Eldri borgarar kenna góða íslensku Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Guðlaug Stella segir Íslenskuþorpið sívaxandi verkefni sem þurfi aukinn stuðning. Íslendingar séu jákvæðir í að hjálpa til við aðlögun og íslenskukennslu. vísir/GVA Íslenskir eldri borgarar eru á meðal þeirra sem taka að sér að eiga samskipti við erlenda nemendur á íslensku í verkefninu Íslenskuþorpið. „Við höfum séð nemendur koma nánast talandi úr heimsóknum frá eldri borgurum,“ segir Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, verkefnisstjóri Íslenskuþorpsins. Með Íslenskuþorpinu er boðið upp á nýstárlega leið í tungumálanámi fyrir fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Íslenskuþorpið er að finna innan ákveðinna fyrirtækja og stofnana úti í samfélaginu: til dæmis á kaffihúsi, bókasafni, í bókabúð, bakaríi, sundlaug og félagsmiðstöðvum eldri borgara. Það er staðreynd í íslensku samfélagi að þeir sem hafa íslensku sem annað mál hafa mjög fá tækifæri til að tala íslensku við daglegar aðstæður, a.m.k í fyrstu. Enska er því gjarnan samskiptamálið. Sex félagsmiðstöðvar aldraðra taka þátt í verkefninu og hefur Ásdís Helga Jóhannesdóttir, kennari í Íslenskuþorpinu, umsjón með samstarfinu að sögn Guðlaugar. „Við byrjum yfirleitt ekki námskeið á þessum heimsóknum, nemandinn verður að vera kominn með ákveðinn grunn í tungumálinu og vera vel undirbúinn. Oft hafa myndast falleg tengsl milli nemenda og eldri borgaranna sem hafa einnig mjög gaman af verkefninu. Við sjáum mestan árangur hjá nemendum okkar eftir þessar heimsóknir. Þarna gefur fólk sér tíma til að útskýra og tala um orð og orðanotkun og segja frá lífi sínu og störfum. Það má segja að eldri borgarar séu þolinmóðustu leiðbeinendur þessa verkefnis,“ segir hún frá.Taka upp samskiptinÍslenskuþorpið er kennsluverkefni á vegum Háskóla Íslands. Fræðilegur grundvöllur þess er doktorsrannsókn Guðrúnar Theodórsdóttur (2010). Í rannsókn hennar er íslenskunema fylgt eftir í daglegum samskiptum þar sem hún leggur sig fram við að tala íslensku við Íslendinga úti í samfélaginu og tekur hún samskiptin upp á segulband yfir 3 ára tímabil. Guðrún rannsakar málnotkunina með aðferðum samtalsgreiningar og skoðar hvaða aðferðum neminn beitir í samskiptum sínum við Íslendinga. Niðurstöður Guðrúnar sýna að neminn beitir markvissum aðferðum til að tjá sig á íslensku og nýtir hversdagsleg samskipti til að sinna erindum og tileinka sér og nota íslensku. „Þetta er nýstárleg leið í tungumálanámi fyrir erlenda málnema. Þar sem að við myndum brú úr kennslustofunni yfir í þátttöku í samfélaginu. Við semjum við fyrirtæki, stofnanir og fólk um að taka á móti nemendum okkar og eiga samskipti á íslensku,“ segir Guðlaug. „En nemendur læra ekki tungumálið bara með því að fara út í búð og tala íslensku, það þarf meira til. Við bjóðum upp á markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi og vinnum eftir sérstöku kennslufræðilegu ferli sem hefur verið í þróun síðastliðin 5 ár. Þar sem nemendum eru m.a. kenndar ákveðnar aðferðir við að læra tungumálið. Þessar aðferðir miða að því að gera nemandann sjálfstæðan og ábyrgan í náminu og höfða einnig til áhugasviðs hans.“ Námið er þægilegt fyrir nemendur enda geta þeir sinnt sínum daglegum erindum um leið og þeir eru að læra íslensku. „Námsumhverfi þeirra er í raunverulegum aðstæðum,“ nefnir hún. Eitt af verkefnum nemenda er t.d. að taka samskiptin upp og vinna ýmis verkefni tengd upptökunum heima og í kennslustofunni. Þannig gefst einnig tækifæri fyrir kennara og nemanda að fylgjast með framförum. Guðlaug segir verkefnið hafa vakið mikla eftirtekt. Íslenskuþorpið er fastur liður á námskeiðum í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands. „Í haust byrjuðum við einnig samstarf við Háskólann á Akureyri og tvo grunnskóla í Reykjavík, Laugalækjarskóla og Réttarholtsskóla, um að setja upp Íslenskuþorp í skólunum og nærumhverfi þeirra. Við höfum bara verið að gera þetta með fullorðnum en reynum nú starfið með unglingum,“ segir Guðlaug.Sex félagsmiðtöðvar taka þátt í Íslenskuþorpinu með góðum árangri.