Sigmundur Davíð: Stjórnmálaflokkar þurfa að þora að ræða viðkvæm en stór mál eins og innflytjendamál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 11:07 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni „Hvert stefna stjórnmálin?“ Í greininni fjallar meðal annars um sigur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrir viku síðan og setur fram sínar útskýringar á því hvers vegna milljarðamæringurinn sigraði þaulreyndan stjórnmálamann. Að mati Sigmundar Davíðs sigraði Trump vegna þess að stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafa með tímanum orðið „of líkir innbyrðis og of einsleitir í nálgun sinni.“ Stjórnmálaflokkarnir hafi orðið hræddir við að vera umdeildir, og þar með tala um umdeild mál, en Sigmundur Davíð segir að flokkarnir þurfi að endurheimta kjark og „þora að ræða viðkvæm en stór mál eins og innflytjendamál.“ Um sigur Trump segir Sigmundur meðal annars: „Augljóslega er ég ekki einn um að hafa efasemdir um framgöngu Donalds Trumps en mikilvægt er að átta sig á því að það er gagnslaust að ætla að skýra niðurstöðu forsetakosninganna með því að Bandaríkin séu full af heimsku fólki, byssuóðum rasistum og einangrunarsinnum. Það eru Bandaríkjamenn almennt ekki, hvorki kjósendur Demókrata né Repúblikana. Langflestir þeirra sem kusu Trump gerðu það ekki vegna, heldur þrátt fyrir, framgöngu hans og talsmáta. Kjósendur Trumps töldu hann einu vonina um að hrist yrði upp í kerfi sem er hætt að virka sem skyldi fyrir almenning.“ Sigmundur Davíð segir að ótti stjórnmálaflokka-og manna við það að vera umdeildir hafi orðið til þess að „kerfinu“ hafi verið í auknum mæli verið látið stjórna. Þannig verði til „kerfisræði“ í staðinn fyrir lýðræði og er almenningur smám saman að átta sig á þessu að sögn Sigmundar. Á sama tíma áttar fólk sig á því að kerfið er ekki í tengslum við almenning enda telji kerfið „það fremur vera hlutverk sitt að segja fólki hvernig hlutirnir þurfi og eigi að vera en að hlusta á og lúta vilja almennings. Fyrir vikið er þeim stjórnmálamönnum og flokkum sem láta þetta viðgangast refsað, eins og eðlilegt er. Hættan er þó sú að ef hefðbundnir stjórnmálamenn og flokkar bregðast ekki við muni aðeins öfgamenn gera það.“ Sigmundur segir að hefðbundnir stjórnmálaflokkar þurfi að rifja upp hlutverk sitt. Þannig þurfi þeir að geta rætt mál sem almenningur lætur sig varða. „Flokkarnir þurfa að bjóða upp á lausnir á því hvernig hægt sé að laga gallað fjármálakerfi, þeir þurfa að þora að ræða viðkvæm en stór mál eins og innflytjendamál. Flokkar þurfa að geta rætt umdeild mál og vera reiðubúnir að verja hagsmuni ólíkra hópa samfélagsins. Þora að ræða bæði kosti og galla stórra breytinga á borð við alþjóðavæðingu, benda á að henni fylgi miklir kostir en líka gallar,“ skrifar Sigmundur meðal annars.Grein hans má lesa í heild sinni hér en í lok hennar boðar Sigmundur aðra grein þar sem hann ætlar að „fjalla um þær miklu hindranir sem stjórnmálamenn og flokkar mæta við það að takast á við kerfið og hvernig bregðast megi við þeim. Auk þess mun ég svo fjalla um þau stóru álitaefni sem bíða okkar Íslendinga og leggja til lausnir.“ Donald Trump Kosningar 2016 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifar grein í Morgunblaðið í dag undir yfirskriftinni „Hvert stefna stjórnmálin?“ Í greininni fjallar meðal annars um sigur Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum fyrir viku síðan og setur fram sínar útskýringar á því hvers vegna milljarðamæringurinn sigraði þaulreyndan stjórnmálamann. Að mati Sigmundar Davíðs sigraði Trump vegna þess að stjórnmálamenn á Vesturlöndum hafa með tímanum orðið „of líkir innbyrðis og of einsleitir í nálgun sinni.“ Stjórnmálaflokkarnir hafi orðið hræddir við að vera umdeildir, og þar með tala um umdeild mál, en Sigmundur Davíð segir að flokkarnir þurfi að endurheimta kjark og „þora að ræða viðkvæm en stór mál eins og innflytjendamál.“ Um sigur Trump segir Sigmundur meðal annars: „Augljóslega er ég ekki einn um að hafa efasemdir um framgöngu Donalds Trumps en mikilvægt er að átta sig á því að það er gagnslaust að ætla að skýra niðurstöðu forsetakosninganna með því að Bandaríkin séu full af heimsku fólki, byssuóðum rasistum og einangrunarsinnum. Það eru Bandaríkjamenn almennt ekki, hvorki kjósendur Demókrata né Repúblikana. Langflestir þeirra sem kusu Trump gerðu það ekki vegna, heldur þrátt fyrir, framgöngu hans og talsmáta. Kjósendur Trumps töldu hann einu vonina um að hrist yrði upp í kerfi sem er hætt að virka sem skyldi fyrir almenning.“ Sigmundur Davíð segir að ótti stjórnmálaflokka-og manna við það að vera umdeildir hafi orðið til þess að „kerfinu“ hafi verið í auknum mæli verið látið stjórna. Þannig verði til „kerfisræði“ í staðinn fyrir lýðræði og er almenningur smám saman að átta sig á þessu að sögn Sigmundar. Á sama tíma áttar fólk sig á því að kerfið er ekki í tengslum við almenning enda telji kerfið „það fremur vera hlutverk sitt að segja fólki hvernig hlutirnir þurfi og eigi að vera en að hlusta á og lúta vilja almennings. Fyrir vikið er þeim stjórnmálamönnum og flokkum sem láta þetta viðgangast refsað, eins og eðlilegt er. Hættan er þó sú að ef hefðbundnir stjórnmálamenn og flokkar bregðast ekki við muni aðeins öfgamenn gera það.“ Sigmundur segir að hefðbundnir stjórnmálaflokkar þurfi að rifja upp hlutverk sitt. Þannig þurfi þeir að geta rætt mál sem almenningur lætur sig varða. „Flokkarnir þurfa að bjóða upp á lausnir á því hvernig hægt sé að laga gallað fjármálakerfi, þeir þurfa að þora að ræða viðkvæm en stór mál eins og innflytjendamál. Flokkar þurfa að geta rætt umdeild mál og vera reiðubúnir að verja hagsmuni ólíkra hópa samfélagsins. Þora að ræða bæði kosti og galla stórra breytinga á borð við alþjóðavæðingu, benda á að henni fylgi miklir kostir en líka gallar,“ skrifar Sigmundur meðal annars.Grein hans má lesa í heild sinni hér en í lok hennar boðar Sigmundur aðra grein þar sem hann ætlar að „fjalla um þær miklu hindranir sem stjórnmálamenn og flokkar mæta við það að takast á við kerfið og hvernig bregðast megi við þeim. Auk þess mun ég svo fjalla um þau stóru álitaefni sem bíða okkar Íslendinga og leggja til lausnir.“
Donald Trump Kosningar 2016 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira