Gamall Arsenal-maður með þrennu fyrir Þjóðverja | Úrslitin í undakeppni HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2016 22:00 Serge Gnabry fagnar einu marka sinna í kvöld. Vísir/Getty Tíu leikir fóru fram í undankeppni HM í kvöld og það er hægt að finna öll úrslit og markaskorara inn á Vísi. Þjóðverjar tvöfölduðu markaskor sitt í undankeppninni með því að vinna 8-0 stórsigur á San Marinó. Þýska liðið er með 12 stig af 12 mögulegum og markatöluna 16-0 eftir fyrstu fjóra leikina. Serge Gnabry, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði þrennu í leiknum og bakvörðurinn Jonas Hector var með tvö mörk. Minni spámenn fengu að njóta sín í leik sem allir vissu að Þjóðverjar voru að fara að vinna. Serge Gnabry var á samningi hjá Arsenal frá 2012 til 2016 en enska félagið seldi hann til Werder Bremen í sumar. Gnabry hefur byrjað vel hjá Bremen og skoraði síðan þrennu í fyrsta landsleik sínum í kvöld. Norður-Írar eru í öðru sæti riðilsins eftir 4-0 heimasigur á Aserbaídjsan en Aserbaídjsan hafði komið mörgum á óvart og náð í sjö stig í fyrstu þremur umferðunum. Stórsigur Norður-Íra kemur þeim upp fyrir Asera á markatölu. Tékkar unnu síðan sinn fyrsta sigur þegar þeir unnu Norðmenn 2-1 á heimavelli. Tékkar komust í 2-0 en Norðmenn minnkuðu muninn undir lokin. Norðmenn hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í riðliðlinum. Christian Eriksen skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Dana á Kasakstan en Danir eru í þriðja sæti E-riðils. Pólverjar eru á toppnum með 10 stig en Robert Lewandowski innsiglaði 3-0 útisigur Pólverja á Rúmeníu með tveimur mörkum á síðustu sjö mínútunum. Englendingar eru á toppi F-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á Wembley en Slóvenar eru tveimur stigum á eftir þökk sé 1-0 útisigri á Möltu. Slóvakar unnu 4-0 stórsigur á Litháen og er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Englandi og tveimur stigum á eftir Slóveníu.Úrslitin í leikjunum í kvöld í undankeppni HM 2018:A-riðillFrakkaland - Svíþjóð 2-1 0-1 Emil Forsberg (54.), 1-1 Paul Pogba (57.), 2-1 Dimitri Payet (65.)C-riðillSan Marinó - Þýskaland 0-8 0-1 Sami Khedira (7.), 0-2 Serge Gnabry (9.), 0-3 Jonas Hector (32.), 0-4 Serge Gnabry (58.), 0-5 Jonas Hector (65.), 0-6 Serge Gnabry (76.), 0-7 Sjálfsmark (82.), 0-8 Kevin Volland (85.)Norður-Írland - Aserbaídjsan 4-0 1-0 Kyle Lafferty (27.), 2-0 Gareth McAuley (40.), 3-0 Conor McLaughlin (66.), 4-0 Chris Brunt (83.)Tékkland - Noregur 2-1 1-0 Michal Krmencík (11.), 2-0 Jaromír Zmrhal (47.), 2-1 Joshua King (87.)E-riðillArmenía - Svartfjallaland 3-2 0-1 Damir Kojasevic (36.), 0-2 Stevan Jovetic (38.), 1-2 Artak Grigoryan (50.), 2-2 Varazdat Haroyan (74.), 3-2 Gevorg Ghazaryan (90.+3).Danmörk - Kasakstan 4-1 1-0 Andreas Cornelius (15.), 1-1 Gafurzhan Suyumbaev (17.), 2-1 Christian Eriksen (36.), 3-1 Peter Ankersen (78.), 4-1 Christian Eriksen (90.)Rúmenía - Pólland 0-3 0-1 Kamil Grosicki (11.), 0-2 Robert Lewandowski (83.), 0-3 Robert Lewandowski (90.)F-riðillEngland - Skotland 3-0 1-0 Daniel Sturridge (24.), 2-0 Adam Lallana (50.), 3-0 Gary Cahill (61.)Malta - Slóvenía 0-1 0-1 Benjamin Verbic (47.),Slóvakía - Litháen 4-0 1-0 Adam Nemec (12.), 20 Juraj Kucka (15.), 3-0 Martin Skrtel (36.), 4-0 Marek Hamsík (86.). HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira
Tíu leikir fóru fram í undankeppni HM í kvöld og það er hægt að finna öll úrslit og markaskorara inn á Vísi. Þjóðverjar tvöfölduðu markaskor sitt í undankeppninni með því að vinna 8-0 stórsigur á San Marinó. Þýska liðið er með 12 stig af 12 mögulegum og markatöluna 16-0 eftir fyrstu fjóra leikina. Serge Gnabry, fyrrum leikmaður Arsenal, skoraði þrennu í leiknum og bakvörðurinn Jonas Hector var með tvö mörk. Minni spámenn fengu að njóta sín í leik sem allir vissu að Þjóðverjar voru að fara að vinna. Serge Gnabry var á samningi hjá Arsenal frá 2012 til 2016 en enska félagið seldi hann til Werder Bremen í sumar. Gnabry hefur byrjað vel hjá Bremen og skoraði síðan þrennu í fyrsta landsleik sínum í kvöld. Norður-Írar eru í öðru sæti riðilsins eftir 4-0 heimasigur á Aserbaídjsan en Aserbaídjsan hafði komið mörgum á óvart og náð í sjö stig í fyrstu þremur umferðunum. Stórsigur Norður-Íra kemur þeim upp fyrir Asera á markatölu. Tékkar unnu síðan sinn fyrsta sigur þegar þeir unnu Norðmenn 2-1 á heimavelli. Tékkar komust í 2-0 en Norðmenn minnkuðu muninn undir lokin. Norðmenn hafa tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum sínum í riðliðlinum. Christian Eriksen skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Dana á Kasakstan en Danir eru í þriðja sæti E-riðils. Pólverjar eru á toppnum með 10 stig en Robert Lewandowski innsiglaði 3-0 útisigur Pólverja á Rúmeníu með tveimur mörkum á síðustu sjö mínútunum. Englendingar eru á toppi F-riðils eftir 3-0 sigur á Skotum á Wembley en Slóvenar eru tveimur stigum á eftir þökk sé 1-0 útisigri á Möltu. Slóvakar unnu 4-0 stórsigur á Litháen og er í þriðja sæti, fjórum stigum á eftir Englandi og tveimur stigum á eftir Slóveníu.Úrslitin í leikjunum í kvöld í undankeppni HM 2018:A-riðillFrakkaland - Svíþjóð 2-1 0-1 Emil Forsberg (54.), 1-1 Paul Pogba (57.), 2-1 Dimitri Payet (65.)C-riðillSan Marinó - Þýskaland 0-8 0-1 Sami Khedira (7.), 0-2 Serge Gnabry (9.), 0-3 Jonas Hector (32.), 0-4 Serge Gnabry (58.), 0-5 Jonas Hector (65.), 0-6 Serge Gnabry (76.), 0-7 Sjálfsmark (82.), 0-8 Kevin Volland (85.)Norður-Írland - Aserbaídjsan 4-0 1-0 Kyle Lafferty (27.), 2-0 Gareth McAuley (40.), 3-0 Conor McLaughlin (66.), 4-0 Chris Brunt (83.)Tékkland - Noregur 2-1 1-0 Michal Krmencík (11.), 2-0 Jaromír Zmrhal (47.), 2-1 Joshua King (87.)E-riðillArmenía - Svartfjallaland 3-2 0-1 Damir Kojasevic (36.), 0-2 Stevan Jovetic (38.), 1-2 Artak Grigoryan (50.), 2-2 Varazdat Haroyan (74.), 3-2 Gevorg Ghazaryan (90.+3).Danmörk - Kasakstan 4-1 1-0 Andreas Cornelius (15.), 1-1 Gafurzhan Suyumbaev (17.), 2-1 Christian Eriksen (36.), 3-1 Peter Ankersen (78.), 4-1 Christian Eriksen (90.)Rúmenía - Pólland 0-3 0-1 Kamil Grosicki (11.), 0-2 Robert Lewandowski (83.), 0-3 Robert Lewandowski (90.)F-riðillEngland - Skotland 3-0 1-0 Daniel Sturridge (24.), 2-0 Adam Lallana (50.), 3-0 Gary Cahill (61.)Malta - Slóvenía 0-1 0-1 Benjamin Verbic (47.),Slóvakía - Litháen 4-0 1-0 Adam Nemec (12.), 20 Juraj Kucka (15.), 3-0 Martin Skrtel (36.), 4-0 Marek Hamsík (86.).
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Fleiri fréttir „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Sjá meira