Íslendingar velviljaðirGuðlaug segir mikilvægt fyrir innflytjendur að læra íslensku eftir þessum leiðum. „Það er mér mikið hjartans mál að við gerum íslenskunámið aðgengilegt fyrir innflytjendur og að þeir mæti velvilja og þolinmæði úti í samfélaginu þegar þeir æfa sig í íslenskunni. Við höfum verið með námskeið í samstarfi við símenntunarmiðstöðina Mími og Vinnumálastofnun og boðið upp á starfsþjálfunarnámskeið og íslenskukennslu á vinnustöðum,“ segir hún um verkefnið sem breiðir úr sér með hverju árinu sem líður. „Ég held það heyrist ekki nóg í umræðunni um innflytjendur og flóttamenn hversu margir Íslendingar eru jákvæðir að hjálpa til við aðlögun og íslenskukennslu. Nánast öll fyrirtæki og stofnanir sem við höfum leitað til hafa sagt já og viljað taka þátt. Mér finnst það tilefni til bjartsýni.“ Íslenskt samfélag hefur breyst og mun breytast meira. Hún segir að verkefni eins og Íslenskuþorpið geti aukið á gagnkvæman skilning í fjölþjóðlegu samfélagi á Íslandi. Fjölmargir hafa fengið íslenskukennslu í Íslenskuþorpinu á þeim fimm árum sem verkefnið hefur verið við lýði. „Ég hugsa að það séu vel yfir þúsund manns,“ segir Guðlaug. Íslenskuþorpið er nýsköpunar- og þróunarverkefni en verkefnið hlaut Evrópumerkið 2013 sem er viðurkenning fyrir árangursríka nýbreytni og frumleika í tungumálakennslu. Þetta er líka hugsjónastarf sem við sinnum og eftir því sem Íslenskuþorpið stækkar þurfum við víðtækari stuðning við starfið. Þetta eru aðferðir sem virka, eru skemmtilegar og henta flestum nemendum vel.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Íslenskir eldri borgarar eru á meðal þeirra sem taka að sér að eiga samskipti við erlenda nemendur á íslensku í verkefninu Íslenskuþorpið. „Við höfum séð nemendur koma nánast talandi úr heimsóknum frá eldri borgurum,“ segir Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, verkefnisstjóri Íslenskuþorpsins. Með Íslenskuþorpinu er boðið upp á nýstárlega leið í tungumálanámi fyrir fólk sem er að læra íslensku sem annað mál. Íslenskuþorpið er að finna innan ákveðinna fyrirtækja og stofnana úti í samfélaginu: til dæmis á kaffihúsi, bókasafni, í bókabúð, bakaríi, sundlaug og félagsmiðstöðvum eldri borgara. Það er staðreynd í íslensku samfélagi að þeir sem hafa íslensku sem annað mál hafa mjög fá tækifæri til að tala íslensku við daglegar aðstæður, a.m.k í fyrstu. Enska er því gjarnan samskiptamálið. Sex félagsmiðstöðvar aldraðra taka þátt í verkefninu og hefur Ásdís Helga Jóhannesdóttir, kennari í Íslenskuþorpinu, umsjón með samstarfinu að sögn Guðlaugar. „Við byrjum yfirleitt ekki námskeið á þessum heimsóknum, nemandinn verður að vera kominn með ákveðinn grunn í tungumálinu og vera vel undirbúinn. Oft hafa myndast falleg tengsl milli nemenda og eldri borgaranna sem hafa einnig mjög gaman af verkefninu. Við sjáum mestan árangur hjá nemendum okkar eftir þessar heimsóknir. Þarna gefur fólk sér tíma til að útskýra og tala um orð og orðanotkun og segja frá lífi sínu og störfum. Það má segja að eldri borgarar séu þolinmóðustu leiðbeinendur þessa verkefnis,“ segir hún frá.Taka upp samskiptinÍslenskuþorpið er kennsluverkefni á vegum Háskóla Íslands. Fræðilegur grundvöllur þess er doktorsrannsókn Guðrúnar Theodórsdóttur (2010). Í rannsókn hennar er íslenskunema fylgt eftir