Valskonur unnu góðan sigur á Selfyssingum í Olís-deild kvenna í handknattleik i dag en leikurinn fór fram að Hlíðarenda og fór 29-26.
Staðan í hálfleik var 12-11 og var leikurinn nokkuð spennandi frá upphafi til enda. Diana Satkauskaite var frábær í liði Vals og skoraði hún níu mörk.
Hjá Selfyssingum var Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir flott og gerði hún sjö mörk. Valur er í þriðja sæti deildarinnar með 12 stig en Selfoss hefur aðeins náð í fjögur stig á tímabilinu.
Valur hafði betur gegn Selfyssingum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti