Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2016 18:39 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. Það var tilkynnt nú á sjötta tímanum að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð til stjórnarmyndunar síðastliðinn miðvikudag. Benedikt á von á því að flokkarnir byrji að funda um helgina en vill ekki svara því hvaða lendingu hann sér fyrir í þeim málum þar sem hvað mest ber í milli hjá flokkunum, það er í Evrópumálum og varðandi kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði. „Fyrst þurfum við nú að byrja, sjá hver aðalmálefnin eru og svo finnum við vonandi lausnir,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.En þið hljótið nú að vita hvað þið eruð að fara að ræða? „Jú, það er auðvitað alveg vitað, okkar stefnuskrá liggur fyrir en sum málin á ég von á að náist bara fljótlega ásættanleg niðurstaða í, svo er annars staðar svona breiðara bil á milli flokkanna og þá þurfa menn að sjá hvort hægt sé að brúa það bil eða ekki,“ segir Benedikt. Þá vill hann ekki svara því hvort flokkurinn ætlar að gefa einhvern afslátt af því loforði sínu að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. „Við skulum ræða það við stjórnarmyndunarborðið hvernig við reynum að lenda einstökum málum. Vonandi gengur það samt bara sem allra best,“ segir Benedikt en bætir við að auðvitað fari flokkurinn í viðræðurnar með það að markmiði að reyna að ná fram sínum helstu stefnumálum. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af tæpum meirihluta á þingi ef flokkunum þremur tekst að mynda stjórn en þeir yrðu aðeins með eins manns meirihluta. „Nei, ef mönnum tekst að ná góðu málefnasamkomulagi þá held ég að þetta þurfi ekki að vera mesta áhyggjuefnið. Svo höfum við líka talað fyrir því að það verði tekið upp breytt vinnulag í stórum málum þar sem fleiri komi að ákvörðunum og ég held að það gæti auðveldað vinnuna á Alþingi.“ Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. Það var tilkynnt nú á sjötta tímanum að flokkarnir ætli að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk umboð til stjórnarmyndunar síðastliðinn miðvikudag. Benedikt á von á því að flokkarnir byrji að funda um helgina en vill ekki svara því hvaða lendingu hann sér fyrir í þeim málum þar sem hvað mest ber í milli hjá flokkunum, það er í Evrópumálum og varðandi kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði. „Fyrst þurfum við nú að byrja, sjá hver aðalmálefnin eru og svo finnum við vonandi lausnir,“ segir Benedikt í samtali við Vísi.En þið hljótið nú að vita hvað þið eruð að fara að ræða? „Jú, það er auðvitað alveg vitað, okkar stefnuskrá liggur fyrir en sum málin á ég von á að náist bara fljótlega ásættanleg niðurstaða í, svo er annars staðar svona breiðara bil á milli flokkanna og þá þurfa menn að sjá hvort hægt sé að brúa það bil eða ekki,“ segir Benedikt. Þá vill hann ekki svara því hvort flokkurinn ætlar að gefa einhvern afslátt af því loforði sínu að farið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið. „Við skulum ræða það við stjórnarmyndunarborðið hvernig við reynum að lenda einstökum málum. Vonandi gengur það samt bara sem allra best,“ segir Benedikt en bætir við að auðvitað fari flokkurinn í viðræðurnar með það að markmiði að reyna að ná fram sínum helstu stefnumálum. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af tæpum meirihluta á þingi ef flokkunum þremur tekst að mynda stjórn en þeir yrðu aðeins með eins manns meirihluta. „Nei, ef mönnum tekst að ná góðu málefnasamkomulagi þá held ég að þetta þurfi ekki að vera mesta áhyggjuefnið. Svo höfum við líka talað fyrir því að það verði tekið upp breytt vinnulag í stórum málum þar sem fleiri komi að ákvörðunum og ég held að það gæti auðveldað vinnuna á Alþingi.“
Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07 Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Sjá meira
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Sjálfstæðisflokkur, Björt framtíð og Viðreisn hefja stjórnarmyndunarviðræður Bjarni Benediktsson tilkynnti forseta Íslands þetta síðdegis. 11. nóvember 2016 17:07
Benedikt og Óttarr funduðu með Bjarna í fjármálaráðuneytinu Búast við frekari fundahöldum fram á kvöld. 11. nóvember 2016 16:50