Evrópumálin verða send Alþingi til úrlausnar Heimir Már Pétursson skrifar 11. nóvember 2016 20:27 Evrópumálunum verður að öllum líkindum vísað til Alþingis til afgreiðslu nái Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að mynda ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson telur að það ætti að liggja fyrir á nokkrum dögum hvort flokkarnir nái saman. Bæði Björt framtíð og Viðreisn hafa lagt á það áherslu að ný ríkisstjórn standi við loforð um að spurningin um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bjarni Benediktsson sem lofaði slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningarnar 2013 sagði eftir að hann myndaði síðan stjórn með Framsóknarflokknum að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fæli í sér pólitískan ómöguleika. Í viðtalinu hér að að ofan segir Bjarni að lausnin gæti falist í því að Alþingi taki málið til afgreiðslu en þá myndi reyna á meirihluta allra flokka fyrir því að slík þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. En ekki liggur fyrir hvort flokkarnir hafi náð samkomulagi um hvenær málið verði sent þingnu. Bjarni segist trúa því að flokkarnir nái saman um breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hvað sjávarútveginn varði hafi deilan snúist um hvernig gjald verði lagt á útgerðina fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkarnir ætli sér að vinna hratt að myndun stjórnarsáttmála, þannig að fljótlega verði hægt að kalla Alþingi saman til að ljúka mikilvægum málum fyrir áramót. En hann hefur áður sagt að meirihluti þessara þriggja flokka væri heldur knappur. Hins vegar voru ekki margir kostir í stöðunni og Bjarni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sennilega þurft að fórna meiru í víðtækara stjórnarsamstarfi við fleiri flokka. En ef til vill kalli þetta á meiri samvinnu við þingið, þótt deilur þar snúist oftast um ágreining um málefni. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38 Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Evrópumálunum verður að öllum líkindum vísað til Alþingis til afgreiðslu nái Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Björt framtíð að mynda ríkisstjórn. Bjarni Benediktsson telur að það ætti að liggja fyrir á nokkrum dögum hvort flokkarnir nái saman. Bæði Björt framtíð og Viðreisn hafa lagt á það áherslu að ný ríkisstjórn standi við loforð um að spurningin um áframhaldandi viðræður við Evrópusambandið verði sett í þjóðaratkvæðagreiðslu. Bjarni Benediktsson sem lofaði slíkri þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir kosningarnar 2013 sagði eftir að hann myndaði síðan stjórn með Framsóknarflokknum að slík þjóðaratkvæðagreiðsla fæli í sér pólitískan ómöguleika. Í viðtalinu hér að að ofan segir Bjarni að lausnin gæti falist í því að Alþingi taki málið til afgreiðslu en þá myndi reyna á meirihluta allra flokka fyrir því að slík þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram. En ekki liggur fyrir hvort flokkarnir hafi náð samkomulagi um hvenær málið verði sent þingnu. Bjarni segist trúa því að flokkarnir nái saman um breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Hvað sjávarútveginn varði hafi deilan snúist um hvernig gjald verði lagt á útgerðina fyrir afnot af fiskveiðiauðlindinni. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að flokkarnir ætli sér að vinna hratt að myndun stjórnarsáttmála, þannig að fljótlega verði hægt að kalla Alþingi saman til að ljúka mikilvægum málum fyrir áramót. En hann hefur áður sagt að meirihluti þessara þriggja flokka væri heldur knappur. Hins vegar voru ekki margir kostir í stöðunni og Bjarni segir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sennilega þurft að fórna meiru í víðtækara stjórnarsamstarfi við fleiri flokka. En ef til vill kalli þetta á meiri samvinnu við þingið, þótt deilur þar snúist oftast um ágreining um málefni.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51 Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38 Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Telur að ekki taki marga daga að komast að því hvort hægt sé að mynda stjórn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur að það muni ekki taka marga fyrir sig og formenn Bjartrar framtíðar og Viðreisnar að komast að því hvort þeir geti myndað nýja ríkisstjórn. 11. nóvember 2016 17:51
Taktu könnunina: Hvernig líst þér á DAC-stjórn? Síðdegis í dag gekk Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og tilkynnti honum að hann ætli að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við þá Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Óttar Proppé, formann Bjartrar framtíðar. 11. nóvember 2016 19:38
Formaður Viðreisnar vonar að Evrópumálin fái farsæla lendingu í stjórnarmyndunarviðræðunum Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir að það ætti ekki að taka meira en viku til tíu daga að sjá hvort að flokknum takist að mynda nýja ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Bjartri framtíð. 11. nóvember 2016 18:39