Tré er ekki bara tré Pétur Halldórsson skrifar 17. nóvember 2016 07:00 Margt hefur verið sagt um þær endurbætur sem nú eru gerðar á Sundlaug Akureyrar og kosta 300 milljónir. Hér skal ekki rætt um skynsemi fjárútláta, hvort frekar ætti að betrumbæta í Hlíðarfjalli, í skólunum, félagsþjónustunni eða lagfæra bágborið ástand gatna og gangstétta. Hér skal rætt um tré. Fyrir sextíu árum voru gróðursett tré við Þingvallastræti. Þau skyldu fegra sundlaugarsvæðið og veita því skjól. Gróðursett var lerki, greni og fleiri tegundir. Vafalaust áttu þessi tré misjafna daga því þau voru sum nokkuð frjálslega vaxin, einkum lerkitrén. Kannski voru þau ekki af þeim uppruna að best hæfði Íslandi. Það skiptir þó ekki máli. Í þéttbýli er ekki mest um vert að tré séu bein. Þau eru jafnvel elskulegri sem hafa frjálslegar línur eins og lerkitrén stóru sem stóðu við Sundlaugina. Nýlega var mér sagt að nú hefðu öll þessi tré verið felld. Yfir mig þyrmdi. Er þröngsýnin og fáfræðin allsráðandi? Trén sem stóðu við heitu pottana og rennibrautirnar skýldu sundlaugargestum fyrir norðanáttinni en þau gerðu miklu fleira. Eitt stórt barrtré hefur gríðarmikið flatarmál ef allt er lagt saman. Þess vegna getur tréð safnað á sig mjög miklu ryki. Trén hreinsa loftið og ekki veitir af á Akureyri þar sem allt of margir aka bílum með negldum hjólbörðum sem er óþarfi. Þegar rignir skolast rykið af trjánum og rennur út í sjó. Trén bæta fyrir syndir mannanna. Heiminn vantar fleiri tré. Íslendingar hafa enn ekki lært þá list að hanna mannvirki kringum tré. Hönnuðir vilja byrja með autt blað. Burt með trén. Við þurfum að geta teiknað að vild. Sjálfur hefði ég valið minni rennibraut ef það hefði verið leiðin til að bjarga trjánum og njóta áfram umhverfisþjónustu þeirra. Nei, sundlaugarsvæðið skal verða steinsteypuauðn þar sem norðanáttin nístir bera kroppa og ryk svífur yfir vötnum.Fjárhagslegur ábati af trjámÍ New York kunna menn að meta umhverfisþjónustu trjánna. Þar hefur borgin sett upp vefsjá svo allir megi skoða hvert einasta götutré í borginni. Ef smellt er á eitthvert tré kemur upp gluggi. Þar sést hversu mikið regnvatn tréð temprar á hverju ári. Líka hversu mikla orku það sparar, hversu mikla mengun það hreinsar úr andrúmsloftinu og hversu miklu minni koltvísýringur losnar út í andrúmsloftið í borginni vegna tilvistar þessa eina trés. Allir þessir þættir eru metnir til fjár. Samanlagður fjárhagslegur ábati samfélagsins af þessari þjónustu eins trés nemur gjarnan mörg hundruð dollurum á ári. Vefsjáin heitir New York City Tree Map. Og gúgglið nú! Við Sundlaugina á Akureyri stóðu mörg stór tré sem þjónuðu bæjarbúum og gestum þeirra vel og dyggilega í rúma hálfa öld. Þjónustu þeirra mætti meta á margar milljónir króna. Í hugsunarleysi og heimsku voru þessi tré felld og erfitt að sjá að það sem í staðinn kemur sé dýrmætara. Á Akureyri virðist ekki vera trjáræktarstefna sem að gagni kemur. Á Akureyri virðist fólk ekki vilja sjá gömul tré. Stór, falleg og nytsöm tré eru felld um allan bæ á hverju ári. Íslendingar virðast haldnir eyðimerkureðli. Að minnsta kosti er hér til fólk – lítilla sanda og lítilla sæva – sem tekur rangar ákvarðanir afkomendum sínum til ógagns. Verndum trén!