Katrín fetar í fótspor Steingríms Hermannssonar Höskuldur Kári Schram skrifar 17. nóvember 2016 18:45 Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka ríkisstjórn verður það annað sinn sem slík stjórn hefur verið mynduð frá stofnun lýðveldisins. Sú fyrsta var við völd á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Steingríms Hermannssonar þáverandi formanns Framsóknarflokks. Ríkisstjórn Steingríms tók við eftir að þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar þáverandi formanns Sjálfstæðisflokks sprakk í beinni útsendingu á stöð tvö þann 17. september árið 1988. Í fyrstu voru fjórir flokkar í stjórninni. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsókn og Samtök um jafnréttir og félagshyggju en sá flokkur var stofnaður utan um sérframboð Stefáns Valgeirssonar. Stjórnin var með 32 þingmenn en síðar bættist Borgaraflokkurinn við og voru stjórnarflokkarnir þá komnir með samtals 38 þingmenn. Margir telja nánast ómögulegt að halda saman fimm flokka ríkisstjórn til lengri tíma. Ríkisstjórn Steingríms kláraði hins vegar kjörtímabilið og fengu þrír stærstu stjórnarflokkarnir góða kosningu í kosningunum 1991. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Steingrímur hafi ennfremur sýnt að fimm flokka ríkisstjórn geti komið miklu í verk. „Þessi stjórn losaði um fjármagnsflutninga til landsins. Þessi stjórn samdi um EES. Samningurinn var nánast á borðinu þegar hún hætti. Og í tíð þessarar stjórnar voru gerðir þjóðarsáttarsamningarnir og það mætti nefna ýmislegt fleira. Þessi stjórn virtist vera vel starfhæf. Steingrímur var að vísu mjög lipur forsætisráðherra en þeir gátu leyst mál og þeir voru að afgreiða mörg mjög erfið mál,“ segir Ólafur. Hann telur alls ekki útilokað að Katrín nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Viðreisn, Bjartri framtíð, Pírötum og Samfylkingu. „Ég held að málefnalega sé tiltölulega lítill munur á þessum fimm flokkum. Eiginlega allt virðist umsemjanlegt. Nema að Píratarnir verði mjög harðir á því að það verði að samþykkja stjórnarskrártillögurnar í heild. Ég held að það sem þetta gæti helst strandað á væri spurning um traust. Það er að segja að ef einhverjir af hinum flokkunum treystu ekki Pírötum í svona ferðalag,“ segir Ólafur. Kosningar 2016 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Takist Katrínu Jakobsdóttur að mynda fimm flokka ríkisstjórn verður það annað sinn sem slík stjórn hefur verið mynduð frá stofnun lýðveldisins. Sú fyrsta var við völd á árunum 1988 til 1991 undir stjórn Steingríms Hermannssonar þáverandi formanns Framsóknarflokks. Ríkisstjórn Steingríms tók við eftir að þriggja flokka stjórn undir forystu Þorsteins Pálssonar þáverandi formanns Sjálfstæðisflokks sprakk í beinni útsendingu á stöð tvö þann 17. september árið 1988. Í fyrstu voru fjórir flokkar í stjórninni. Alþýðubandalag, Alþýðuflokkur, Framsókn og Samtök um jafnréttir og félagshyggju en sá flokkur var stofnaður utan um sérframboð Stefáns Valgeirssonar. Stjórnin var með 32 þingmenn en síðar bættist Borgaraflokkurinn við og voru stjórnarflokkarnir þá komnir með samtals 38 þingmenn. Margir telja nánast ómögulegt að halda saman fimm flokka ríkisstjórn til lengri tíma. Ríkisstjórn Steingríms kláraði hins vegar kjörtímabilið og fengu þrír stærstu stjórnarflokkarnir góða kosningu í kosningunum 1991. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Steingrímur hafi ennfremur sýnt að fimm flokka ríkisstjórn geti komið miklu í verk. „Þessi stjórn losaði um fjármagnsflutninga til landsins. Þessi stjórn samdi um EES. Samningurinn var nánast á borðinu þegar hún hætti. Og í tíð þessarar stjórnar voru gerðir þjóðarsáttarsamningarnir og það mætti nefna ýmislegt fleira. Þessi stjórn virtist vera vel starfhæf. Steingrímur var að vísu mjög lipur forsætisráðherra en þeir gátu leyst mál og þeir voru að afgreiða mörg mjög erfið mál,“ segir Ólafur. Hann telur alls ekki útilokað að Katrín nái að mynda fimm flokka ríkisstjórn með Viðreisn, Bjartri framtíð, Pírötum og Samfylkingu. „Ég held að málefnalega sé tiltölulega lítill munur á þessum fimm flokkum. Eiginlega allt virðist umsemjanlegt. Nema að Píratarnir verði mjög harðir á því að það verði að samþykkja stjórnarskrártillögurnar í heild. Ég held að það sem þetta gæti helst strandað á væri spurning um traust. Það er að segja að ef einhverjir af hinum flokkunum treystu ekki Pírötum í svona ferðalag,“ segir Ólafur.
Kosningar 2016 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira