San Antonio vann Texas-slaginn | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2016 11:18 Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þreföld tvenna James Harden dugði Houston Rockets ekki til sigurs í Texas-slagnum gegn San Antonio Spurs. Lokatölur 100-106, San Antonio í vil. Harden skoraði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar hjá Houston og Eric Gordon kom með 27 stig af bekknum. Stigaskorið dreifðist betur hjá San Antonio sem hefur unnið alla fimm útileiki sína á tímabilinu. Kawhi Leonard var stigahæstur í liði San Antonio með 20 stig en LaMarcus Aldridge og Tony Parker skoruðu 16 stig hvor. Los Angeles Lakers bar sigurorð af New Orleans Pelicans, 99-126, á útivelli. Jordan Clarkson var stigahæstur í liði Lakers með 23 stig og D'Angelo Russell (22 stig) og Lou Williams (21 stig) skiluðu einnig flottu framlagi. Lakers hefur farið vel af stað á tímabilinu og unnið sex af fyrstu tíu leikjum sínum. Anthony Davis var sem fyrr atkvæðamestur hjá New Orleans, sem er eins og stendur lélegasta lið deildarinnar. Davis skoraði 34 stig og tók átta fráköst. Nágrannar Lakers, Los Angeles Clippers, halda áfram að gera góða hluti en í nótt vann liðið Minnesota Timberwolves á útivelli, 105-119. Clippers hefur unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum en þetta er besta byrjun í sögu félagsins. Allir byrjunarliðsmenn Clippers skoruðu 15 stig eða meira í leiknum. Blake Griffin var þeirra stigahæstur með 20 stig. Nýliði ársins í fyrra, Karl-Anthony Towns, var atkvæðamestur hjá Úlfunum með 24 stig og tíu fráköst.Úrslitin í nótt: Houston 100-106 San Antonio New Orleans 99-126 LA Lakers Minnesota 105-119 LA Clippers Indiana 99-105 Boston Toronto 118-107 NY Knicks Chicago 106-95 Washington Miami 91-102 Utah Milwaukee 106-96 Memphis Denver 95-106 Detroit Phoenix 104-122 BrooklynJames Harden var með þrefalda tvennu gegn San Antonio Anthony Davis skoraði 21 stig í fyrri hálfleik gegn Clippers Flottustu tilþrif næturinnar NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þreföld tvenna James Harden dugði Houston Rockets ekki til sigurs í Texas-slagnum gegn San Antonio Spurs. Lokatölur 100-106, San Antonio í vil. Harden skoraði 25 stig, tók 11 fráköst og gaf 13 stoðsendingar hjá Houston og Eric Gordon kom með 27 stig af bekknum. Stigaskorið dreifðist betur hjá San Antonio sem hefur unnið alla fimm útileiki sína á tímabilinu. Kawhi Leonard var stigahæstur í liði San Antonio með 20 stig en LaMarcus Aldridge og Tony Parker skoruðu 16 stig hvor. Los Angeles Lakers bar sigurorð af New Orleans Pelicans, 99-126, á útivelli. Jordan Clarkson var stigahæstur í liði Lakers með 23 stig og D'Angelo Russell (22 stig) og Lou Williams (21 stig) skiluðu einnig flottu framlagi. Lakers hefur farið vel af stað á tímabilinu og unnið sex af fyrstu tíu leikjum sínum. Anthony Davis var sem fyrr atkvæðamestur hjá New Orleans, sem er eins og stendur lélegasta lið deildarinnar. Davis skoraði 34 stig og tók átta fráköst. Nágrannar Lakers, Los Angeles Clippers, halda áfram að gera góða hluti en í nótt vann liðið Minnesota Timberwolves á útivelli, 105-119. Clippers hefur unnið níu af fyrstu tíu leikjum sínum en þetta er besta byrjun í sögu félagsins. Allir byrjunarliðsmenn Clippers skoruðu 15 stig eða meira í leiknum. Blake Griffin var þeirra stigahæstur með 20 stig. Nýliði ársins í fyrra, Karl-Anthony Towns, var atkvæðamestur hjá Úlfunum með 24 stig og tíu fráköst.Úrslitin í nótt: Houston 100-106 San Antonio New Orleans 99-126 LA Lakers Minnesota 105-119 LA Clippers Indiana 99-105 Boston Toronto 118-107 NY Knicks Chicago 106-95 Washington Miami 91-102 Utah Milwaukee 106-96 Memphis Denver 95-106 Detroit Phoenix 104-122 BrooklynJames Harden var með þrefalda tvennu gegn San Antonio Anthony Davis skoraði 21 stig í fyrri hálfleik gegn Clippers Flottustu tilþrif næturinnar
NBA Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira