Samninganefnd Alþýðusambands Íslands hefur verið boðuð til fundar í dag klukkan 15 vegna úrskurðar kjararáðs sem kom út í gær.
„Óhætt er að segja að úrskurður kjararáðs komi eins og blaut tuska í andlit verkalýðshreyfingarinnar sem á þingi ASÍ í síðustu viku fjallaði um mikilvægi sáttar og samstöðu á vinnumarkaði ef það á að vera hægt að koma hér á nýju samningalíkani að Norrænni fyrirmynd,” segir í tilkynningu frá ASÍ.
Sjá einnig:Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund
Ákvörðun kjararáðs hefur vakið hörð viðbrögð víða. Kjararáð ákvað að hækka þingafarakaup alþingismanna um tæp 45 prósent eða sem nemur 338.254 krónum á mánuði. Samkvæmt síðustu launaskrá var mánaðarlegt þingfararkaup alþingismanna 762.940 krónur en er nú 1.101.194 krónur.
Þá hækka laun ráðherra og forseta Íslands einnig töluvert. Ekki er langt liðið frá síðustu launahækkun þingmanna, ráðherra og forseta, en hún var gerð í júní á þessu ári.
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs

Tengdar fréttir

Biðlaun þingmanna og ráðherra gætu orðið nær 160 milljónir
Þeir þingmenn sem láta af störfum nú þegar búið er að kjósa til nýs Alþingis gætu fengið allt að 160 milljónir króna í biðlaun samtals.

Brynjar um launahækkanir þingmanna: „Finnst þetta hið besta mál“
Gerir ráð fyrir að ákvörðun kjararáðs sé í samræmi við lög og reglur almenna launahækkun í landinu.

Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund
Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði.

Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“
Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði.

Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað
Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs.

Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs
Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna.