Sjálfstæðismenn ekki búnir að gefa Katrínu uppá bátinn Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 16:43 Sjálfstæðismenn horfa nú vonglöðum augum til Katrínar og hafa ekki gefið upp alla von um að takist að mynda stjórn Sjálfstæðisflokks og VG. Sjálfstæðismenn eru ekki alveg búnir að gefa upp alla von um stjórnarsetu og biðla nú til Katrínar Jakobsdóttur. Eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum við BF og Viðreisn, beinast sjónir manna að Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, telur borðleggjandi að hún fái umboðið næst.Vonglaðir sveitarstjórnarmenn Bjarni er ekki búinn að skila umboði sínu, hann á fund með Guðna Th. Jóhannssyni forseta Íslands nú klukkan fimm og er fastlega búist við því að hann muni þá skila stjórnarmyndunarumboðinu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ telur að val Guðna standi á milli Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og Katrínar. Og þó Katrín teljist líklegri kostur kemur Benedikt allt eins til greina, sé rýnt í orð forsetans þegar hann fól Bjarna að reyna að mynda stjórn. Slit viðræðnanna virðast hafa valdið vonbrigðum í herbúðum Sjálfstæðismanna, þeir láta lítt fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. En, þó eru tveir sveitarstjórnarmenn sem láta ekki deigan síga, foringjar í sinni sveit. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Halldór spyr: „Hvernig væri nú að VG kæmi að borðinu með Sjálfstæðisflokki. Það þarf að mynda starfhæfa ríkisstjórn.“Katrín mun sýna ábyrgð Og Elliði segir: „Enn er fátt sem kemur á óvart. Næst verður reynd vinstri ríkisstjórn etv. með hlutleysi einhverra flokka. Þegar það svo gengur ekki sýnir Katrín Jakobsdóttir þá ábyrgð að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk og Bjarta framtíð. Sú ríkisstjórn kemur til með að hafa breiða skírskotun og leiða í jörð þrætumál seinustu áratuga.“ Sjálfstæðismenn renndu hýru auga til Katrínar áður en viðræður hófust, en hún gaf þeim ekkert undir fótinn og hefur lýst því yfir að hún muni, líkt og Elliði bendir á, freista þess að mynda stjórn frá vinstri og inn að miðju. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30 Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru ekki alveg búnir að gefa upp alla von um stjórnarsetu og biðla nú til Katrínar Jakobsdóttur. Eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðiflokksins, sleit stjórnarmyndunarviðræðum við BF og Viðreisn, beinast sjónir manna að Katrínu Jakobsdóttur, formanns VG. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, telur borðleggjandi að hún fái umboðið næst.Vonglaðir sveitarstjórnarmenn Bjarni er ekki búinn að skila umboði sínu, hann á fund með Guðna Th. Jóhannssyni forseta Íslands nú klukkan fimm og er fastlega búist við því að hann muni þá skila stjórnarmyndunarumboðinu. Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ telur að val Guðna standi á milli Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar og Katrínar. Og þó Katrín teljist líklegri kostur kemur Benedikt allt eins til greina, sé rýnt í orð forsetans þegar hann fól Bjarna að reyna að mynda stjórn. Slit viðræðnanna virðast hafa valdið vonbrigðum í herbúðum Sjálfstæðismanna, þeir láta lítt fyrir sér fara á samfélagsmiðlum. En, þó eru tveir sveitarstjórnarmenn sem láta ekki deigan síga, foringjar í sinni sveit. Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og Halldór Halldórsson oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Halldór spyr: „Hvernig væri nú að VG kæmi að borðinu með Sjálfstæðisflokki. Það þarf að mynda starfhæfa ríkisstjórn.“Katrín mun sýna ábyrgð Og Elliði segir: „Enn er fátt sem kemur á óvart. Næst verður reynd vinstri ríkisstjórn etv. með hlutleysi einhverra flokka. Þegar það svo gengur ekki sýnir Katrín Jakobsdóttir þá ábyrgð að taka upp viðræður við Sjálfstæðisflokk og Bjarta framtíð. Sú ríkisstjórn kemur til með að hafa breiða skírskotun og leiða í jörð þrætumál seinustu áratuga.“ Sjálfstæðismenn renndu hýru auga til Katrínar áður en viðræður hófust, en hún gaf þeim ekkert undir fótinn og hefur lýst því yfir að hún muni, líkt og Elliði bendir á, freista þess að mynda stjórn frá vinstri og inn að miðju.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22 Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37 Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38 Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30 Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Sjá meira
Fögnuður brýst út á Facebook og Óttarr tekinn í sátt Stjórnmálafræðingur gerir frekar ráð fyrir því að Katrín fái umboðið en Benedikt. 15. nóvember 2016 15:22
Bjarni og Katrín búin að ræða saman Óvíst er hvað gerist á fundi Bjarna með Guðna Th. Jóhanessyni á Bessastöðum klukkan 17. 15. nóvember 2016 16:37
Katrín ítrekar að hún vilji fá stjórnarmyndunarumboðið Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi að ekki sé búið að boða hana á Bessastaði í dag. 15. nóvember 2016 16:38
Bein útsending: Bjarni fundar með forseta klukkan 17 Óvíst er þó hvort að Bjarni muni skila stjórnarmyndunarumboðinu á fundinum með forsetanum. 15. nóvember 2016 15:30
Birgitta: Eðlilegast að Bjarni skili umboðinu og Katrín fái að spreyta sig Segir Pírata aldrei hafa hafnað því að taka þátt í ríkisstjórn. 15. nóvember 2016 15:55