Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 37-29 | Theodór með stórleik í langþráðum sigri ÍBV Gabríel Sighvatsson skrifar 14. nóvember 2016 21:00 Theodór skoraði 14 mörk. vísir/ernir Eftir fjögur töp í röð vann ÍBV loks leik í Olís-deild karla þegar liðið fékk Fram í heimsókn í kvöld. Lokatölur 37-29, Eyjamönnum í vil. Fyrirfram hefðu flestir líklega spáð ÍBV sigri enda nokkur gæðamunur á liðunum. Engu að síður voru þau með jafnmörg stig fyrir þennan leik, bæði með 9 stig í 7.-8. sæti. Síðasti leikur þessara liða endaði með jafntefli þar sem Eyjamenn misstu unninn leik niður á lokasekúndunum. Þeir ætluðu ekki að láta það endurtaka sig í dag. Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram á sínum tíma en hann var ekki með gegn sínum fyrrverandi félögum vegna meiðsla. ÍBV var mun betri aðilinn og voru yfir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir stigu aldrei af bensíngjöfinni og bættu bara í á lokametrunum ef eitthvað var. Theodór Sigurbjörnsson opnaði markarveisluna en hann átti eftir að skora heil 14 mörk áður en yfir lauk og var markahæstur í leiknum. Markvörður Fram, Viktor Gísli Hallgrímsson, var í miklu basli í leiknum og varði einungis eitt af 25 skotum og var það frá miðju. Honum var fljótlega skipt af velli í fyrri hálfleik, en honum til varnar þá var vörn gestanna alls ekki til fyrirmyndar. Kolbeinn Arnarsson var á hinn bóginn í stuði í marki heimamanna og var samtals með 15 varin skot á um 50 mínútum. Staðan í hálfleik var 17-13 og voru áfram með yfirhöndina í seinni hálfleik. Mest komust þeir í 10 marka forystu og var það í raun aldrei spurning hvert stigin myndu fara. Mikilvæg stig fyrir ÍBV sem vann sinn fyrsta leik í langan tíma. Þeir fara upp í 11 stig með sigrinum og upp í 5. sæti deildarinnar. Fram er áfram í neðri hlutanum að berjast fyrir sæti sínu í deildinni.Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 14/2, Sigurbergur Sveinsson 9, Kári Kristjánsson 4, Grétar Þór Eyþórsson 3, Dagur Arnarsson 3, Magnús Stefánsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 1, Agnar Smári Jónsson 1.Mörk Fram:Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 7, Arnar Birkir Hálfdánsson 7, Andri Þór Helgason 6/2, Elías Bóasson 3, Sigurður Örn Þorsteinsson 3, Valdimar Sigurðsson 2, Bjartur Guðmundsson 1.Arnar: Fimm strákar úr 3. flokki fengu tækifæri „Það er skemmtilegra að sigra en tapa, ég er gríðarlega ánægðu með sigurinn og ég er ánæðgur með hvernig strákarnir spiluðu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV eftir sigur á Fram í dag. „Það hefur vantað aðeins upp á neistann og lífið í þessu og þeir svöruðu svolítið fyrir það í dag. Þeir komu tilbúnir og klárir í verkefnið.“ Ólíkt síðasta leik þeirra gegn Fram, sem þeir misstu niður í jafntefli, mættu Eyjamenn af krafti í þennan leik og slökuðu aldrei á. „Það er kannski hugarfarið, við vorum full værukærir í þeim leik og brenndum okkur illa þar, við höfum verið í vandræðum með varnarleikinn undanfarið og stigum vel upp þar. Það var gott að sjá menn spila góða vörn í dag og markvörsluna í næstum 20 skotum,“ sagði Arnar. Sigurbergur [Sveinsson] og Theodór [Sigurbjörnsson] áttu stórleik í dag eins og áður kom fram. „Menn eru að spila vel í kringum þá líka, þess vegna eru þeir að fá þessi færi sem þeir fá þannig að þetta var liðssigur í dag,“ sagði Arnar. Hins vegar eru Eyjamenn ekki með sinn sterkasta hóp þar sem lykilmenn eru annað hvort meiddir eða tæpir. „Við erum búnir að vera svolítið óheppnir, Aggi [Agnar Smári Jónsson] er svolítið laskaður og Robbi [Róbert Aron Hostert] kemur ekki fyrr en eftir áramót og sama um Sindra [Haraldsson], þannig að við erum laskaðir en við spiluðum vel í dag og það er það sem skiptir máli,“ sagði Arnar. „Við erum með fimm stráka úr 3. flokki í hóp sem koma allir við sögu í dag, þeir eru að fá stærra hlutverk en við ætluðum þeim og vonandi fáum við það til baka eftir áramót að þá verði þeir komnir með reynslu og geta komið okkur vel þegar þarf á þeim að halda.