Meintir hrappar sitja um sóknargjöld zúista Snærós Sindradóttir skrifar 15. nóvember 2016 06:30 Zúismi er alvöru trúarbrögð úti í hinum stóra heimi. Hér á landi starfar félagið í pólitískum tilgangi. Yfirlýst markmið sitjandi stjórnar er að endurgreiða sóknargjöld til meðlima. Félagið er eitt stærsta trúfélag landsins. vísir/afp Sigurður Orri Kristjánsson Fréttablaðið/Valli Fari svo að innanríkisráðuneytið úrskurði fyrrum forsvarsmönnum trúfélags zúista á Íslandi í hag varðandi stjórnarskipti í félaginu eiga þeir von á að hagnast um ríflega 33 milljónir króna. Félag zúista starfar nú með það að markmiði að endurgreiða sóknargjöld til skráðra meðlima félagsins en þær áætlanir eru nú í uppnámi. Samkvæmt vef Hagstofunnar eru skráðir félagar 3.087 talsins. Hvert sóknarbarn greiðir 898 krónur á mánuði til þess trúfélags sem það er skráð í eða 10.776 krónur á ári. Fyrrum forsvarsmenn og stofnendur félagsins eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem eru grunaðir um fjármunabrot meðal annars með því að hafa aflað talsverðra fjárhæða í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter. Bræðurnir hafa verið til rannsóknar héraðssaksóknara, áður sérstaks saksóknara, en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segist í samtali við Fréttablaðið búast við því að aðalmeðferð fari fram í máli bræðranna í byrjun næsta árs. Mál bræðranna hafa vakið mikla athygli og var meðal annars fjallað um þá í Kastljósi á síðasta ári þar sem fram kom að þeir hefðu safnað tæplega 200 þúsund dollurum, ríflega 22 milljónum króna, í nýsköpunarverkefni sem aldrei varð af. Vefsíðan lokaði á fjórðu söfnun bræðranna en töluvert tilefni þarf til að söfnun sé lokað. Í millitíðinni auglýsti sýslumaður eftir forsvarsmönnum fyrir trúfélag bræðranna, ellegar yrði félagið lagt niður sökum fámennis. Samkvæmt lögum þurfa 25 manns að vera skráðir í trúfélag svo það teljist virkt. Ný stjórn, án nokkurra tengsla við bræðurna, tók við keflinu og hét því að endurgreiða sóknargjöld til meðlima. Á skömmum tíma varð félagið eitt stærsta trúfélag landsins. Bræðurnir Ágúst og Einar höfðuðu þá mál á hendur Ríkissjóði Íslands til að fá greidd sóknargjöld til félagsins. Kurr er á meðal stjórnarmanna í zúistum vegna málsins enda var markmiðið með að halda félaginu gangandi ekki að einhver myndi hagnast á gjörningnum heldur að endurgreiða sóknargjöld til sóknarbarna. „Málið er bara í biðstöðu. Það er það eina sem hægt er að segja um málið núna,“ segir Snæbjörn Guðmundsson stjórnarmaður. Stjórnin hafi reynt að stofna rekstrarreikning fyrir félagið en málið hafi reynst flóknara en gert hafi verið ráð fyrir. „Það eru ekki allir alveg á sama máli innan stjórnsýslunnar um hvernig á að höndla þetta. Þeir leggja fram kæru til ráðuneytis og ráðuneytið hefur tekið sér tíma til að fjalla um það og greiða úr flækju sem er komin upp.“ Sigurður Orri Kristjánsson skráði sig í zúista um það leyti sem ný stjórn tók félagið yfir. „Það væri frekar fúlt ef þeir [bræðurnir] fá fjármunina frá íslenskum skattborgurum. Að svona kúl pólitískur gjörningur verði að einhverjum leikfjármunum fyrir þessa labbakúta er frekar frústrerandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dráttur á endurgreiðslum Zúista vegna kærumáls "Verið er að vinna í málinu og við munum greina frá því hér þegar niðurstaða hefur fengist.“ 13. nóvember 2016 20:55 Pírati leggur til að Litla-Hraun verði skráð sem nýtt trúfélag "Ég var skráð utan trúfélags, en er nú orðin zúisti. Þetta er bara svo frábært hakk á kerfinu." 