Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2016 07:37 Frá undirrituninni í nótt. Vísir/Jóhann Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands skrifuðu í nótt undir nýja kjarasamninga. Samningarnir eru til næstu tveggja ára. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Hluti skipaflotans mun því halda aftur til veiða á næstu dögum. Viðræðum verður haldið áfram í dag. „Þrátt fyrir að sjómenn hafi slitið formlegum samningaviðræðum á fimmtudag og verkfall skollið á hið sama kvöld, var ljóst að ekki bar mikið í milli aðila. Óformlegum viðræðum var því fram haldið til að reyna að þoka málum áfram og leysa þá hnúta sem urðu þess valdandi að til verkfalls kom. Sú vinna og góður vilji allra hlutaðeigandi hafa því skilað kjarasamningi sem bæði útgerð og sjómenn geta vel við unað,“ segir í tilkynningu frá SFS. Þá segir að aðilar hafi náð saman um fiskverðsmál sem deilt hafi verið um í mörg ár. „Sú meginregla hefur verið sett, að í viðskiptum á milli skyldra aðila, þ.e. útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila, skuli fiskverð að jafnaði taka mið af 80% af markaðsverði á fiskmarkaði. Að því er viðskipti með uppsjávarfisk varðar, hefur gagnsæi verið aukið, samskipti útgerða og áhafna vegna fiskverðssamninga verið styrkt og upplýsingagjöf til eftirlitsaðila verið formfest.“ Einnig var samið um hækkun kauptryggingar og í þriðja lagið var samið um aukinn orlofsrétt. Þá hafi þar að auki verið samið um 130 prósent aukningu á styrkjum til kaupa á hlífðarfötum og að fram skyldi fara óháð úttekt á öryggi og hvíldartíma sjómanna. Varðandi svokallað nýsmíðaákvæði, sem snýr að því að sjómenn taki þátt í kaupum nýrra skipa, verður það tímabundið frá 1. desember 2023. Sjómenn eiga þó eftir að samþykkja samninginn. Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna Starfsmenn ríkissáttasemjara eru byrjaðir að baka vöfflur og verið er að velja penna til að skrifa undir nýja kjarasamninga útgerðarinnar við sjómenn. 14. nóvember 2016 00:01 Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51 Guðmundur í Brim segir verkfall sjómanna arfavitlaust: „Hann skiptir engu máli“ „Þó einhver einn kall rífi kjaft sem vill fara sjó. Við látum það ekki á okkur fá, hann getur bara verið í landi eins og hinir.“ 12. nóvember 2016 20:21 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands skrifuðu í nótt undir nýja kjarasamninga. Samningarnir eru til næstu tveggja ára. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Hluti skipaflotans mun því halda aftur til veiða á næstu dögum. Viðræðum verður haldið áfram í dag. „Þrátt fyrir að sjómenn hafi slitið formlegum samningaviðræðum á fimmtudag og verkfall skollið á hið sama kvöld, var ljóst að ekki bar mikið í milli aðila. Óformlegum viðræðum var því fram haldið til að reyna að þoka málum áfram og leysa þá hnúta sem urðu þess valdandi að til verkfalls kom. Sú vinna og góður vilji allra hlutaðeigandi hafa því skilað kjarasamningi sem bæði útgerð og sjómenn geta vel við unað,“ segir í tilkynningu frá SFS. Þá segir að aðilar hafi náð saman um fiskverðsmál sem deilt hafi verið um í mörg ár. „Sú meginregla hefur verið sett, að í viðskiptum á milli skyldra aðila, þ.e. útgerðar og vinnslu í eigu sömu aðila, skuli fiskverð að jafnaði taka mið af 80% af markaðsverði á fiskmarkaði. Að því er viðskipti með uppsjávarfisk varðar, hefur gagnsæi verið aukið, samskipti útgerða og áhafna vegna fiskverðssamninga verið styrkt og upplýsingagjöf til eftirlitsaðila verið formfest.“ Einnig var samið um hækkun kauptryggingar og í þriðja lagið var samið um aukinn orlofsrétt. Þá hafi þar að auki verið samið um 130 prósent aukningu á styrkjum til kaupa á hlífðarfötum og að fram skyldi fara óháð úttekt á öryggi og hvíldartíma sjómanna. Varðandi svokallað nýsmíðaákvæði, sem snýr að því að sjómenn taki þátt í kaupum nýrra skipa, verður það tímabundið frá 1. desember 2023. Sjómenn eiga þó eftir að samþykkja samninginn.
Kjaramál Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Samkomulag í höfn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna Starfsmenn ríkissáttasemjara eru byrjaðir að baka vöfflur og verið er að velja penna til að skrifa undir nýja kjarasamninga útgerðarinnar við sjómenn. 14. nóvember 2016 00:01 Sjómenn leggja niður störf Sjómenn hafa slitið samningaviðræðum. 10. nóvember 2016 21:51 „Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52 Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48 Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51 Guðmundur í Brim segir verkfall sjómanna arfavitlaust: „Hann skiptir engu máli“ „Þó einhver einn kall rífi kjaft sem vill fara sjó. Við látum það ekki á okkur fá, hann getur bara verið í landi eins og hinir.“ 12. nóvember 2016 20:21 Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Samkomulag í höfn í kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna Starfsmenn ríkissáttasemjara eru byrjaðir að baka vöfflur og verið er að velja penna til að skrifa undir nýja kjarasamninga útgerðarinnar við sjómenn. 14. nóvember 2016 00:01
„Við reynum en það er ekkert víst að það takist“ Sjómenn leggja niður störf í kvöld ef samningar nást ekki. 10. nóvember 2016 10:52
Formaður SFS segir verkfall sjómanna „gríðarlega mikil vonbrigði“ Viðræður SFS við Sjómannasamband Íslands sigldu í strand á tíunda tímanum í kvöld en þær stranda á mönnunarmálum og þá sérstaklega á mönnunarmálum á uppsjávarskipum. 10. nóvember 2016 22:48
Gunnar Bragi: Hvergi verið rætt að setja lög á verkfall sjómanna Hann segir að verði það gert þurfi að ríkja algjör sátt um slíkar aðgerðir. 11. nóvember 2016 14:51
Guðmundur í Brim segir verkfall sjómanna arfavitlaust: „Hann skiptir engu máli“ „Þó einhver einn kall rífi kjaft sem vill fara sjó. Við látum það ekki á okkur fá, hann getur bara verið í landi eins og hinir.“ 12. nóvember 2016 20:21
Vélstjórar og málmtæknimenn undirrituðu samning við SFS Viðræður útgerða og sjómanna var hins vegar slitið. 11. nóvember 2016 10:30