1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 13:45 Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í myndveri Stöðvar 2 daginn eftir kjördag, þegar launahækkun þingmanna tók gildi. vísir/anton brink Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. Launahækkunin tók gildi daginn eftir og hefur ekki bara áhrif á laun þingmanna sem taka munu sæti á Alþingi á næstunni heldur einnig á biðlaun þeirra þingmanna sem hætta nú á þingi, annað hvort vegna þess að þeir gáfu ekki kost á sér í kosningunum eða vegna þess að þeir náðu ekki kjöri. Með ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun þingmanna, svokallað þingfararkaup, úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.194 krónur á mánuði. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því þingmenn geta fengið alls kyns aukagreiðslur og álag vegna starfa sinna, til að mynda ef þeir taka að sér formennsku í fastanefndum eða gegna formennsku í þingflokki sínum. Þannig fá varaforsetar þingsins, formenn fastanefnda og formenn þingflokka 15 prósent álag á þingfararkaup og formenn stjórnmálaflokka sem gegna ekki ráðherraembætti fá 50 prósent álag á þingfararkaup, en nánar má kynna sér reglur um þingfararkostnað hér. Þá er nokkur munur á kjörum þingmanna landsbyggðarinnar annars vegar og svo þingmanna höfuðborgarsvæðisins hins vegar en Vísir hefur tekið saman nokkur dæmi um hversu mikið laun þingmanns geta hækkað vegna auka-og álagsgreiðslna.Þingmenn geta fengið alls kyns aukagreiðslur og álag vegna starfa sinna, til að mynda ef þeir taka að sér formennsku í fastanefndum eða gegna formennsku í þingflokki sínum.vísir/ernirAukagreiðslur, álag og möguleg heildarlaun þingmanna á mánuði:Þingfararkaup: 1.101.194 krónurFastur ferða-og starfskostnaður sem hver þingmaður fær greiddan: 174.815 krónurHúsnæðis-og dvalarkostnaður landsbyggðarþingmanna: Upphæð að fjárhæð sem nemur að lágmarki 44.680 krónum en að hámarki 187.657 krónum.Laun þingmanna höfuðborgarsvæðisins, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði: 1.276.009 krónurLágmarkslaun þingmanna landsbyggðarinnar, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði og húsnæðis-og dvalarkostnaði: 1.320.689 krónurHámarkslaun þingmanna landsbyggðarinnar, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði og húsnæðis-og dvalarkostnaði: 1.463.666 krónurLaun formanns fastanefndar á þingi (þingmaður landsbyggðarinnar) með 15 prósent álagi á þingfararkaup, föstum ferða-og starfskostnaði og hámarksgreiðslu húsnæðis-og dvalarkostnaðar: 1.628.845 krónurLaun formanns stjórnmálaflokks (þingmaður höfuðborgarsvæðisins), sem gegnir ekki ráðherraembætti eða öðrum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með 50 prósent álagi á þingfararkaup og föstum ferða-og starfskostnaði: 1.826.606 krónurLaun formanns stjórnmálaflokks (þingmaður landsbyggðarinnar), sem gegnir ekki ráðherraembætti eða öðrum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með 50 prósent álagi á þingfararkaup, föstum ferða-og starfskostnaði og hámarksgreiðslu húsnæðis-og dvalarkostnaðar: 2.014.263 krónur Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. Launahækkunin tók gildi daginn eftir og hefur ekki bara áhrif á laun þingmanna sem taka munu sæti á Alþingi á næstunni heldur einnig á biðlaun þeirra þingmanna sem hætta nú á þingi, annað hvort vegna þess að þeir gáfu ekki kost á sér í kosningunum eða vegna þess að þeir náðu ekki kjöri. Með ákvörðun kjararáðs hækka grunnlaun þingmanna, svokallað þingfararkaup, úr 762.940 krónum á mánuði í 1.101.194 krónur á mánuði. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því þingmenn geta fengið alls kyns aukagreiðslur og álag vegna starfa sinna, til að mynda ef þeir taka að sér formennsku í fastanefndum eða gegna formennsku í þingflokki sínum. Þannig fá varaforsetar þingsins, formenn fastanefnda og formenn þingflokka 15 prósent álag á þingfararkaup og formenn stjórnmálaflokka sem gegna ekki ráðherraembætti fá 50 prósent álag á þingfararkaup, en nánar má kynna sér reglur um þingfararkostnað hér. Þá er nokkur munur á kjörum þingmanna landsbyggðarinnar annars vegar og svo þingmanna höfuðborgarsvæðisins hins vegar en Vísir hefur tekið saman nokkur dæmi um hversu mikið laun þingmanns geta hækkað vegna auka-og álagsgreiðslna.Þingmenn geta fengið alls kyns aukagreiðslur og álag vegna starfa sinna, til að mynda ef þeir taka að sér formennsku í fastanefndum eða gegna formennsku í þingflokki sínum.vísir/ernirAukagreiðslur, álag og möguleg heildarlaun þingmanna á mánuði:Þingfararkaup: 1.101.194 krónurFastur ferða-og starfskostnaður sem hver þingmaður fær greiddan: 174.815 krónurHúsnæðis-og dvalarkostnaður landsbyggðarþingmanna: Upphæð að fjárhæð sem nemur að lágmarki 44.680 krónum en að hámarki 187.657 krónum.Laun þingmanna höfuðborgarsvæðisins, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði: 1.276.009 krónurLágmarkslaun þingmanna landsbyggðarinnar, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði og húsnæðis-og dvalarkostnaði: 1.320.689 krónurHámarkslaun þingmanna landsbyggðarinnar, sem gegna ekki neinum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með föstum ferða-og starfskostnaði og húsnæðis-og dvalarkostnaði: 1.463.666 krónurLaun formanns fastanefndar á þingi (þingmaður landsbyggðarinnar) með 15 prósent álagi á þingfararkaup, föstum ferða-og starfskostnaði og hámarksgreiðslu húsnæðis-og dvalarkostnaðar: 1.628.845 krónurLaun formanns stjórnmálaflokks (þingmaður höfuðborgarsvæðisins), sem gegnir ekki ráðherraembætti eða öðrum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með 50 prósent álagi á þingfararkaup og föstum ferða-og starfskostnaði: 1.826.606 krónurLaun formanns stjórnmálaflokks (þingmaður landsbyggðarinnar), sem gegnir ekki ráðherraembætti eða öðrum skyldum á þingi sem fela í sér aukagreiðslur, með 50 prósent álagi á þingfararkaup, föstum ferða-og starfskostnaði og hámarksgreiðslu húsnæðis-og dvalarkostnaðar: 2.014.263 krónur
Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Erlent Fleiri fréttir Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Sjá meira
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13
Katrín um ákvörðun kjararáðs: „Þetta eru mjög miklar hækkanir“ „Það er auðvitað mikilvægt að þeir sem heyri undir kjararáð séu ekki launaleiðandi. Þetta eru mjög miklar hækkanir og það væri eðlilegt að þetta fylgdi almennri launaþróun í landinu.“ 1. nóvember 2016 10:38