Héldu einkatónleika fyrir langveikan dreng Benedikt Bóas skrifar 2. nóvember 2016 07:00 Birgir Jónsson, Silli Geirdal, Ólafur og pabbi hans Óskar Árnason, Stefán Jakobsson og Ingó Geirdal. mynd/brynja herborg „Við fáum margar fyrirspurnir sem hægt er að verða við og aðrar sem ómögulegt er að gera. Þessi beiðni var svo sjálfsögð að þetta var minna en ekkert mál og nærði bæði hjarta og sál,“ segir Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu sem hélt einkatónleika fyrir Ólaf Karl Óskarsson, átta ára aðdáanda í Sjallanum á föstudag. Ólafur Karl hlustar mikið á íslenskt þungarokk og er með Dimmu og Skálmöld yfirleitt í eyrunum. Ólafur er með Vacterl-heilkenni og hafði aldrei farið á tónleika. Þegar frænka hans sendi hljómsveitinni fyrirspurn um hvenær hljómsveitin ætlaði að halda tónleika fyrir alla aldurshópa var svarið að þeir væru ekki á næstunni. „Það er alltaf á dagskrá að halda slíka tónleika en það er erfitt í framkvæmd. Við vorum að spila á Akureyri þar sem Ólafur á heima. Bubbi Morthens átti að vera með okkur en þurfti að sitja heima vegna veikinda. Frænka hans hafði sagt okkur sögu Ólafs og fyrst Bubbi var frá þurftum við að æfa nokkur lög og tókum því volduga hljóðprufu og buðum guttanum. Þau komu og skemmtu sér held ég mjög vel. Við spiluðum sex lög fyrir hann og spjölluðum svo við hann á eftir. Hann var aðeins feiminn fyrst en lék svo á als oddi,“ segir Stefán en Dimma gaf guttanum nokkrar gjafir á eftir. „Tónleikarnir fyrir hann voru litlir fyrir okkur en gerðu mikið fyrir hann og það er gott að geta glatt unga aðdáendur.“ Ásrún Hersteinsdóttir, móðir Ólafs, segir hann hafa verið mikinn aðdáanda Dimmu fyrir en nú sé hljómsveitin númer eitt. „Hann er alsæll og líkti þessari upplifun að hitta Lionel Messi. Þetta var algjört æði og frábært framtak hjá Dimmu. Ólafur hlustar mikið á íslenskt þungarokk og ég hef ekki tölu á því hvað hann hefur horft oft á Skálmöld og Sinfó á DVD-disknum. Hann sofnar stundum yfir þungarokki á DVD,“ segir hún og hlær. „Hann er með Vacterl-heilkenni sem er fjölþættur fæðingargalli og ígrætt nýra. Í veikindunum hefur þungarokkið hjálpað honum, ekki spurning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Við fáum margar fyrirspurnir sem hægt er að verða við og aðrar sem ómögulegt er að gera. Þessi beiðni var svo sjálfsögð að þetta var minna en ekkert mál og nærði bæði hjarta og sál,“ segir Stefán Jakobsson, söngvari þungarokkshljómsveitarinnar Dimmu sem hélt einkatónleika fyrir Ólaf Karl Óskarsson, átta ára aðdáanda í Sjallanum á föstudag. Ólafur Karl hlustar mikið á íslenskt þungarokk og er með Dimmu og Skálmöld yfirleitt í eyrunum. Ólafur er með Vacterl-heilkenni og hafði aldrei farið á tónleika. Þegar frænka hans sendi hljómsveitinni fyrirspurn um hvenær hljómsveitin ætlaði að halda tónleika fyrir alla aldurshópa var svarið að þeir væru ekki á næstunni. „Það er alltaf á dagskrá að halda slíka tónleika en það er erfitt í framkvæmd. Við vorum að spila á Akureyri þar sem Ólafur á heima. Bubbi Morthens átti að vera með okkur en þurfti að sitja heima vegna veikinda. Frænka hans hafði sagt okkur sögu Ólafs og fyrst Bubbi var frá þurftum við að æfa nokkur lög og tókum því volduga hljóðprufu og buðum guttanum. Þau komu og skemmtu sér held ég mjög vel. Við spiluðum sex lög fyrir hann og spjölluðum svo við hann á eftir. Hann var aðeins feiminn fyrst en lék svo á als oddi,“ segir Stefán en Dimma gaf guttanum nokkrar gjafir á eftir. „Tónleikarnir fyrir hann voru litlir fyrir okkur en gerðu mikið fyrir hann og það er gott að geta glatt unga aðdáendur.“ Ásrún Hersteinsdóttir, móðir Ólafs, segir hann hafa verið mikinn aðdáanda Dimmu fyrir en nú sé hljómsveitin númer eitt. „Hann er alsæll og líkti þessari upplifun að hitta Lionel Messi. Þetta var algjört æði og frábært framtak hjá Dimmu. Ólafur hlustar mikið á íslenskt þungarokk og ég hef ekki tölu á því hvað hann hefur horft oft á Skálmöld og Sinfó á DVD-disknum. Hann sofnar stundum yfir þungarokki á DVD,“ segir hún og hlær. „Hann er með Vacterl-heilkenni sem er fjölþættur fæðingargalli og ígrætt nýra. Í veikindunum hefur þungarokkið hjálpað honum, ekki spurning.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira