Útgangan gæti stöðvað hluta flotans Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. nóvember 2016 12:06 SFS-liðarnir Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Jens Garðar Helgason. Vísir Eins og fram hefur komið skrifuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands í nótt undir nýja kjarasamninga. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, útilokar ekki að þau kunni að verða til þess að einhver skip þurfi að liggja áfram við landfestar. „Þetta mun örugglega stoppa hluta flotans. Við þurfum að skoða það nánar með aðildarfélögum SFS,“ sagði Heiðrún Lind í samtali við fréttastofu í nótt.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti unað Hún útskýrir að í flestum tilvikum ættu skip að geta haldið til veiða þó einn skipverji sé meðlimur í þeim félögum sem enn eru í verkfalli. Skipin myndu þá halda til veiða með færri í áhöfn. „En í öðrum tilvikum gætu verið fleiri í áhöfninni sem eru enn í verkfalli og þá, eðli málsins samkvæmt, er ólíklegt að þau skip haldi til veiða,“ sagði Heiðrún Lind.Ánægjulegt að loka málinu Jens Garðar Helgason formaður SFS segist mjög ánægður með samninginn í nótt. „Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hér hjá embættinu þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens. „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðaákvæði, umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. þannig að ég held að þetta sé bara mjög góður samningur.“ Aðspurður segir hann að skipin sem hafa staðið við bryggju síðustu daga verði send út á allra næstu dögum. „Nú fer ákveðið kynningarferli í gang hjá Sjómannasambandinu og það verður bara á allra næstu dögum.“ Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Eins og fram hefur komið skrifuðu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjómannasamband Íslands í nótt undir nýja kjarasamninga. Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur, aðildarfélag SÍ, tók samningsumboð sambandsins til baka í gærkvöldi og stendur því utan samninga. Einnig hefur ekki náðst samningur við Sjómannafélag Íslands. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, útilokar ekki að þau kunni að verða til þess að einhver skip þurfi að liggja áfram við landfestar. „Þetta mun örugglega stoppa hluta flotans. Við þurfum að skoða það nánar með aðildarfélögum SFS,“ sagði Heiðrún Lind í samtali við fréttastofu í nótt.Sjá einnig: Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti unað Hún útskýrir að í flestum tilvikum ættu skip að geta haldið til veiða þó einn skipverji sé meðlimur í þeim félögum sem enn eru í verkfalli. Skipin myndu þá halda til veiða með færri í áhöfn. „En í öðrum tilvikum gætu verið fleiri í áhöfninni sem eru enn í verkfalli og þá, eðli málsins samkvæmt, er ólíklegt að þau skip haldi til veiða,“ sagði Heiðrún Lind.Ánægjulegt að loka málinu Jens Garðar Helgason formaður SFS segist mjög ánægður með samninginn í nótt. „Það er alltaf gott að loka samningum. Þetta er elsta útistandandi mál hér hjá embættinu þannig að það er mjög ánægjulegt fyrir mig og okkur hér í SFS að hafa náð að loka þessu máli,“ sagði Jens. „Við erum búnir að ná mjög góðum áföngum og stórum áföngum varðandi samning um fiskverð, nýsmíðaákvæði, umtalsverða hækkun á hlífðarfatapeningum og fleira. þannig að ég held að þetta sé bara mjög góður samningur.“ Aðspurður segir hann að skipin sem hafa staðið við bryggju síðustu daga verði send út á allra næstu dögum. „Nú fer ákveðið kynningarferli í gang hjá Sjómannasambandinu og það verður bara á allra næstu dögum.“
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37 „Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Segja góðan vilja skila samningi sem allir geti vel unað SFS og Sjómannasamband Íslands skrifuðu undir kjarasamninga til næstu tveggja ára. 14. nóvember 2016 07:37
„Því miður fóru þeir frá okkur, það er ekki gott“ Formaður Sjómannasambands Íslands, segir að það hafi verið erfitt að berja saman samkomulag á lokametrunum. 14. nóvember 2016 11:39