„Ekkert voðalega gott að ræða við fólk sem kallar mann lygara“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2016 19:47 Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir það alrangt að Björt framtíð og Viðreisn hefðu átt í viðræðum fyrir kosningar, líkt og Birgitta Jónsdóttir Pírati fullyrti í morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ummæli Birgittu kjánaleg. „Hún [Birgitta] fór fram með þau ósannindi að við hefðum ekki verið heiðarleg hvað þennan Lækjarbrekkukvartett varðaði og sagði að við í Bjartri framtíð hefðum verið í bandalagi fyrir kosningar. Það er auðvitað alrangt og mér þykir þetta mjög leitt og óheppilegt,“ sagði Björt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurð segir Björt þessi ummæli geta spillt fyrir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. „Ja... Það er ekkert voðalega gott að ræða við fólk sem kallar mann lygara.“ Birgitta sagði á Rás 2 í gær að Björt framtíð hefði verið að ræða við Viðreisn á sama tíma og viðræður hefðu átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna á Lækjarbrekku skömmu fyrir kosningar, og að Björt framtíð hefði þannig brotið trúnað. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í svipaðan streng og Björt, en að komi til þess að flokkarnir setjist við samningaborðið verði það málefnin sem ráði för. „Ég held að þau ráði för númer eitt, tvö og þrjú, en auðvitað er svolítið kjánalegt að hlusta á svona innistæðulausar fullyrðingar. Ég held að það hafi blasað við öllum sem fylgdust eitthvað með kosningabaráttunni að það neistaði aðeins á milli okkar og Bjartrar framtíðar,“ segir Þorsteinn.Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Kosningar 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir það alrangt að Björt framtíð og Viðreisn hefðu átt í viðræðum fyrir kosningar, líkt og Birgitta Jónsdóttir Pírati fullyrti í morgunútvarpi Rásar 2 í gær. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir ummæli Birgittu kjánaleg. „Hún [Birgitta] fór fram með þau ósannindi að við hefðum ekki verið heiðarleg hvað þennan Lækjarbrekkukvartett varðaði og sagði að við í Bjartri framtíð hefðum verið í bandalagi fyrir kosningar. Það er auðvitað alrangt og mér þykir þetta mjög leitt og óheppilegt,“ sagði Björt í kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurð segir Björt þessi ummæli geta spillt fyrir í mögulegum stjórnarmyndunarviðræðum. „Ja... Það er ekkert voðalega gott að ræða við fólk sem kallar mann lygara.“ Birgitta sagði á Rás 2 í gær að Björt framtíð hefði verið að ræða við Viðreisn á sama tíma og viðræður hefðu átt sér stað á milli stjórnarandstöðuflokkanna á Lækjarbrekku skömmu fyrir kosningar, og að Björt framtíð hefði þannig brotið trúnað. Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í svipaðan streng og Björt, en að komi til þess að flokkarnir setjist við samningaborðið verði það málefnin sem ráði för. „Ég held að þau ráði för númer eitt, tvö og þrjú, en auðvitað er svolítið kjánalegt að hlusta á svona innistæðulausar fullyrðingar. Ég held að það hafi blasað við öllum sem fylgdust eitthvað með kosningabaráttunni að það neistaði aðeins á milli okkar og Bjartrar framtíðar,“ segir Þorsteinn.Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Kosningar 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Sjá meira