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Halldórsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Margt hefur verið sagt um þær endurbætur sem nú eru gerðar á Sundlaug Akureyrar og kosta 300 milljónir. Hér skal ekki rætt um skynsemi fjárútláta, hvort frekar ætti að betrumbæta í Hlíðarfjalli, í skólunum, félagsþjónustunni eða lagfæra bágborið ástand gatna og gangstétta. Hér skal rætt um tré. Fyrir sextíu árum voru gróðursett tré við Þingvallastræti. Þau skyldu fegra sundlaugarsvæðið og veita því skjól. Gróðursett var lerki, greni og fleiri tegundir. Vafalaust áttu þessi tré misjafna daga því þau voru sum nokkuð frjálslega vaxin, einkum lerkitrén. Kannski voru þau ekki af þeim uppruna að best hæfði Íslandi. Það skiptir þó ekki máli. Í þéttbýli er ekki mest um vert að tré séu bein. Þau eru jafnvel elskulegri sem hafa frjálslegar línur eins og lerkitrén stóru sem stóðu við Sundlaugina. Nýlega var mér sagt að nú hefðu öll þessi tré verið felld. Yfir mig þyrmdi. Er þröngsýnin og fáfræðin allsráðandi? Trén sem stóðu við heitu pottana og rennibrautirnar skýldu sundlaugargestum fyrir norðanáttinni en þau gerðu miklu fleira. Eitt stórt barrtré hefur gríðarmikið flatarmál ef allt er lagt saman. Þess vegna getur tréð safnað á sig mjög miklu ryki. Trén hreinsa loftið og ekki veitir af á Akureyri þar sem allt of margir aka bílum með negldum hjólbörðum sem er óþarfi. Þegar rignir skolast rykið af trjánum og rennur út í sjó. Trén bæta fyrir syndir mannanna. Heiminn vantar fleiri tré. Íslendingar hafa enn ekki lært þá list að hanna mannvirki kringum tré. Hönnuðir vilja byrja með autt blað. Burt með trén. Við þurfum að geta teiknað að vild. Sjálfur hefði ég valið minni rennibraut ef það hefði verið leiðin til að bjarga trjánum og njóta áfram umhverfisþjónustu þeirra. Nei, sundlaugarsvæðið skal verða steinsteypuauðn þar sem norðanáttin nístir bera kroppa og ryk svífur yfir vötnum.Fjárhagslegur ábati af trjámÍ New York kunna menn að meta umhverfisþjónustu trjánna. Þar hefur borgin sett upp vefsjá svo allir megi skoða hvert einasta götutré í borginni. Ef smellt er á eitthvert tré kemur upp gluggi. Þar sést hversu mikið regnvatn tréð temprar á hverju ári. Líka hversu mikla orku það sparar, hversu mikla mengun það hreinsar úr andrúmsloftinu og hversu miklu minni koltvísýringur losnar út í andrúmsloftið í borginni vegna tilvistar þessa eina trés. Allir þessir þættir eru metnir til fjár. Samanlagður fjárhagslegur ábati samfélagsins af þessari þjónustu eins trés nemur gjarnan mörg hundruð dollurum á ári. Vefsjáin heitir New York City Tree Map. Og gúgglið nú! Við Sundlaugina á Akureyri stóðu mörg stór tré sem þjónuðu bæjarbúum og gestum þeirra vel og dyggilega í rúma hálfa öld. Þjónustu þeirra mætti meta á margar milljónir króna. Í hugsunarleysi og heimsku voru þessi tré felld og erfitt að sjá að það sem í staðinn kemur sé dýrmætara. Á Akureyri virðist ekki vera trjáræktarstefna sem að gagni kemur. Á Akureyri virðist fólk ekki vilja sjá gömul tré. Stór, falleg og nytsöm tré eru felld um allan bæ á hverju ári. Íslendingar virðast haldnir eyðimerkureðli. Að minnsta kosti er hér til fólk – lítilla sanda og lítilla sæva – sem tekur rangar ákvarðanir afkomendum sínum til ógagns. Verndum trén!Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun