Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haslum 31-24 | Stórsigur Vals Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllinni skrifar 19. nóvember 2016 18:30 Anton Rúnarsson skoraði sjö mörk. vísir/ernir Valsmenn unnu sjö marka sigur, 31-24, á Haslum frá Noregi í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í handbolta í dag. Valsmenn voru miklu sterkari aðilinn gegn slöku norsku liði á Hlíðarenda í dag og með betri nýtingu á dauðafærum hefði sigurinn getað orðið mun stærri. Erlend Mamelund, þekktasti leikmaður Haslum, lék ekki með í dag vegna meiðsla og það munaði greinilega mikið um hann. Valsmenn leiddu með fimm mörkum í hálfeik, 17-12, og á tímabili í seinni hálfleik voru þeir tíu mörkum yfir. Á endanum munaði hins vegar sjö mörkum á liðunum, 31-24. Leikurinn var í jafnvægi framan af. Bæði spiluðu mjög hratt og keyrðu grimmt í bakið á andstæðingnum. Fyrir vikið voru tapaðir boltar margir en þeir skiptust nokkuð jafnt á liðin. Á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks fengu gestirnir fimm tveggja mínútna brottvísanir og það nýttu Valsmenn sér og bjuggu til fimm marka forskot, 17-12. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Framliggjandi vörn Vals var öflug og Hlynur Morthens náði sér betur á strik í markinu. Hann endaði með 16 skot varin, eða 40% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Leikmenn Haslum komust lítt áleiðis gegn sterkri Valsvörn og mótlætið virtist fara í taugarnar á Norðmönnunum. Þeir brutu illa af sér og hrintu Ými Erni Gíslasyni t.a.m. þrisvar þegar hann var í loftinu. Í sókninni áttu Valsmenn auðvelt með að spila sig í færi. Það gekk þó misvel að nýta þau. Valur var með 61% skotnýtingu í leiknum en sú tala hefði átt að vera mun hærri í ljósi þess hversu vel opin færi heimamenn sköpuðu sér. Sveinn Aron Sveinsson kom Val tíu mörkum yfir, 30-20, þegar sex mínútur voru eftir. Á þeim tímapunkti voru gestirnir farnir að spila framliggjandi vörn og hún tók taktinn úr sóknarleik Vals. Heimamenn skoruðu aðeins eitt mark á síðustu sex mínútum leiksins gegn fjórum mörkum Haslum. Lokatölur urðu því 31-24, Val í vil. Anton Rúnarsson, Josip Juric og Sveinn Aron voru markahæstir í liði Valsmanna með sjö mörk hver. Eirik Köpp skoraði sjö mörk fyrir Haslum en þau komu öll í seinni hálfleik. Trond Tjemsland varði 18 skot í markinu (37%). Seinni leikurinn fer fram í Haslum eftir viku.Guðlaugur: Vorum ekki búnir að undirbúa okkur fyrir framliggjandi vörnina þeirra Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, var að vonum glaður með sigurinn á Haslum í dag. Hann viðurkenndi þó hann hefði viljað hafa hann stærri. „Ég er virkilega ánægður með sigurinn en eins og leikurinn spilaðist hefði ég viljað vinna hann stærra,“ sagði Guðlaugur í samtali við Vísi eftir leikinn sem endaði með sjö marka sigri Vals, 31-24. „Markvörðurinn [Trond Tjemsland] var mjög góður og svo skutum við líka framhjá og í stangirnar úr dauðafærum þar sem við tættum vörnina þeirra í sundur. Það er mjög jákvætt að vinna sjö marka sigur en við hefðum getað unnið þetta stærra. Þetta er bara fyrri hálfleikur,“ sagði Guðlaugur en seinni leikurinn fer fram í Noregi eftir viku. Guðlaugur segir að norska liðið hafi ekki komið sér á óvart í leiknum í dag, nema þegar þeir skiptu yfir í framliggjandi vörn á lokamínútunum. „Við vorum búnir að horfa á þá og greina vel. Það var lítið sem kom okkur á óvart. Hann var sterkari en við reiknuðum með þessi, þessi stóri vinstra megin [Eirik Köpp],“ sagði Guðlaugur og bætti því að Valsmenn þurfi að nýta tímann í næstu viku til að fara yfir sóknarleikinn gegn framliggjandi vörn Haslum. „Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það og vera tilbúnir fyrir það ef þeir koma framarlega. Við hikstuðum þegar þeir spiluðu þannig, við vorum ekki búnir að undirbúa okkur fyrir það í þessum leik,“ sagði Guðlaugur að endingu.Anton: Sjö mörk er gott forskot Anton Rúnarsson átti afbragðs leik þegar Valur bar sigurorð af Haslum í dag, 31-24. Anton skoraði sjö mörk og stjórnaði sóknarleik Vals af festu. „Við vorum komnir tíu mörkum yfir, 30-20, þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá breyttu þeir aðeins um varnarleik og fóru að taka tvo úr umferð. Við fórum í smá panikk og misstum þetta niður í sjö mörk. En fyrirfram hefði maður tekið því,“ sagði Anton eftir leik. Leikstjórnandinn kvaðst ánægður með spilamennsku Vals í dag. „Við lögðum upp með að spila sterkan og áveðinn varnarleik gegn þeim. Þeir létu það fara í taugarnar á sér og við nýttum okkur það. Heilt yfir fannst mér við mjög flottir í dag,“ sagði Anton sem skynjaði pirring í leikmönnum Haslum. „Þeim fannst þetta óþægilegt og létu þetta fara í taugarnar á sér. Við gengum á lagið og hefðum viljað vinna stærra. En sjö mörk er frábært og við förum í seinni leikinn til að vinna, það er ekki spurning,“ sagði Anton. En er hann bjartsýnn á að þetta forskot dugi til að fara áfram í 16-liða úrslitin? „Jájá, vonandi. Ef við spilum almennilega í 60 mínútur. Þetta verður auðvitað töluvert erfiðara á útivelli en sjö mörk er gott forskot. Við þurfum að vera klókir í seinni leiknum,“ sagði Anton að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Valsmenn unnu sjö marka sigur, 31-24, á Haslum frá Noregi í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í handbolta í dag. Valsmenn voru miklu sterkari aðilinn gegn slöku norsku liði á Hlíðarenda í dag og með betri nýtingu á dauðafærum hefði sigurinn getað orðið mun stærri. Erlend Mamelund, þekktasti leikmaður Haslum, lék ekki með í dag vegna meiðsla og það munaði greinilega mikið um hann. Valsmenn leiddu með fimm mörkum í hálfeik, 17-12, og á tímabili í seinni hálfleik voru þeir tíu mörkum yfir. Á endanum munaði hins vegar sjö mörkum á liðunum, 31-24. Leikurinn var í jafnvægi framan af. Bæði spiluðu mjög hratt og keyrðu grimmt í bakið á andstæðingnum. Fyrir vikið voru tapaðir boltar margir en þeir skiptust nokkuð jafnt á liðin. Á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks fengu gestirnir fimm tveggja mínútna brottvísanir og það nýttu Valsmenn sér og bjuggu til fimm marka forskot, 17-12. Í seinni hálfleik dró enn í sundur með liðunum. Framliggjandi vörn Vals var öflug og Hlynur Morthens náði sér betur á strik í markinu. Hann endaði með 16 skot varin, eða 40% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. Leikmenn Haslum komust lítt áleiðis gegn sterkri Valsvörn og mótlætið virtist fara í taugarnar á Norðmönnunum. Þeir brutu illa af sér og hrintu Ými Erni Gíslasyni t.a.m. þrisvar þegar hann var í loftinu. Í sókninni áttu Valsmenn auðvelt með að spila sig í færi. Það gekk þó misvel að nýta þau. Valur var með 61% skotnýtingu í leiknum en sú tala hefði átt að vera mun hærri í ljósi þess hversu vel opin