“ Elliði Snær Viðarsson fékk sína þriðju brottvísun undir lok leiksins en hann hefur mikið spilað í fjarveru Sindra en þeir eru báðir duglegir að næla sér í svoleiðis. Aðspuður hvort hann væri að taka við af Sindra í rauðu spjöldunum gat Arnar ekki annað en hlegið. „Elliði er verðugur arftaki Sindra, hann er klárlega framtíðarmaður í okkar varnarleik og er heldur betur að stimpla sig inn. Hann er full ákafur sem er eðlilegt hjá ungum strák en verðugur arftaki, engin spurning,“ sagði Arnar.Guðmundur Helgi: Hef aldrei séð þá spila svona illa Eftir 8 marka tap var Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, ekki alls kostar sáttur að leikslokum. Hann var ekki í vafa hvers vegna tap varð niðurstaðan í dag. „Ég er bara drullusvekktur og ógeðslega fúll út í mína menn. Varnarleikurinn var ekki til staðar, við fáum á okkur 37 mörk í dag og þú getur ekki unnið leik þannig,“ sagði Guðmundur. Viktor Gísli [Hallgrímsson] átti dapran leik í dag, varði aðeins eitt skot í öllum leiknum, þrátt fyrir nokkuð mikinn spiltíma en Guðmundur kom honum þó til varnar. „Með þessa vörn fyrir framan sig vorkenni ég honum, þetta var gatasigti og ÍBV skoraði þegar þeir vildu, þegar hann fær enga hjálp er erfitt að vera fyrir aftan.“ Skytturnar hjá ÍBV í dag, Sigurbergur og Theodór voru í miklum ham og skoruðu samtals 23 af mörkum Eyjaliðsins. „Þeir voru varla snertir, það var ekkert verið að trufla þá og þegar svona stórskyttur fá flugbraut og tíma, þá skora þeir,“ sagði Guðmundur sem er hvergi banginn þrátt fyrir tvö töp í röð. „Síðustu tveir leikir voru tap en naumt á móti Gróttu, við erum kokhraustir, ég hef aldrei séð þá spila svona illa þannig að ég held að botninum sé náð,“ sagði Guðmundur. En hvert er markmiðið fyrir komandi leiki hjá liðinu? „Ósköp einfalt, við ætlum okkur sigur, við þurfum að ná í stig,“ sagði Guðmundur. „Þetta er í raun fyrsti leikurinn sem við erum lélegir, við höldum ótrauðir áfram, það er nóg eftir af mótinu,“ sagði Guðmundur Helgi að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Eftir fjögur töp í röð vann ÍBV loks leik í Olís-deild karla þegar liðið fékk Fram í heimsókn í kvöld. Lokatölur 37-29, Eyjamönnum í vil. Fyrirfram hefðu flestir líklega spáð ÍBV sigri enda nokkur gæðamunur á liðunum. Engu að síður voru þau með jafnmörg stig fyrir þennan leik, bæði með 9 stig í 7.-8. sæti. Síðasti leikur þessara liða endaði með jafntefli þar sem Eyjamenn misstu unninn leik niður á lokasekúndunum. Þeir ætluðu ekki að láta það endurtaka sig í dag. Róbert Aron Hostert varð Íslandsmeistari með Fram á sínum tíma en hann var ekki með gegn sínum fyrrverandi félögum vegna meiðsla. ÍBV var mun betri aðilinn og voru yfir frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þeir stigu aldrei af bensíngjöfinni og bættu bara í á lokametrunum ef eitthvað var. Theodór Sigurbjörnsson opnaði markarveisluna en hann átti eftir að skora heil 14 mörk áður en yfir lauk og var markahæstur í leiknum. Markvörður Fram, Viktor Gísli Hallgrímsson, var í miklu basli í leiknum og varði einungis eitt af 25 skotum og var það frá miðju. Honum var fljótlega skipt af velli í fyrri hálfleik, en honum til varnar þá var vörn gestanna alls ekki til fyrirmyndar. Kolbeinn Arnarsson var á hinn bóginn í stuði í marki heimamanna og var samtals með 15 varin skot á um 50 mínútum. Staðan í hálfleik var 17-13 og voru áfram með yfirhöndina í seinni hálfleik. Mest komust þeir í 10 marka forystu og var það í raun aldrei spurning hvert stigin myndu fara. Mikilvæg stig fyrir ÍBV sem vann sinn fyrsta leik í langan tíma. Þeir fara upp í 11 stig með sigrinum og upp í 5. sæti deildarinnar. Fram er áfram í neðri hlutanum að berjast fyrir sæti sínu í deildinni.Mörk ÍBV: Theodór Sigurbjörnsson 14/2, Sigurbergur Sveinsson 9, Kári Kristjánsson 4, Grétar Þór Eyþórsson 3, Dagur Arnarsson 3, Magnús Stefánsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 1, Agnar Smári Jónsson 1.Mörk Fram:Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 7, Arnar Birkir Hálfdánsson 7, Andri Þór Helgason 6/2, Elías Bóasson 3, Sigurður Örn Þorsteinsson 3, Valdimar Sigurðsson 2, Bjartur Guðmundsson 1.Arnar: Fimm strákar úr 3. flokki fengu tækifæri „Það er skemmtilegra að sigra en tapa, ég er gríðarlega ánægðu með sigurinn og ég er ánæðgur með hvernig strákarnir spiluðu,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari ÍBV eftir sigur á Fram í dag. „Það hefur vantað aðeins upp á neistann og lífið í þessu og þeir svöruðu svolítið fyrir það í dag. Þeir komu tilbúnir og klárir í verkefnið.“ Ólíkt síðasta leik þeirra gegn Fram, sem þeir misstu niður í jafntefli, mættu Eyjamenn af krafti í þennan leik og slökuðu aldrei á. „Það er kannski hugarfarið, við vorum full værukærir í þeim leik og brenndum okkur illa þar, við höfum verið í vandræðum með varnarleikinn undanfarið og stigum vel upp þar. Það var gott að sjá menn spila góða vörn í dag og markvörsluna í næstum 20 skotum,“ sagði Arnar. Sigurbergur [Sveinsson] og Theodór [Sigurbjörnsson] áttu stórleik í dag eins og áður kom fram. „Menn eru að spila vel í kringum þá líka, þess vegna eru þeir að fá þessi færi sem þeir fá þannig að þetta var liðssigur í dag,“ sagði Arnar. Hins vegar eru Eyjamenn ekki með sinn sterkasta hóp þar sem lykilmenn eru annað hvort meiddir eða tæpir. „Við erum búnir að vera svolítið óheppnir, Aggi [Agnar Smári Jónsson] er svolítið laskaður og Robbi [Róbert Aron Hostert] kemur ekki fyrr en eftir áramót og sama um Sindra [Haraldsson], þannig að við erum laskaðir en við spiluðum vel í dag og það er það sem skiptir máli,“ sagði Arnar. „Við erum með fimm stráka úr 3. flokki í hóp sem koma allir við sögu í dag, þeir eru að fá stærra hlutverk en við ætluðum þeim og vonandi fáum við það til baka eftir áramót að þá verði þeir komnir með reynslu og geta komið okkur vel þegar þarf á þeim að halda.“ Elliði Snær Viðarsson fékk sína þriðju brottvísun undir lok leiksins en hann hefur mikið spilað í fjarveru Sindra en þeir eru báðir duglegir að næla sér í svoleiðis. Aðspuður hvort hann væri að taka við af Sindra í rauðu spjöldunum gat Arnar ekki annað en hlegið. „Elliði er verðugur arftaki Sindra, hann er klárlega framtíðarmaður í okkar varnarleik og er heldur betur að stimpla sig inn. Hann er full ákafur sem er eðlilegt hjá ungum strák en verðugur arftaki, engin spurning,“ sagði Arnar.Guðmundur Helgi: Hef aldrei séð þá spila svona illa Eftir 8 marka tap var Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, ekki alls kostar sáttur að leikslokum. Hann var ekki í vafa hvers vegna tap varð niðurstaðan í dag. „Ég er bara drullusvekktur og ógeðslega fúll út í mína menn. Varnarleikurinn var ekki til staðar, við fáum á okkur 37 mörk í dag og þú getur ekki unnið leik þannig,“ sagði Guðmundur. Viktor Gísli [Hallgrímsson] átti dapran leik í dag, varði aðeins eitt skot í öllum leiknum, þrátt fyrir nokkuð mikinn spiltíma en Guðmundur kom honum þó til varnar. „Með þessa vörn fyrir framan sig vorkenni ég honum, þetta var gatasigti og ÍBV skoraði þegar þeir vildu, þegar hann fær enga hjálp er erfitt að vera fyrir aftan.“ Skytturnar hjá ÍBV í dag, Sigurbergur og Theodór voru í miklum ham og skoruðu samtals 23 af mörkum Eyjaliðsins. „Þeir voru varla snertir, það var ekkert verið að trufla þá og þegar svona stórskyttur fá flugbraut og tíma, þá skora þeir,“ sagði Guðmundur sem er hvergi banginn þrátt fyrir tvö töp í röð. „Síðustu tveir leikir voru tap en naumt á móti Gróttu, við erum kokhraustir, ég hef aldrei séð þá spila svona illa þannig að ég held að botninum sé náð,“ sagði Guðmundur. En hvert er markmiðið fyrir komandi leiki hjá liðinu? „Ósköp einfalt, við ætlum okkur sigur, við þurfum að ná í stig,“ sagði Guðmundur. „Þetta er í raun fyrsti leikurinn sem við erum lélegir, við höldum ótrauðir áfram, það er nóg eftir af mótinu,“ sagði Guðmundur Helgi að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira