Obama vonar að ungt fólk kynni sér málefnin af sama krafti og það skoðar kattamyndbönd Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. nóvember 2016 13:58 Barack Obama var léttur sem gestur í þættinum Full Frontal. Vísir/Getty Barack Obama Bandaríkjaforseti var gestur Samantha Bee í þætti hennar Full Frontal í gær í tilefni hrekkjavökunnar. Þar hvatti hann ungt fólk sérstaklega til þess að nýta atkvæði sitt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram eftir viku. „Ég vil láta ungt fólk vita af hverju það er svo mikilvægt að nýta atkvæði sitt,“ sagði Obama. „Þetta eru líklega mikilvægustu kosningar á okkar líftíma.“ Hillary Clinton og Donald Trump berjast um að vera næsti forseti Bandaríkjana. Obama hefur á undanförnum vikum talað mikið fyrir því að Clinton verði kosin og segir hann að til þess að svo verði sé mikilvægt að að ungt fólk nýti kosningarétt sinn. Átti það til að mynda stóran þátt í því að Obama var kjörinn forseti á sínum tíma en honum gekk einstaklega vel að höfða til ungs fólks. Hvatti Obama ungt fólk til þess að hugsa um þau málefni sem þau telja mikilvægi og nýta atkvæði sitt til að stuðla að þeirri framtíð sem þau vilja stuðla að. Vísaði hann til þess að ungt fólk yrði að vera tilbúið til þess að nota tímann í að kynna sér málefnin, það mætti ekki bara hanga á YouTube að horfa á kattamyndbönd sem verður að viðurkennast að er merkilega gaman. „Ég vona að ungt fólk sé reiðubúið til þess að nota um það bil sama tíma og það horfir á kattamyndbönd í símanum í að tryggja að lýðræðir virki,“ sagði Obama í nokkuð gamansömum tón.Kattamyndbönd eru gríðarlega vinsæl en ósagt skal látið hvort að ungt fólk sé helsti markhópur þeirra. Rannsóknir sýna að það vekji upp gleði og jákvæðni horfa á myndbönd af köttum og fjölmargir virðast nýta sér þetta en alls hefur verið horft á mynbandið hér að neðan 112 milljónum sinnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti var gestur Samantha Bee í þætti hennar Full Frontal í gær í tilefni hrekkjavökunnar. Þar hvatti hann ungt fólk sérstaklega til þess að nýta atkvæði sitt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram eftir viku. „Ég vil láta ungt fólk vita af hverju það er svo mikilvægt að nýta atkvæði sitt,“ sagði Obama. „Þetta eru líklega mikilvægustu kosningar á okkar líftíma.“ Hillary Clinton og Donald Trump berjast um að vera næsti forseti Bandaríkjana. Obama hefur á undanförnum vikum talað mikið fyrir því að Clinton verði kosin og segir hann að til þess að svo verði sé mikilvægt að að ungt fólk nýti kosningarétt sinn. Átti það til að mynda stóran þátt í því að Obama var kjörinn forseti á sínum tíma en honum gekk einstaklega vel að höfða til ungs fólks. Hvatti Obama ungt fólk til þess að hugsa um þau málefni sem þau telja mikilvægi og nýta atkvæði sitt til að stuðla að þeirri framtíð sem þau vilja stuðla að. Vísaði hann til þess að ungt fólk yrði að vera tilbúið til þess að nota tímann í að kynna sér málefnin, það mætti ekki bara hanga á YouTube að horfa á kattamyndbönd sem verður að viðurkennast að er merkilega gaman. „Ég vona að ungt fólk sé reiðubúið til þess að nota um það bil sama tíma og það horfir á kattamyndbönd í símanum í að tryggja að lýðræðir virki,“ sagði Obama í nokkuð gamansömum tón.Kattamyndbönd eru gríðarlega vinsæl en ósagt skal látið hvort að ungt fólk sé helsti markhópur þeirra. Rannsóknir sýna að það vekji upp gleði og jákvæðni horfa á myndbönd af köttum og fjölmargir virðast nýta sér þetta en alls hefur verið horft á mynbandið hér að neðan 112 milljónum sinnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist