Vígamenn ISIS með þráhyggju gagnvart kynlífsþrælum og skeggi Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2016 23:00 Vígamenn ISIS. Skrár sem nýverið hafa fallið í hendur stjórnarliða í Írak sýna fram á þráhyggju vígamanna ISIS gagnvart kynlífsþrælum og skeggvexti. Finna má ítarlegar reglur um báða hluti í opinberum gögnum ISIS. Írakskar hersveitir og Peshmerga sveitir Kúrda hafa frelsað fjölda þorpa í grennd við Mosul úr haldi vígamanna og eru sums staðar komnir að jaðri borgarinnar. Rakstur skeggs var bannaður á yfirráðasvæði ISIS og voru til reglur um hve langt það ætti að vera og hvernig það ætti að líta út.CNN sagði frá því í kvöld að í þorpi sem nýverið var frelsað fögnuðu íbúar með því að fara í klippingu og rakstur á hárgreiðslustofu sem ekki hafði verið opin frá því sumarið 2014. Í bæklingi sem blaðamenn Reuters fundu á skrifstofu sem ISIS-liðar höfðu notað voru 32 spurningar og svör um hvernig ætti að koma fram við konur sem handsamaðar voru af vígamönnum. Þar kemur fram að háttsettur klerkur ISIS megi dreifa föngum á vígamenn sína og að fangar sem ekki eru íslamstrúar megi gera að kynlífsþrælum. Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahóp Jasída voru gerðar að kynlífsþrælum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Í áðurnefndum reglum kom fram að vígamenn mega eiga systur, en þeir mega einungis sænga hjá annarri þeirra. Þá er þeim einnig leyfilegt að gera stúlkur sem ekki eru kynþroska að kynlífsþrælum. „Þið megið ekki hafa beinar samfarir við þær, en þið megið samt njóta þeirra,“ stóð í reglunum. Þá kemur einnig fram að vígamenn mega ekki deila kynlífsþrælum, en samkvæmt sögum kvenna sem hafa sloppið ganga þær kaupum og sölum á milli vígamanna í gríð og erg. Gervihnattadiskar voru algerlega bannaðir á yfirráðasvæði ISIS og fyrir því voru gefnar tuttugu ástæður. Ein þeirra var að sjónvarp sýndi ástarsögur, naktar konur og óviðeigandi talsmáta. Önnur var um að sjónvarpsáhorf gerði menn kvenlega og að bleyðum. Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira
Skrár sem nýverið hafa fallið í hendur stjórnarliða í Írak sýna fram á þráhyggju vígamanna ISIS gagnvart kynlífsþrælum og skeggvexti. Finna má ítarlegar reglur um báða hluti í opinberum gögnum ISIS. Írakskar hersveitir og Peshmerga sveitir Kúrda hafa frelsað fjölda þorpa í grennd við Mosul úr haldi vígamanna og eru sums staðar komnir að jaðri borgarinnar. Rakstur skeggs var bannaður á yfirráðasvæði ISIS og voru til reglur um hve langt það ætti að vera og hvernig það ætti að líta út.CNN sagði frá því í kvöld að í þorpi sem nýverið var frelsað fögnuðu íbúar með því að fara í klippingu og rakstur á hárgreiðslustofu sem ekki hafði verið opin frá því sumarið 2014. Í bæklingi sem blaðamenn Reuters fundu á skrifstofu sem ISIS-liðar höfðu notað voru 32 spurningar og svör um hvernig ætti að koma fram við konur sem handsamaðar voru af vígamönnum. Þar kemur fram að háttsettur klerkur ISIS megi dreifa föngum á vígamenn sína og að fangar sem ekki eru íslamstrúar megi gera að kynlífsþrælum. Þúsundir kvenna sem tilheyra minnihlutahóp Jasída voru gerðar að kynlífsþrælum ISIS.Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming Í áðurnefndum reglum kom fram að vígamenn mega eiga systur, en þeir mega einungis sænga hjá annarri þeirra. Þá er þeim einnig leyfilegt að gera stúlkur sem ekki eru kynþroska að kynlífsþrælum. „Þið megið ekki hafa beinar samfarir við þær, en þið megið samt njóta þeirra,“ stóð í reglunum. Þá kemur einnig fram að vígamenn mega ekki deila kynlífsþrælum, en samkvæmt sögum kvenna sem hafa sloppið ganga þær kaupum og sölum á milli vígamanna í gríð og erg. Gervihnattadiskar voru algerlega bannaðir á yfirráðasvæði ISIS og fyrir því voru gefnar tuttugu ástæður. Ein þeirra var að sjónvarp sýndi ástarsögur, naktar konur og óviðeigandi talsmáta. Önnur var um að sjónvarpsáhorf gerði menn kvenlega og að bleyðum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Sjá meira