Karítas Diðriksdóttir hefur verið ráðin markaðsstjóri hjá íslenska barnafatamerkinu iglo+indi.
Karítas er nýflutt til Íslands eftir átta ára dvöl í New York, London og Þýskalandi, en hún starfaði síðast sem Director of Brand Partnerships hjá hátískufyrirtækinu Moda Operandi í New York þar sem hún vann meðal annars með tískumerkjunum Marc Jacobs, Kenzo og Valentino.
Í tilkynningu frá iglo+indi segir að Karítas muni styðja við vöxt fyrirtækisins á erlendum og innlendum mörkuðum.
„Karítas er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og stundaði skiptinám við CBS í Kaupmannahöfn. Hún hefur starfað á fyrirtækjasviði hjá Straumi fjárfestingarbanka á Íslandi og í London, hjá fjármálafyrirtækinu SNL Financial í London og hjá Icelandair í Frankfurt.
iglo+indi hefur verið í miklum vexti frá stofnun fyrirtækisins árið 2008 og eru vörur þess nú seldar í 18 löndum. Öll hönnun og þróun á barnafötum iglo+indi fer fram hér á landi en allur fatnaðurinn er framleiddur í fjölskyldureknum verksmiðjum í Portúgal,“ segir í tilkynningunni, en vörur fyrirtækisins eru seldar í rúmlega hundrað verslunum.
Karítas ráðin markaðsstjóri hjá iglo+indi
Atli Ísleifsson skrifar

Mest lesið

Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent

Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu
Viðskipti innlent

Bjartara yfir við opnun markaða
Viðskipti erlent


Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna
Viðskipti innlent

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent

Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Hækkanir í Kauphöllinni á ný
Viðskipti innlent

Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag
Viðskipti innlent