Benedikt Jóhannesson: „Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. nóvember 2016 15:13 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er vonsvikinn með niðurstöðu mála. Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að stjórnarmyndunarviðræður flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð séu úr sögunni. Formenn flokkanna funduðu í um hálftíma í hádeginu í dag þar sem ljóst var, að sögn Benedikts, að Bjarni var búinn að ákveða að viðræðunum væri lokið. „Þetta eru auðvitað vonbrigði því maður fer ekki í svona viðræður nema með einlægum ásetningi að það gangi. Ég held að við höfum allir farið í það af fullum heilindum,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Benedikt telur, aðspurður hvað hafi orðið til þess að upp úr slitnaði, að erfitt sé að ná samkomulagi í stórum málum þegar nýir flokkar, sem vilja fara í alvöru kerfisbreytingar, koma inn. Ríkisstjórn flokkanna þriggja hefði haft 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta „Það er náttúrulega rétt að það er lítill meirihluti og í stórum þingflokki eru kannski ekki allir samstíga,“ segir Benedikt og á við Sjálfstæðisflokkinn.Samhljómur í mörgum málum Benedikt segir að vissulega hafi sjávarútvegsmálin verið eitt helsta ágreiningsmálið og sömuleiðis skoðanaágreiningur þegar komi að aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Í mjög mörgum stórum málum var góður samhljómur á milli flokkanna,“ segir Benedikt. Flokkarnir hafi marga sameiginlega fleti í sambandi við einstaklingsfrelsi og annað slíkt. Umræður um skiptingu ráðuneyta hafi ekki verið komin langt. „Nei, viðræðurnar voru ekki komnar það langt. Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra.“ Hann segir ómögulegt að segja hvað gerist næst. Annaðhvort skili Bjarni umboðinu eða freisti þess að fara í aðrar viðræður. Hann hafi ekki svo sterka skoðun á því hvað ætti að gerast næst. „Ég hef séð það í þessu ferli að það er að mörgu leyti ágætt að forsetinn ræði við leiðtogana,“ segir Benedikt. Það gefi leiðtogunum nýja mynd. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir það vonbrigði að stjórnarmyndunarviðræður flokksins við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð séu úr sögunni. Formenn flokkanna funduðu í um hálftíma í hádeginu í dag þar sem ljóst var, að sögn Benedikts, að Bjarni var búinn að ákveða að viðræðunum væri lokið. „Þetta eru auðvitað vonbrigði því maður fer ekki í svona viðræður nema með einlægum ásetningi að það gangi. Ég held að við höfum allir farið í það af fullum heilindum,“ segir Benedikt í samtali við Vísi. Benedikt telur, aðspurður hvað hafi orðið til þess að upp úr slitnaði, að erfitt sé að ná samkomulagi í stórum málum þegar nýir flokkar, sem vilja fara í alvöru kerfisbreytingar, koma inn. Ríkisstjórn flokkanna þriggja hefði haft 32 þingmenn, minnsta mögulega meirihluta „Það er náttúrulega rétt að það er lítill meirihluti og í stórum þingflokki eru kannski ekki allir samstíga,“ segir Benedikt og á við Sjálfstæðisflokkinn.Samhljómur í mörgum málum Benedikt segir að vissulega hafi sjávarútvegsmálin verið eitt helsta ágreiningsmálið og sömuleiðis skoðanaágreiningur þegar komi að aðild Íslands að Evrópusambandinu. „Í mjög mörgum stórum málum var góður samhljómur á milli flokkanna,“ segir Benedikt. Flokkarnir hafi marga sameiginlega fleti í sambandi við einstaklingsfrelsi og annað slíkt. Umræður um skiptingu ráðuneyta hafi ekki verið komin langt. „Nei, viðræðurnar voru ekki komnar það langt. Það var nokkuð ljóst hver yrði forsætisráðherra.“ Hann segir ómögulegt að segja hvað gerist næst. Annaðhvort skili Bjarni umboðinu eða freisti þess að fara í aðrar viðræður. Hann hafi ekki svo sterka skoðun á því hvað ætti að gerast næst. „Ég hef séð það í þessu ferli að það er að mörgu leyti ágætt að forsetinn ræði við leiðtogana,“ segir Benedikt. Það gefi leiðtogunum nýja mynd.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38 Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræðum slitið Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar hafa siglt í strand og hefur því verið slitið. 15. nóvember 2016 14:38
Óttarr Proppé: Viðræðurnar strönduðu á ESB og kerfisbreytingum í sjávarútvegi Formaður Bjartrar framtíðar segir að margt hafi gengið ágætlega í viðræðunum en annað ekki. 15. nóvember 2016 14:59