Birgitta um ákvörðun Guðna: „Frjálst að leyfa Bjarna að spreyta sig“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 12:45 Píratar með Guðna Th. á Bessastöðum á mánudag. vísir/anton brink „Guðna er náttúrulega frjálst að leyfa að Bjarna að spreyta sig,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata aðspurð um það hvernig henni líst á það að forsetinn hafi veitt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún segir að þessi ákvörðun hafi ekki komið sér á óvart og sér nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í kortunum. „Þegar ég set á mig spákonuhattinn þá sé ég fram á að það verði mögulega reynt að mynda DAC-stjórn jafnvel með stuðningi Framsóknar eða eitthvað svoleiðis. Mér þætti ekkert skrýtið að það yrði fyrsta tilraun,“ segir Birgitta í samtali við Vísi en slík þriggja flokka hefði aðeins eins manns meirihluta. Því veltir Birgitta upp hvort hún myndi leita stuðnings Framsóknar.Sjá einnig: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppévísir/anton brinkHún varpar þó fram þeirri spurningu hvernig Björt framtíð ætli að ná fram breytingum sínum varðandi landbúnaðarkerfið eða fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá hafi Óttarr Proppé jafnframt sagt á síðari fundi stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningarnar vegna mögulegra stjórnarmyndunarviðræðna að hann væri ekki til í samstarf með Sjálfstæðisflokknum eins og hann er í dag. „Og mér sýnist hann enn vera á þeim stað ef marka má viðtal við hann í Stundinni í dag enda hefur maður séð fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar vera mjög á móti slíku. Hvernig eiga þeir að ná fram breytingum á landbúnaðarkerfinu, fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um ESB, fara í stjórnarskrárvinnu, kerfisbreytingar og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum. Stóra spurningin er því hvað geta þessir þrír flokkar komið sér saman um?“ segir Birgitta. Kosningar 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira
„Guðna er náttúrulega frjálst að leyfa að Bjarna að spreyta sig,“ segir Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata aðspurð um það hvernig henni líst á það að forsetinn hafi veitt Bjarna Benediktssyni formanni Sjálfstæðisflokksins umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Hún segir að þessi ákvörðun hafi ekki komið sér á óvart og sér nýja ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í kortunum. „Þegar ég set á mig spákonuhattinn þá sé ég fram á að það verði mögulega reynt að mynda DAC-stjórn jafnvel með stuðningi Framsóknar eða eitthvað svoleiðis. Mér þætti ekkert skrýtið að það yrði fyrsta tilraun,“ segir Birgitta í samtali við Vísi en slík þriggja flokka hefði aðeins eins manns meirihluta. Því veltir Birgitta upp hvort hún myndi leita stuðnings Framsóknar.Sjá einnig: „Ég er ekki með neina fyrirframgefna niðurstöðu“Bjarni Benediktsson og Óttarr Proppévísir/anton brinkHún varpar þó fram þeirri spurningu hvernig Björt framtíð ætli að ná fram breytingum sínum varðandi landbúnaðarkerfið eða fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þá hafi Óttarr Proppé jafnframt sagt á síðari fundi stjórnarandstöðuflokkanna fyrir kosningarnar vegna mögulegra stjórnarmyndunarviðræðna að hann væri ekki til í samstarf með Sjálfstæðisflokknum eins og hann er í dag. „Og mér sýnist hann enn vera á þeim stað ef marka má viðtal við hann í Stundinni í dag enda hefur maður séð fyrrverandi þingmenn Bjartrar framtíðar vera mjög á móti slíku. Hvernig eiga þeir að ná fram breytingum á landbúnaðarkerfinu, fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður um ESB, fara í stjórnarskrárvinnu, kerfisbreytingar og breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu með Sjálfstæðisflokknum. Stóra spurningin er því hvað geta þessir þrír flokkar komið sér saman um?“ segir Birgitta.
Kosningar 2016 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Fleiri fréttir Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Sjá meira