Seljum allt frá gítarnöglum upp í flygla Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 11:15 Starfsmenn Hljóðfærahússins að koma sér í gírinn, Arnar Freyr Gunnarsson, Sindri Már Heimisson, Arnar Þór Gíslason og Jón Kjartan Ingólfsson. Vísir/GVA Hljóðfærahús Reykjavíkur tók til starfa í Templarasundi 3 þann 21. nóvember 1916. Það var stofnað af hinni dönsku Önnu Friðriksson og var fyrsta eiginlega sérverslunin í Reykjavík. Á ýmsu gekk í rekstrinum fyrstu árin og meðal þess sem við var að stríða á tímabili var bann við innflutningi á hljóðfærum vegna fjárhagsörðugleika í landinu. Nú er Hljóðfærahúsið á 870 fermetrum í Síðumúla 20 og fagnar aldarafmæli sínu í dag, 19. nóvember með tónleikum frá 14.30 til 17. Þar koma fram Skólahljómsveit Kópavogs, Mugison, Soffía Björg með hljómsveit, Sigurður Flosason, Einar Valur Scheving ásamt Þóri Baldurssyni og Sálin hans Jóns míns. „Hér verður mikið stuð,“ segir Sindri Már Heimisson framkvæmdastjóri og eigandi Hljóðfærahússins ásamt Lyfjum og heilsu. „Við eigum líka Tónabúðina á Akureyri sem er 50 ára á þessu ári. Pálmi Stefánsson stofnaði hana 1966 og Tónaútgáfuna líka og gaf mikið út af íslenskum plötum. Það er saga út af fyrir sig,“ bendir hann á. Sindri segir starfið í Hljóðfærahúsinu ekki bara snúast um að selja fjögurra strengja fiðlur. „Markaðurinn hefur breyst og stækkað í allar áttir. Nýjungin er allskonar búnaður sem tengist tölvum og forritum svo við starfsfólkið erum í endurmenntun á hverjum degi.“ Hljóðfærahúsið er alhliða verslun sem selur allt frá gítarnöglum upp í flygla, líka hljóðkerfi, mixera, hátalara, snúrur og strengi að sögn Sindra. „Við erum með stór umboð eins og Yamaha og Fender. Erum líka með eðal starfsfólk bæði hér og á Akureyri sem er spilandi og syngjandi í hljómsveitum úti um allar koppagrundir. Miklir snillingar.“ Spilið þið í vinnutímanum? „Já, erum sérstaklega hallir undir jólalög!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira
Hljóðfærahús Reykjavíkur tók til starfa í Templarasundi 3 þann 21. nóvember 1916. Það var stofnað af hinni dönsku Önnu Friðriksson og var fyrsta eiginlega sérverslunin í Reykjavík. Á ýmsu gekk í rekstrinum fyrstu árin og meðal þess sem við var að stríða á tímabili var bann við innflutningi á hljóðfærum vegna fjárhagsörðugleika í landinu. Nú er Hljóðfærahúsið á 870 fermetrum í Síðumúla 20 og fagnar aldarafmæli sínu í dag, 19. nóvember með tónleikum frá 14.30 til 17. Þar koma fram Skólahljómsveit Kópavogs, Mugison, Soffía Björg með hljómsveit, Sigurður Flosason, Einar Valur Scheving ásamt Þóri Baldurssyni og Sálin hans Jóns míns. „Hér verður mikið stuð,“ segir Sindri Már Heimisson framkvæmdastjóri og eigandi Hljóðfærahússins ásamt Lyfjum og heilsu. „Við eigum líka Tónabúðina á Akureyri sem er 50 ára á þessu ári. Pálmi Stefánsson stofnaði hana 1966 og Tónaútgáfuna líka og gaf mikið út af íslenskum plötum. Það er saga út af fyrir sig,“ bendir hann á. Sindri segir starfið í Hljóðfærahúsinu ekki bara snúast um að selja fjögurra strengja fiðlur. „Markaðurinn hefur breyst og stækkað í allar áttir. Nýjungin er allskonar búnaður sem tengist tölvum og forritum svo við starfsfólkið erum í endurmenntun á hverjum degi.“ Hljóðfærahúsið er alhliða verslun sem selur allt frá gítarnöglum upp í flygla, líka hljóðkerfi, mixera, hátalara, snúrur og strengi að sögn Sindra. „Við erum með stór umboð eins og Yamaha og Fender. Erum líka með eðal starfsfólk bæði hér og á Akureyri sem er spilandi og syngjandi í hljómsveitum úti um allar koppagrundir. Miklir snillingar.“ Spilið þið í vinnutímanum? „Já, erum sérstaklega hallir undir jólalög!“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Fleiri fréttir Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Sjá meira