Píratar vilja fylgja þróun erlendis í lögleiðingu kannabis Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. nóvember 2016 20:00 Danska þingið hefur samþykkt lög sem heimila alvarlega veiku fólki að reykja og neyta kannabisefna. Þá hefur kannabis verið leyft í sjö ríkjum í Bandaríkjunum. Smári McCarthy,oddviti Pírati í Suðurkjördæmi, vill að hér verði gengið lengra en í Danmörku. Fyrsta skrefið sé afglæpavæðing. Lögin voru samþykkt í Danmörku til að auðvelda sjúklingum að glíma við ógleði, krampa og verki. Danska þingið ákvað að hefja strax tilraunaverkefni fyrir sjúklinga en lögin taka gildi 1. janúar 2018. Frá þeim tíma geta veikir nálgast kannabisefni í lyfjaverslunum í Danmörku gegn framvísun lyfseðlis. Breið samstaða var meðal þingflokka Danmerkur um lagasetninguna. Síðastliðinn þriðjudag var kosið um fleira en nýjan forseta í Bandaríkjunum en kjósendur greiddu atkvæði um að leyfa kannabis í sjö ríkjum. Kannabis er þó enn bannað eiturlyf í alríkislögum í landinu. Ríkin þar sem kannabis var leyft eru Kalifornía, Nevada, Arizona og Massachusetts. Í Florida, Arkansas og Norður-Dakóta var kannabis leyft í lækningaskyni. Í flestum ríkjanna eru takmarkanir settar á sölu og neyslu efnisins og því ekki um að ræða algert frelsi í þeim efnum. „Þetta er í raun áframhald á þeirri þróun sem hefur átt séð stað undanfarin ár. Nú eru einungis fimm ríki eftir í Bandaríkjunum sem hafa ekki lögleitt Kannabisnotkun í einhverjum tilgangi,“ segir Smári. Smári segir að Píratar vilji fylgja þróuninni erlendis. „Við höfum talað fyrir mjög hóflegum skrefum í átt að því sem er að gerast í heiminum. Við viljum byrja á því að afglæpavæða einkanotkun þannig að þeir sem eru fíklar geti leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Meira en nú er hægt,“ segir Smári sem vill ganga lengra en Danir í þessum málum. „Vegna þess að það sem Danir gerðu var að opna á notkun fyrir til dæmis krabbameinssjúklinga og þá sem eru verkjaðir en það lagar ekki nema hluta vandamálsins.“ Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira
Danska þingið hefur samþykkt lög sem heimila alvarlega veiku fólki að reykja og neyta kannabisefna. Þá hefur kannabis verið leyft í sjö ríkjum í Bandaríkjunum. Smári McCarthy,oddviti Pírati í Suðurkjördæmi, vill að hér verði gengið lengra en í Danmörku. Fyrsta skrefið sé afglæpavæðing. Lögin voru samþykkt í Danmörku til að auðvelda sjúklingum að glíma við ógleði, krampa og verki. Danska þingið ákvað að hefja strax tilraunaverkefni fyrir sjúklinga en lögin taka gildi 1. janúar 2018. Frá þeim tíma geta veikir nálgast kannabisefni í lyfjaverslunum í Danmörku gegn framvísun lyfseðlis. Breið samstaða var meðal þingflokka Danmerkur um lagasetninguna. Síðastliðinn þriðjudag var kosið um fleira en nýjan forseta í Bandaríkjunum en kjósendur greiddu atkvæði um að leyfa kannabis í sjö ríkjum. Kannabis er þó enn bannað eiturlyf í alríkislögum í landinu. Ríkin þar sem kannabis var leyft eru Kalifornía, Nevada, Arizona og Massachusetts. Í Florida, Arkansas og Norður-Dakóta var kannabis leyft í lækningaskyni. Í flestum ríkjanna eru takmarkanir settar á sölu og neyslu efnisins og því ekki um að ræða algert frelsi í þeim efnum. „Þetta er í raun áframhald á þeirri þróun sem hefur átt séð stað undanfarin ár. Nú eru einungis fimm ríki eftir í Bandaríkjunum sem hafa ekki lögleitt Kannabisnotkun í einhverjum tilgangi,“ segir Smári. Smári segir að Píratar vilji fylgja þróuninni erlendis. „Við höfum talað fyrir mjög hóflegum skrefum í átt að því sem er að gerast í heiminum. Við viljum byrja á því að afglæpavæða einkanotkun þannig að þeir sem eru fíklar geti leitað sér aðstoðar í heilbrigðiskerfinu. Meira en nú er hægt,“ segir Smári sem vill ganga lengra en Danir í þessum málum. „Vegna þess að það sem Danir gerðu var að opna á notkun fyrir til dæmis krabbameinssjúklinga og þá sem eru verkjaðir en það lagar ekki nema hluta vandamálsins.“
Kosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Sjá meira