Viðskipti erlent

Tinder liggur niðri

Atli Ísleifsson skrifar
Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012.
Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012. Vísir/Getty
Stefnumótaforritið Tinder liggur niðri hjá mörgum en samkvæmt síðunni Down Detector hafa á þriðja þúsund tilkynninga borist.

Netnotendur hafa margir farið á Twitter til að greina frá vandræðum sínum með forritið og spyrja spurninga hvort ekki sé örugglega verið að kippa hlutum í liðinn.

Snjallsímaforritið Tinder kom á markað haustið 2012 en forritið gerir fólki kleift að kynnast á örskotsstundu í gegnum snjallsímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×