Útgangan gæti stöðvað hluta flotans Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2016 12:06 SFS-liðarnir Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Jens Garðar Helgason. Vísir Eins og fram hefur komið skrifuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands í nótt undir nýja kjarasamninga. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, útilokar ekki að þau kunni að verða til þess að einhver skip þurfi að liggja áfram við landfestar. „Þetta mun örugglega stoppa hluta flotans. Við þurfum að skoða það nánar með aðildarfélögum SFS,“ sagði Heiðrún Lind í samtali við fréttastofu í nótt.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti unað Hún útskýrir að í flestum tilvikum ættu skip að geta haldið til veiða þó einn skipverji sé meðlimur í þeim félögum sem enn eru í verkfalli. Skipin myndu þá halda til veiða með færri í áhöfn. „En í öðrum tilvikum gætu verið fleiri í áhöfninni sem eru enn í verkfalli og þá, eðli málsins samkvæmt, er ólíklegt að þau skip haldi til veiða,“ sagði Heiðrún Lind.Ánægjulegt að loka málinu Jens Garðar Helgason formaður SFS segist mjög ánægður með samninginn í nótt. „Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hér hjá embættinu þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens. „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðaákvæði, umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. þannig að ég held að þetta sé bara mjög góður samningur.“ Aðspurður segir hann að skipin sem hafa staðið við bryggju síðustu daga verði send út á allra næstu dögum. „Nú fer ákveðið kynningarferli í gang hjá Sjómannasambandinu og það verður bara á allra næstu dögum.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Eins og fram hefur komið skrifuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands í nótt undir nýja kjarasamninga. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, útilokar ekki að þau kunni að verða til þess að einhver skip þurfi að liggja áfram við landfestar. „Þetta mun örugglega stoppa hluta flotans. Við þurfum að skoða það nánar með aðildarfélögum SFS,“ sagði Heiðrún Lind í samtali við fréttastofu í nótt.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti unað Hún útskýrir að í flestum tilvikum ættu skip að geta haldið til veiða þó einn skipverji sé meðlimur í þeim félögum sem enn eru í verkfalli. Skipin myndu þá halda til veiða með færri í áhöfn. „En í öðrum tilvikum gætu verið fleiri í áhöfninni sem eru enn í verkfalli og þá, eðli málsins samkvæmt, er ólíklegt að þau skip haldi til veiða,“ sagði Heiðrún Lind.Ánægjulegt að loka málinu Jens Garðar Helgason formaður SFS segist mjög ánægður með samninginn í nótt. „Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hér hjá embættinu þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens. „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðaákvæði, umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. þannig að ég held að þetta sé bara mjög góður samningur.“ Aðspurður segir hann að skipin sem hafa staðið við bryggju síðustu daga verði send út á allra næstu dögum. „Nú fer ákveðið kynningarferli í gang hjá Sjómannasambandinu og það verður bara á allra næstu dögum.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37
„Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39