færi heimamenn sköpuðu sér. Sveinn Aron Sveinsson kom Val tíu mörkum yfir, 30-20, þegar sex mínútur voru eftir. Á þeim tímapunkti voru gestirnir farnir að spila framliggjandi vörn og hún tók taktinn úr sóknarleik Vals. Heimamenn skoruðu aðeins eitt mark á síðustu sex mínútum leiksins gegn fjórum mörkum Haslum. Lokatölur urðu því 31-24, Val í vil. Anton Rúnarsson, Josip Juric og Sveinn Aron voru markahæstir í liði Valsmanna með sjö mörk hver. Eirik Köpp skoraði sjö mörk fyrir Haslum en þau komu öll í seinni hálfleik. Trond Tjemsland varði 18 skot í markinu (37%). Seinni leikurinn fer fram í Haslum eftir viku.Guðlaugur: Vorum ekki búnir að undirbúa okkur fyrir framliggjandi vörnina þeirra Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, var að vonum glaður með sigurinn á Haslum í dag. Hann viðurkenndi þó hann hefði viljað hafa hann stærri. „Ég er virkilega ánægður með sigurinn en eins og leikurinn spilaðist hefði ég viljað vinna hann stærra,“ sagði Guðlaugur í samtali við Vísi eftir leikinn sem endaði með sjö marka sigri Vals, 31-24. „Markvörðurinn [Trond Tjemsland] var mjög góður og svo skutum við líka framhjá og í stangirnar úr dauðafærum þar sem við tættum vörnina þeirra í sundur. Það er mjög jákvætt að vinna sjö marka sigur en við hefðum getað unnið þetta stærra. Þetta er bara fyrri hálfleikur,“ sagði Guðlaugur en seinni leikurinn fer fram í Noregi eftir viku. Guðlaugur segir að norska liðið hafi ekki komið sér á óvart í leiknum í dag, nema þegar þeir skiptu yfir í framliggjandi vörn á lokamínútunum. „Við vorum búnir að horfa á þá og greina vel. Það var lítið sem kom okkur á óvart. Hann var sterkari en við reiknuðum með þessi, þessi stóri vinstra megin [Eirik Köpp],“ sagði Guðlaugur og bætti því að Valsmenn þurfi að nýta tímann í næstu viku til að fara yfir sóknarleikinn gegn framliggjandi vörn Haslum. „Við þurfum að undirbúa okkur fyrir það og vera tilbúnir fyrir það ef þeir koma framarlega. Við hikstuðum þegar þeir spiluðu þannig, við vorum ekki búnir að undirbúa okkur fyrir það í þessum leik,“ sagði Guðlaugur að endingu.Anton: Sjö mörk er gott forskot Anton Rúnarsson átti afbragðs leik þegar Valur bar sigurorð af Haslum í dag, 31-24. Anton skoraði sjö mörk og stjórnaði sóknarleik Vals af festu. „Við vorum komnir tíu mörkum yfir, 30-20, þegar nokkrar mínútur voru eftir. Þá breyttu þeir aðeins um varnarleik og fóru að taka tvo úr umferð. Við fórum í smá panikk og misstum þetta niður í sjö mörk. En fyrirfram hefði maður tekið því,“ sagði Anton eftir leik. Leikstjórnandinn kvaðst ánægður með spilamennsku Vals í dag. „Við lögðum upp með að spila sterkan og áveðinn varnarleik gegn þeim. Þeir létu það fara í taugarnar á sér og við nýttum okkur það. Heilt yfir fannst mér við mjög flottir í dag,“ sagði Anton sem skynjaði pirring í leikmönnum Haslum. „Þeim fannst þetta óþægilegt og létu þetta fara í taugarnar á sér. Við gengum á lagið og hefðum viljað vinna stærra. En sjö mörk er frábært og við förum í seinni leikinn til að vinna, það er ekki spurning,“ sagði Anton. En er hann bjartsýnn á að þetta forskot dugi til að fara áfram í 16-liða úrslitin? „Jájá, vonandi. Ef við spilum almennilega í 60 mínútur. Þetta verður auðvitað töluvert erfiðara á útivelli en sjö mörk er gott forskot. Við þurfum að vera klókir í seinni leiknum,“ sagði Anton að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira