Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2016 14:51 Gunnar Bragi Sveinsson. Vísir/Stefán Gunnar Bragi Sveinsson, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það hafi hvergi komið til tals að setja lög á verkfall sjómanna sem skall á í gær. Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. Verkfall sjómanna, sem nær til um 3.500 sjómanna, hófst klukkan 23 í gær eftir að upp úr slitnaði í samningaviðræðum sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Formaður Sjómannafélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri í sjónmáli. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað deiluaðila að samningsborðinu á ný. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár og fóru síðast í verkfall árið 2001. Eftir að verkfallið hafði staðið yfir í sjö vikur greip ríkið inn í deiluna með lagasetningu. Fór kjaradeilan að lokum fyrir gerðardóm. „Ég hugsa að menn fari ekki í að setja lög á þetta verkfall eins og staðan er í dag. Það yrði þá að vera algjör sátt um slíkt og það hefur hreinlega hvergi verið rætt. Þetta hefur bara ekki komið upp á borðið,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi aðspurður hvort að rætt hafi verið um að setja lög á verkfallið.Sjá einnig: Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sátt náðist í viðræðum á milli deiluaðila um ýmis deilumál á borð við fiskverð, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti en strandaði að lokum á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Sjómenn segja að of langt hafi verið gengið í fækkun sjómanna á undanförnum árum. Gunnar Bragi segist vonast til þess að deiluaðilar ræði áfram saman, það sé ekki gott þegar einn helsti atvinnuvegur þjóðarinn stöðvist af völdum verkfalls. „Við vonumst til þess að menn haldi áfram að tala saman og finna lausn sem að hentar báðum. Það er aldrei gott þegar einhver fer í verkfall, sérstaklega þegar um er að ræða einn af okkar stærstu atvinnuvegum.“ Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, starfandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að það hafi hvergi komið til tals að setja lög á verkfall sjómanna sem skall á í gær. Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. Verkfall sjómanna, sem nær til um 3.500 sjómanna, hófst klukkan 23 í gær eftir að upp úr slitnaði í samningaviðræðum sjómanna við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Formaður Sjómannafélagsins sagði í samtali við Vísi í gær að engin lausn væri í sjónmáli. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað deiluaðila að samningsborðinu á ný. Sjómenn hafa verið samningslausir í um það bil sex ár og fóru síðast í verkfall árið 2001. Eftir að verkfallið hafði staðið yfir í sjö vikur greip ríkið inn í deiluna með lagasetningu. Fór kjaradeilan að lokum fyrir gerðardóm. „Ég hugsa að menn fari ekki í að setja lög á þetta verkfall eins og staðan er í dag. Það yrði þá að vera algjör sátt um slíkt og það hefur hreinlega hvergi verið rætt. Þetta hefur bara ekki komið upp á borðið,“ segir Gunnar Bragi í samtali við Vísi aðspurður hvort að rætt hafi verið um að setja lög á verkfallið.Sjá einnig: Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Sátt náðist í viðræðum á milli deiluaðila um ýmis deilumál á borð við fiskverð, um nýsmíðaákvæði og færslu á orlofsrétti en strandaði að lokum á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. Sjómenn segja að of langt hafi verið gengið í fækkun sjómanna á undanförnum árum. Gunnar Bragi segist vonast til þess að deiluaðilar ræði áfram saman, það sé ekki gott þegar einn helsti atvinnuvegur þjóðarinn stöðvist af völdum verkfalls. „Við vonumst til þess að menn haldi áfram að tala saman og finna lausn sem að hentar báðum. Það er aldrei gott þegar einhver fer í verkfall, sérstaklega þegar um er að ræða einn af okkar stærstu atvinnuvegum.“
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48
Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30