Nýkjörinn þingmaður mætti viku of snemma í vinnuna Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 10:48 Tilhlökkun er eflaust ástæðan fyrir þessu öllu saman, segir Kolbeinn Proppé. mynd/garðar Kolbeinn Óttarsson Proppé, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann mætti til vinnu á Alþingi í morgun, því þar var ekki sálu að sjá. Ástæðan var einföld; hann var einni viku of snemma á ferðinni. „Þar sem mér hættir til að vera aðeins of seinn á fundi, því ég gleymi oft að reikna með ferðatímanum, gætti ég þess að leggja nógu snemma af stað í morgun á nýliðanámskeiðið. Viku of snemma, nánar tiltekið,“ segir Kolbeinn. Umrætt nýliðanámskeið þingmanna hefst eftir slétta viku, eða 9. nóvember næstkomandi. „Ég gekk inn í þingsalinn og þar var enginn, og starfsfólkið var búið að spyrja mig hvort námskeiðið væri svona snemma. Ég var alveg viss um það, en það fóru samt að renna á mig tvær grímur, og ég ákvað að kíkja á póstinn minn. Þar stóð þetta allt skýrt og skilmerkilega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Kolbeinn segir þetta líklega skýrast af tilhlökkun. „Þetta er einhvern veginn svo skrítið. Það er búið að ráða mann í vinnu, kjósa mann til þings, og maður vill bara byrja. Það er ákveðinn spenningur í þessu. Maður gerir sér grein fyrir því að þetta verður stórt og mikið verkefni, sem ég held að verði bara ansi magnað.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel táraðist á fyrsta vinnudegi Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti. 1. nóvember 2016 15:02 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Kolbeinn Óttarsson Proppé, nýkjörinn þingmaður Vinstri grænna, vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann mætti til vinnu á Alþingi í morgun, því þar var ekki sálu að sjá. Ástæðan var einföld; hann var einni viku of snemma á ferðinni. „Þar sem mér hættir til að vera aðeins of seinn á fundi, því ég gleymi oft að reikna með ferðatímanum, gætti ég þess að leggja nógu snemma af stað í morgun á nýliðanámskeiðið. Viku of snemma, nánar tiltekið,“ segir Kolbeinn. Umrætt nýliðanámskeið þingmanna hefst eftir slétta viku, eða 9. nóvember næstkomandi. „Ég gekk inn í þingsalinn og þar var enginn, og starfsfólkið var búið að spyrja mig hvort námskeiðið væri svona snemma. Ég var alveg viss um það, en það fóru samt að renna á mig tvær grímur, og ég ákvað að kíkja á póstinn minn. Þar stóð þetta allt skýrt og skilmerkilega,“ segir Kolbeinn í samtali við Vísi. Kolbeinn segir þetta líklega skýrast af tilhlökkun. „Þetta er einhvern veginn svo skrítið. Það er búið að ráða mann í vinnu, kjósa mann til þings, og maður vill bara byrja. Það er ákveðinn spenningur í þessu. Maður gerir sér grein fyrir því að þetta verður stórt og mikið verkefni, sem ég held að verði bara ansi magnað.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Pawel táraðist á fyrsta vinnudegi Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti. 1. nóvember 2016 15:02 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Pawel táraðist á fyrsta vinnudegi Nýr þingmaður Viðreisnar er afar spenntur fyrir því að hefja störf á Alþingi af fullum krafti. 1. nóvember 2016 15:02