Lögreglumenn lýsa vanþóknun Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 16:55 Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna. vísir/daníel Landssamband lögreglumanna lýsir furðu sinni og vanþóknun á úrskurði og vinnubrögðum kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna. Í ályktun sem stjórn sambandsins samþykkti í dag segir að ákvörðunin komi sem blaut tuska í andlit lögreglumanna. „Það er engum blöðum um það að fletta að þeir einstaklingar sem veljast til þessara ábyrgðarmiklu starfa eigi að njóta góðra launakjara. Þegar hins vegar einstaka hækkanir þessa hóps eru allt að 59% hærri en sem nemur grunnlaunum lögreglumanns í fullu starfi er ljóst að eitthvað mikið bjátar á, í skilningi þeirra einstaklinga sem slíkar ákvarðanir taka, á þeim veruleika sem venjulegt launafólk býr við í þessu landi,“ segir í ályktuninni. Sambandið hafi margoft kallað eftir gögnum frá fjármálaráðherra varðandi launakjör lögreglumanna. „LL minnir á þá einföldu staðreynd og vísar í þessu sambandi til ályktunar stjórnarfundar landssambandsins frá 21. mars s.l., að fjármálaráðherra staðfesti það í skriflegu svari við fyrirspurn á hinu háa Alþingi þann 15. mars s.l., að laun lögreglumanna hefðu dregist aftur úr tilteknum hópum opinberra starfsmanna sem nemur a.m.k. um 9% frá því að verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. LL hefur margítrekað kallað eftir þeim gögnum, á umliðnum árum, sem fjármálaráðherra studdist við í svari sínu, en jafnan fengið þau viðbrögð að útilokað hafi verið, illa hægt eða erfitt að reikna út launaþróun lögreglumanna út frá þeim viðmiðunarhópum sem horft skyldi til við afnám verkfallsréttarins.“ Þá segir sambandið að fjármálaráðuneytið hafi neitað að láta hlutlausan aðila á borð við Hagstofu Íslands sjá um slíka útreikninga. „Engin leið hefur verið fyrir LL að fá tekið tillit til þessarar einföldu staðreyndar og laun lögreglumanna leiðrétt í þeim kjaraviðræðum sem átt hafa sér stað á umliðnum árum. Það kemur því eins og blaut tuska í andlit lögreglumanna að í einni hendingu sé, án nokkurra vandkvæða, hægt að leiðrétta og hækka hæstu laun í landinu svo tugum prósenta skiptir,“ segir í ályktun Landssambands lögreglumanna. Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Landssamband lögreglumanna lýsir furðu sinni og vanþóknun á úrskurði og vinnubrögðum kjararáðs um hækkun launa æðstu embættismanna. Í ályktun sem stjórn sambandsins samþykkti í dag segir að ákvörðunin komi sem blaut tuska í andlit lögreglumanna. „Það er engum blöðum um það að fletta að þeir einstaklingar sem veljast til þessara ábyrgðarmiklu starfa eigi að njóta góðra launakjara. Þegar hins vegar einstaka hækkanir þessa hóps eru allt að 59% hærri en sem nemur grunnlaunum lögreglumanns í fullu starfi er ljóst að eitthvað mikið bjátar á, í skilningi þeirra einstaklinga sem slíkar ákvarðanir taka, á þeim veruleika sem venjulegt launafólk býr við í þessu landi,“ segir í ályktuninni. Sambandið hafi margoft kallað eftir gögnum frá fjármálaráðherra varðandi launakjör lögreglumanna. „LL minnir á þá einföldu staðreynd og vísar í þessu sambandi til ályktunar stjórnarfundar landssambandsins frá 21. mars s.l., að fjármálaráðherra staðfesti það í skriflegu svari við fyrirspurn á hinu háa Alþingi þann 15. mars s.l., að laun lögreglumanna hefðu dregist aftur úr tilteknum hópum opinberra starfsmanna sem nemur a.m.k. um 9% frá því að verkfallsréttur lögreglumanna var afnuminn árið 1986. LL hefur margítrekað kallað eftir þeim gögnum, á umliðnum árum, sem fjármálaráðherra studdist við í svari sínu, en jafnan fengið þau viðbrögð að útilokað hafi verið, illa hægt eða erfitt að reikna út launaþróun lögreglumanna út frá þeim viðmiðunarhópum sem horft skyldi til við afnám verkfallsréttarins.“ Þá segir sambandið að fjármálaráðuneytið hafi neitað að láta hlutlausan aðila á borð við Hagstofu Íslands sjá um slíka útreikninga. „Engin leið hefur verið fyrir LL að fá tekið tillit til þessarar einföldu staðreyndar og laun lögreglumanna leiðrétt í þeim kjaraviðræðum sem átt hafa sér stað á umliðnum árum. Það kemur því eins og blaut tuska í andlit lögreglumanna að í einni hendingu sé, án nokkurra vandkvæða, hægt að leiðrétta og hækka hæstu laun í landinu svo tugum prósenta skiptir,“ segir í ályktun Landssambands lögreglumanna.
Kjararáð Tengdar fréttir Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12 VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólks í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Óttarr um ákvörðun kjararáðs: „Mér finnst þetta ótrúlegar hækkanir“ Segir launahækkanir þingmanna ekki í samræmi við aðrar hækkanir á vinnumarkaði. 1. nóvember 2016 10:12
VR krefst þess að ákvörðun kjararáðs verði dregin til baka Stjórn stéttarfélagsin VR krefst þess að úrskurður kjararáðs um laun ráðherra, alþingismanna og forseta Íslands, verði tafarlaust dreginn tilbaka. 1. nóvember 2016 16:07
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40
Þorsteinn Víglundsson: Fyrirkomulag kjararáðs meingallað Nýkjörinn þingmaður Viðreisnar og fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur eðlilegt að endurskoða fyrirkomulag kjararáðs. 1. nóvember 2016 10:26