Nýkjörinn þingmaður mætti viku of snemma í vinnuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 10:48 Tilhlökkun er eflaust ástæðan fyrir þessu öllu saman, segir Kolbeinn Proppé. mynd/garðar Kolbeinn Óttarsson Proppé, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann mætti til vinnu á Alþingi í morgun, því þar var ekki sálu að sjá. Ástæðan var einföld; hann var einni viku of snemma á ferðinni. „Þar sem mér hættir til að vera aðeins of seinn á fundi, því ég gleymi oft að reikna með ferðatímanum, gætti ég þess að leggja nógu snemma af stað í morgun á nýliðanámskeiðið. Viku of snemma, nánar tiltekið,“ segir Kolbeinn. Umrætt nýliðanámskeið þingmanna hefst eftir slétta viku, eða 9. nóvember næstkomandi. „Ég gekk inn í þingsalinn og þar var enginn, og starfsfólkið var búið að spyrja mig hvort námskeiðið væri svona snemma. Ég var alveg viss um það, en það fóru samt að renna á mig tvær grímur, og ég ákvað að kíkja á póstinn minn. Þar stóð þetta allt skýrt og skilmerkilega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Kolbeinn segir þetta líklega skýrast af tilhlökkun. „Þetta er einhvern veginn svo skrítið. Það er búið að ráða mann í vinnu, kjósa mann til þings, og maður vill bara byrja. Það er ákveðinn spenningur í þessu. Maður gerir sér grein fyrir því að þetta verður stórt og mikið verkefni, sem ég held að verði bara ansi magnað.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel táraðist á fyrsta vinnudegi Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti. 1. nóvember 2016 15:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann mætti til vinnu á Alþingi í morgun, því þar var ekki sálu að sjá. Ástæðan var einföld; hann var einni viku of snemma á ferðinni. „Þar sem mér hættir til að vera aðeins of seinn á fundi, því ég gleymi oft að reikna með ferðatímanum, gætti ég þess að leggja nógu snemma af stað í morgun á nýliðanámskeiðið. Viku of snemma, nánar tiltekið,“ segir Kolbeinn. Umrætt nýliðanámskeið þingmanna hefst eftir slétta viku, eða 9. nóvember næstkomandi. „Ég gekk inn í þingsalinn og þar var enginn, og starfsfólkið var búið að spyrja mig hvort námskeiðið væri svona snemma. Ég var alveg viss um það, en það fóru samt að renna á mig tvær grímur, og ég ákvað að kíkja á póstinn minn. Þar stóð þetta allt skýrt og skilmerkilega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Kolbeinn segir þetta líklega skýrast af tilhlökkun. „Þetta er einhvern veginn svo skrítið. Það er búið að ráða mann í vinnu, kjósa mann til þings, og maður vill bara byrja. Það er ákveðinn spenningur í þessu. Maður gerir sér grein fyrir því að þetta verður stórt og mikið verkefni, sem ég held að verði bara ansi magnað.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel táraðist á fyrsta vinnudegi Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti. 1. nóvember 2016 15:02 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
Pawel táraðist á fyrsta vinnudegi Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti. 1. nóvember 2016 15:02