic sem söng í netinu. Bæði lið vildu fá víti í fyrri hálfleik og Króatar hefðu líklega átt að fá víti er boltinn fór í hönd Kára. Fjórum mínútum fyrir leikslok fékk Ivan Perisic besta færi leiksins. Birkir Már gleymdi sér, missti af Perisic sem fékk frítt skot frá markteig en sem betur fer fór skotið beint í Hannes í markinu. Heilt yfir var fyrri hálfleikur mjög vel spilaður hjá íslenska liðinu. Það átti fínar sóknir, hélt bolta vel og lokaði mjög vel á sóknir króatíska liðsins. Baráttan til fyrirmyndar og með smá heppni hefði liðið skorað í hálfleiknum.Vísir/GettyVantaði ferskt blóð Króatar settu Luka Modric inn í hálfleik sem voru ekkert sérstök tíðindi fyrir íslenska liðið. Heilinn í leik króatíska liðsins. Það var ekki alveg sami kraftur í íslenska liðinu í upphafi síðari hálfleiks. Modric og félagar tóku boltann og voru ekkert á því að gefa hann. Það gerðist lítið sem ekki neitt fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks en þá átti Jóhann Berg frábæran sprett sem endaði með því að Jón Daði komst í mjög gott færi sem þó var þröngt. Skotið því miður fram hjá markinu. Það vantaði eitthvað svona til að vekja íslenska liðið en það virtist sárlega vanta ferskt blóð í leik liðsins fram að þessu færi. Í kjölfarið kom meiri neisti í leik liðsins en færin létu á sér standa. Króatar héldu boltanum mikið betur með Modric að stýra spilinu og liðið komst mun oftar í fína stöðu nálægt íslenska markinu en í fyrri hálfleik. Stundarfjórðungi fyrir leikslok gerði Heimir tvöfalda skiptingu er þeir Viðar Örn og Arnór Ingvi komu inn á. Ekki veitti af því króatíska liðið var að loka mjög vel á sóknir íslenska liðsins og vantaði slagkraft í leik okkar manna. Íslenska liðið sótti stíft eftir jöfnunarmarkinu en náði ekki að skapa sér nægilega hættulegt færi, þó svo að litlu hafi mátt muna á köflum. Það var því sárt þegar Króatar komust í skyndisókn í uppbótartíma þar sem Brozovic var einn á auðum sjó og skoraði með hnitmiðuðu skoti utan teigs. Ivan Perisic fékk svo að líta rauða spjaldið stuttu síðar þegar hann braut illa á Birki Bjarnasyni en það breytti engu um niðurstöðu leiksins. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira
Ísland tapaði í dag sínum fyrsta leik í undankeppni HM 2018 þegar okkar menn urðu að játa sig sigraða gegn Króatíu í Zagreb. Marcelo Brozovic skoraði fyrra mark leiksins á fimmtándu mínútu með skoti utan teigs og gerði svo endanlega út um vonir Íslands með marki á fyrstu mínútu uppbótartíma leiksins. Fyrra mark Brozovic var fyrsta færi króatíska liðsins í leiknum. Strákarnir okkar byrjuðu vel í leiknum og kom markið því nokkuð gegn gangi leiksins. Íslenska liðið hélt áfram að spila vel í fyrri hálfleik en náði ekki að jafna metin. Luka Modric, leikmaður Real Madrid, var ekki í byrjunarliði Króata vegna meiðsla en kom inn á í upphafi síðari hálfleiks og hleypti miklu lífi í lið heimamanna. Ekki náðu þó Króatar að auka forystuna og Íslendingar gerðu sig líklega til að skora jöfnunarmark eftir því sem leið á leikinn. En þó svo að uppspilið hafi oft verið gott vantaði sárlega gæði í fremstu víglínu til að skapa almennileg færi. Fjarvera lykilmanna úr sóknarlínu Íslands hefur þar haft mikið að segja. Króatar fengu líka færi til að skora í síðari hálfleik en Hannes Þór Halldórsson varði nokkrum sinnum vel, þó svo að hann hafi líka ekki virst jafn öruggur í aðgerðum sínum og oft áður. Hann kom þó engum vörnum við þegar Brozovic fékk aftur tíma og pláss fyrir utan íslenska teiginn og skoraði með skoti utan teigs.Vísir/GettyGylfi í fremstu víglínu Þegar uppljóstrað var um byrjunarliðin kom í ljós að Gylfa Þór var stillt upp sem framherja. Theodór Elmar hélt sæti sínu í liðinu og Hörður Björgvin kom inn fyrir Ara Frey sem er meiddur. Það var nánast búið að rigna samfleytt í 48 klukkutíma fyrir leik og völlurinn því mjög blautur og þungur. Það sá á honum strax í upphitun. Strákarnir mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks í stemningsleysinu á vellinum. Tóku frumkvæðið í leiknum og Gylfi komst í ágætt færi strax á 3. mínútu en varnarmaður Króata komst fyrir skotið. Strákarnir héldu uppteknum hætti. Héldu boltanum mjög vel og voru alltaf líklegir í sóknaraðgerðum sínum. Jóhann Berg komst í mjög fínt skotfæri eftir rúmlega tíu mínútna leik en skot hans fór rétt yfir markið. Króatar voru mjög daufir og það var því ekkert sem benti til þess að liðið væri að taka leikinn yfir er þeir komust óvænt yfir. Frábært samspil króatíska liðsins endaði með góðu skoti Brozovic sem söng í netinu. Bæði lið vildu fá víti í fyrri hálfleik og Króatar hefðu líklega átt að fá víti er boltinn fór í hönd Kára. Fjórum mínútum fyrir leikslok fékk Ivan Perisic besta færi leiksins. Birkir Már gleymdi sér, missti af Perisic sem fékk frítt skot frá markteig en sem betur fer fór skotið beint í Hannes í markinu. Heilt yfir var fyrri hálfleikur mjög vel spilaður hjá íslenska liðinu. Það átti fínar sóknir, hélt bolta vel og lokaði mjög vel á sóknir króatíska liðsins. Baráttan til fyrirmyndar og með smá heppni hefði liðið skorað í hálfleiknum.Vísir/GettyVantaði ferskt blóð Króatar settu Luka Modric inn í hálfleik sem voru ekkert sérstök tíðindi fyrir íslenska liðið. Heilinn í leik króatíska liðsins. Það var ekki alveg sami kraftur í íslenska liðinu í upphafi síðari hálfleiks. Modric og félagar tóku boltann og voru ekkert á því að gefa hann. Það gerðist lítið sem ekki neitt fyrstu 15 mínútur síðari hálfleiks en þá átti Jóhann Berg frábæran sprett sem endaði með því að Jón Daði komst í mjög gott færi sem þó var þröngt. Skotið því miður fram hjá markinu. Það vantaði eitthvað svona til að vekja íslenska liðið en það virtist sárlega vanta ferskt blóð í leik liðsins fram að þessu færi. Í kjölfarið kom meiri neisti í leik liðsins en færin létu á sér standa. Króatar héldu boltanum mikið betur með Modric að stýra spilinu og liðið komst mun oftar í fína stöðu nálægt íslenska markinu en í fyrri hálfleik. Stundarfjórðungi fyrir leikslok gerði Heimir tvöfalda skiptingu er þeir Viðar Örn og Arnór Ingvi komu inn á. Ekki veitti af því króatíska liðið var að loka mjög vel á sóknir íslenska liðsins og vantaði slagkraft í leik okkar manna. Íslenska liðið sótti stíft eftir jöfnunarmarkinu en náði ekki að skapa sér nægilega hættulegt færi, þó svo að litlu hafi mátt muna á köflum. Það var því sárt þegar Króatar komust í skyndisókn í uppbótartíma þar sem Brozovic var einn á auðum sjó og skoraði með hnitmiðuðu skoti utan teigs. Ivan Perisic fékk svo að líta rauða spjaldið stuttu síðar þegar hann braut illa á Birki Bjarnasyni en það breytti engu um niðurstöðu leiksins.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport KR - Stjarnan | Titilvörnin hefst í Vesturbæ Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Fleiri fréttir Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Sjá meira