7. desember 2015 12:41 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Sigurður Orri Kristjánsson Fréttablaðið/Valli Fari svo að innanríkisráðuneytið úrskurði fyrrum forsvarsmönnum trúfélags zúista á Íslandi í hag varðandi stjórnarskipti í félaginu eiga þeir von á að hagnast um ríflega 33 milljónir króna. Félag zúista starfar nú með það að markmiði að endurgreiða sóknargjöld til skráðra meðlima félagsins en þær áætlanir eru nú í uppnámi. Samkvæmt vef Hagstofunnar eru skráðir félagar 3.087 talsins. Hvert sóknarbarn greiðir 898 krónur á mánuði til þess trúfélags sem það er skráð í eða 10.776 krónur á ári. Fyrrum forsvarsmenn og stofnendur félagsins eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sem eru grunaðir um fjármunabrot meðal annars með því að hafa aflað talsverðra fjárhæða í gegnum hópfjármögnunarsíðuna Kickstarter. Bræðurnir hafa verið til rannsóknar héraðssaksóknara, áður sérstaks saksóknara, en Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segist í samtali við Fréttablaðið búast við því að aðalmeðferð fari fram í máli bræðranna í byrjun næsta árs. Mál bræðranna hafa vakið mikla athygli og var meðal annars fjallað um þá í Kastljósi á síðasta ári þar sem fram kom að þeir hefðu safnað tæplega 200 þúsund dollurum, ríflega 22 milljónum króna, í nýsköpunarverkefni sem aldrei varð af. Vefsíðan lokaði á fjórðu söfnun bræðranna en töluvert tilefni þarf til að söfnun sé lokað. Í millitíðinni auglýsti sýslumaður eftir forsvarsmönnum fyrir trúfélag bræðranna, ellegar yrði félagið lagt niður sökum fámennis. Samkvæmt lögum þurfa 25 manns að vera skráðir í trúfélag svo það teljist virkt. Ný stjórn, án nokkurra tengsla við bræðurna, tók við keflinu og hét því að endurgreiða sóknargjöld til meðlima. Á skömmum tíma varð félagið eitt stærsta trúfélag landsins. Bræðurnir Ágúst og Einar höfðuðu þá mál á hendur Ríkissjóði Íslands til að fá greidd sóknargjöld til félagsins. Kurr er á meðal stjórnarmanna í zúistum vegna málsins enda var markmiðið með að halda félaginu gangandi ekki að einhver myndi hagnast á gjörningnum heldur að endurgreiða sóknargjöld til sóknarbarna. „Málið er bara í biðstöðu. Það er það eina sem hægt er að segja um málið núna,“ segir Snæbjörn Guðmundsson stjórnarmaður. Stjórnin hafi reynt að stofna rekstrarreikning fyrir félagið en málið hafi reynst flóknara en gert hafi verið ráð fyrir. „Það eru ekki allir alveg á sama máli innan stjórnsýslunnar um hvernig á að höndla þetta. Þeir leggja fram kæru til ráðuneytis og ráðuneytið hefur tekið sér tíma til að fjalla um það og greiða úr flækju sem er komin upp.“ Sigurður Orri Kristjánsson skráði sig í zúista um það leyti sem ný stjórn tók félagið yfir. „Það væri frekar fúlt ef þeir [bræðurnir] fá fjármunina frá íslenskum skattborgurum. Að svona kúl pólitískur gjörningur verði að einhverjum leikfjármunum fyrir þessa labbakúta er frekar frústrerandi.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Dráttur á endurgreiðslum Zúista vegna kærumáls "Verið er að vinna í málinu og við munum greina frá því hér þegar niðurstaða hefur fengist.“ 13. nóvember 2016 20:55 Pírati leggur til að Litla-Hraun verði skráð sem nýtt trúfélag "Ég var skráð utan trúfélags, en er nú orðin zúisti. Þetta er bara svo frábært hakk á kerfinu." 7. desember 2015 12:41 Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Dráttur á endurgreiðslum Zúista vegna kærumáls "Verið er að vinna í málinu og við munum greina frá því hér þegar niðurstaða hefur fengist.“ 13. nóvember 2016 20:55
Pírati leggur til að Litla-Hraun verði skráð sem nýtt trúfélag "Ég var skráð utan trúfélags, en er nú orðin zúisti. Þetta er bara svo frábært hakk á kerfinu." 7. desember 2015 12:41
Þjóðkirkjan verður af ellefu milljónum vegna zúista Breyting á trúfélagaskráningu er töluverð frá október til nóvember. Mest fjölgar hjá zúistum og fækkunin er mest hjá þjóðkirkjunni. 3. desember 2015 07:00
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30