í daglegum samskiptum þar sem hún leggur sig fram við að tala íslensku við Íslendinga úti í samfélaginu og tekur hún samskiptin upp á segulband yfir 3 ára tímabil. Guðrún rannsakar málnotkunina með aðferðum samtalsgreiningar og skoðar hvaða aðferðum neminn beitir í samskiptum sínum við Íslendinga. Niðurstöður Guðrúnar sýna að neminn beitir markvissum aðferðum til að tjá sig á íslensku og nýtir hversdagsleg samskipti til að sinna erindum og tileinka sér og nota íslensku. „Þetta er nýstárleg leið í tungumálanámi fyrir erlenda málnema. Þar sem að við myndum brú úr kennslustofunni yfir í þátttöku í samfélaginu. Við semjum við fyrirtæki, stofnanir og fólk um að taka á móti nemendum okkar og eiga samskipti á íslensku,“ segir Guðlaug. „En nemendur læra ekki tungumálið bara með því að fara út í búð og tala íslensku, það þarf meira til. Við bjóðum upp á markvisst og sérsniðið æfingaumhverfi og vinnum eftir sérstöku kennslufræðilegu ferli sem hefur verið í þróun síðastliðin 5 ár. Þar sem nemendum eru m.a. kenndar ákveðnar aðferðir við að læra tungumálið. Þessar aðferðir miða að því að gera nemandann sjálfstæðan og ábyrgan í náminu og höfða einnig til áhugasviðs hans.“ Námið er þægilegt fyrir nemendur enda geta þeir sinnt sínum daglegum erindum um leið og þeir eru að læra íslensku. „Námsumhverfi þeirra er í raunverulegum aðstæðum,“ nefnir hún. Eitt af verkefnum nemenda er t.d. að taka samskiptin upp og vinna ýmis verkefni tengd upptökunum heima og í kennslustofunni. Þannig gefst einnig tækifæri fyrir kennara og nemanda að fylgjast með framförum. Guðlaug segir verkefnið hafa vakið mikla eftirtekt. Íslenskuþorpið er fastur liður á námskeiðum í íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands. „Í haust byrjuðum við einnig samstarf við Háskólann á Akureyri og tvo grunnskóla í Reykjavík, Laugalækjarskóla og Réttarholtsskóla, um að setja upp Íslenskuþorp í skólunum og nærumhverfi þeirra. Við höfum bara verið að gera þetta með fullorðnum en reynum nú starfið með unglingum,“ segir Guðlaug.Sex félagsmiðtöðvar taka þátt í Íslenskuþorpinu með góðum árangri.Íslendingar velviljaðirGuðlaug segir mikilvægt fyrir innflytjendur að læra íslensku eftir þessum leiðum. „Það er mér mikið hjartans mál að við gerum íslenskunámið aðgengilegt fyrir innflytjendur og að þeir mæti velvilja og þolinmæði úti í samfélaginu þegar þeir æfa sig í íslenskunni. Við höfum verið með námskeið í samstarfi við símenntunarmiðstöðina Mími og Vinnumálastofnun og boðið upp á starfsþjálfunarnámskeið og íslenskukennslu á vinnustöðum,“ segir hún um verkefnið sem breiðir úr sér með hverju árinu sem líður. „Ég held það heyrist ekki nóg í umræðunni um innflytjendur og flóttamenn hversu margir Íslendingar eru jákvæðir að hjálpa til við aðlögun og íslenskukennslu. Nánast öll fyrirtæki og stofnanir sem við höfum leitað til hafa sagt já og viljað taka þátt. Mér finnst það tilefni til bjartsýni.“ Íslenskt samfélag hefur breyst og mun breytast meira. Hún segir að verkefni eins og Íslenskuþorpið geti aukið á gagnkvæman skilning í fjölþjóðlegu samfélagi á Íslandi. Fjölmargir hafa fengið íslenskukennslu í Íslenskuþorpinu á þeim fimm árum sem verkefnið hefur verið við lýði. „Ég hugsa að það séu vel yfir þúsund manns,“ segir Guðlaug. Íslenskuþorpið er nýsköpunar- og þróunarverkefni en verkefnið hlaut Evrópumerkið 2013 sem er viðurkenning fyrir árangursríka nýbreytni og frumleika í tungumálakennslu. Þetta er líka hugsjónastarf sem við sinnum og eftir því sem Íslenskuþorpið stækkar þurfum við víðtækari stuðning við starfið. Þetta eru aðferðir sem virka, eru skemmtilegar og henta flestum nemendum vel.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira