Valskonur unnu góðan sigur á Selfyssingum í Olís-deild kvenna í handknattleik i dag en leikurinn fór fram að Hlíðarenda og fór 29-26.
Staðan í hálfleik var 12-11 og var leikurinn nokkuð spennandi frá upphafi til enda. Diana Satkauskaite var frábær í liði Vals og skoraði hún níu mörk.
Hjá Selfyssingum var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir flott og gerði hún sjö mörk. Valur er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig en Selfoss hefur aðeins náð í fjögur stig á tímabilinu.
Valur hafði betur gegn Selfyssingum
Stefán Árni Pálsson skrifar
