Sigurinn á Tékkum gerður upp: „Framtíð Arons hjá landsliðinu liggur á miðjunni“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. nóvember 2016 13:45 Aron Pálmarsson tryggði sigurinn með marki og fiskuðum ruðning undir lokin. vísir/ernir „Þetta var rosalega erfiður leikur en ef maður setur þetta í samhengi þá var þarna nýr þjálfari [Geir Sveinsson] í sínum fyrsta leik í undankeppni HM á heimavelli og spennustigið hátt hjá tiltölulega nýju liði. Það mátti því ekkert búast við neinum stjörnuleik en sigur vannst og það stendur upp úr.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla, við Vísi um fyrsta leik strákanna okkar í handboltalandsliðinu í undankeppni EM 2018 sem fram fór í gær. Þar vann Ísland nauman sigur á Tékklandi, 25-24. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik en missti svo Tékkana fram úr sér í seinni hálfleiknum. Jafnt var nánast á öllum tölum undir lokin en Aron Pálmarsson gekk frá leiknum með sigurmarkinu og þá fiskaði hann ruðning í síðustu sókn gestanna. „Það eru allir sammála um að spilamennskan getur verið betri en varnarleikurinn var þéttari en undanfarin og virðist á réttri leið,“ segir Einar Andri. „Markvarslan var samt ekki nógu góð og ég er viss um að Börgvin er sammála mér í því.“ „Það var líka lítið af hraðaupphlaupum sem stafar meðal annars af markvörslunni en þar setti líka strik í reikninginn að Rúnari Kárasyni var skipt út af í vörninni og Aron Pálmarsson spilaði hægra megin í vörninni fyrir hann. Menn voru því ekki að spila fram boltanum í eðlilegum stöðum þegar við fengum tækifæri til að sækja hratt. Ég man ekki eftir að hafa séð þetta í langan tíma hjá landsliðinu,“ segir Einar Andri.Markvarslan datt aðeins niður í seinni hálfleik, eins og sjá má hér. #handbolti #isltek pic.twitter.com/tPO8K9Qscb— HBStatz (@HBSstatz) November 2, 2016 Arnór Þór Gunnarsson átti stórgóðan leik í gærkvöldi og skoraði mikilvæg mörk undir lokin.vísir/ernirVantar flot í sóknarleikinn Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í tíu skotum og Guðjón Valur Sigurðsson sex mörk í átta skotum þar af var hann tveir af þremur í vítum og brenndi af mikilvægu vítakasti á lokamínútunum. Alls komu því tíu mörk í 18 skotum af vinstri vængnum en kannski í fyrsta sinn í langan tíma var hægri vængurinn virkilega sterkur. Þar skoraði Rúnar Kárason fimm mörk í ellefu skotum og Arnór Þór Gunnarsson fimm mörk í sjö skotum, þar af nokkur mjög mikilvæg þegar mest á reyndi undir lokin. „Guðjón Valur og Aron hafa oft gert meira. Við setjum bara svo svakalegar kröfur á þá, en það er gott að vinna leikinn án þess að þeir eigi einhvern stórleik,“ segir Einar Andri sem fagnar framlagi örvhentu mannanna. „Það er langt síðan við unnum leikinn á hægri vængnum og það var gaman að sjá. Rúnar var virkilega ákveðinn og og hélt alltaf áfram. Arnór tók líka meiri ábyrgð undir lokin og virðist vera að færa sinn leik upp í næsta þrep.“ Í heildina var Einar samt ekkert alltof ánægður með sóknarleikinn: „Það vantaði miklu meira flot á boltann og að láta hann vinna betur fyrir liðið. Við vorum stundir of fljótir að slútta í staðinn fyrir að hreyfa tékknesku vörnina áður en við fórum í að gerðir,“ segir hann.Skotdreifing úr stöðum í leiknum. Ísland greinilega að opna hornin vel í dag, með 67% nýtingu. #handbolti #isltek pic.twitter.com/ev315AmpsY— HBStatz (@HBSstatz) November 2, 2016 Aron Pálmarsson er einn besti leikmaður heims en þarf helst að spila á miðjunni að mati Einars Andra fyrir landsliðið.vísir/ernirFramtíð Arons á miðjunni Aron Pálmarsson hóf leikinn sem leikstjórnandi en hann er búinn að spila þá stöðu í atvinnumennskunni undanfarin ár og er einn af þremur bestu leikstjórnendum heims. Með landsliðinu hefur hann spilað nær eingöngu sem skytta en nú eru nýir tímar eftir að Snorri Steinn Guðjónsson lagði landsliðsskóna á hilluna. „Það er fínt að láta Aron spila bæði sem leikstjórnanda og skyttu. Þannig koma mismunandi ógnir í sóknarleikinn en okkur skortir meira jafnvægi í sóknina þegar hann spilar á miðjunni. Það er kannski eðlilegt því Snorri Steinn er búinn að spila 70 prósent leiktímans undanfarin áratug á miðjunni og Arnór Atlason hin 30 prósentin,“ segir Einar Andri. „Liðinu vantar meira jafnvægi þegar Ólafur Guðmundsson er vinstra megin og Aron á miðjunni. Ég vil líka sjá meira frá Óla. Hann skortir enn þá sjálfstraust með landsliðinu. Þetta er frábær leikmaður sem gerir mikið fyrir okkur því hann spilar þristinn í vörninni. Það er alveg nýtt að vera með svona mann í miðjublokkinni sem þarf ekki að skipta út af. Hann á helling inni en ég vil sjá hann grimmari.“ Ef Ólafi gengur betur að fóta sem sem aðalskytta landsliðsins sér Einar Andri framtíð Arons Pálmarssonar sem leikstjórnanda hjá landsliðinu. „Það eru náttúrlega allir skrefi á eftir Aroni þannig sá sem spilar skyttuna þegar hann er ekki þar verður aldrei jafnöflugur. Aroni líður vel í skyttunni en til framtíðar er sterkast að hafa hann á miðjunni þegar Óli og fleiri koma inn og geta tekið af skarið. Með Aron á miðjunni og góða skyttu er svo svakaleg skotógn í þessu liði,“ segir Einar Andri.Attacker of the Match: A.Pálmarsson (8.05) Gls: 4/10 (40%) Ast: 5 Get7m: 0 TO: 2 #handball #handbolti #ICECZE— HBStatz (@HBSstatz) November 2, 2016 Defender of the Match: Ó.Guðmundsson (8.16) L.Stop: 5 Stl:1 Blk:2 Reb:2 #handball #handbolti #ICECZE— HBStatz (@HBSstatz) November 2, 2016 Það var smá skrekkur í mönnum í gær en stigin voru bæði eftir hér á Íslandi.vísir/ernirSiglum þessum riðli heim Önnur stór breyting í áttina að því að fækka skiptingum og jafnvel hætta með þær á stórum kafla hvers leiks var að kalla Arnar Frey Arnarsson, tvítugan línumann Svíþjóðarmeistara Kristianstad, í landsliðið. Arnar Freyr kom sterkur inn af bekknum í gær og fiskaði víti í fyrstu sókn. Hann spilar bæði vörn og sókn hjá Kristianstad og er búinn að skora tíu mörk í fjórum leikjum í Meistaradeildinni gegn fjórum af átta bestu liðum heims. „Mér fannst Arnar Freyr flottur. Hann kom tiltölulega snemma inn á þegar við vorum einum færri og sótti vítakast strax. Þetta var frábær byrjun á landsliðsferli,“ segir Einar Andri sem er hrifinn af umhverfinu sem Arnar Freyr er í hjá liði sínu Kristianstad. „Hann spilar vörn og sókn fyrir þjálfara sem er mjög varnarþenkjandi þannig ef hann heldur áfram að bæta sig gætum við á næsta ári eða svo farið að spila án þess að skipta inn á milli varnar og sóknar sem yrði mikill styrkur og eitthvað sem þjálfarateymið væri mjög ánægð með.“ Þrátt fyrir langt því frá fullkominn leik er Einar Andri bjartsýnn á næstu mánuði landsliðsins og sér strákana okkar koma sér nokkuð þægilega á EM 2018 í Króatíu. „Það er alveg full ástæða til bjartsýni. Þessi sigur gefur öllum sjálfstraust; bæði leikmönnum og þjálfurum. Við erum með frábært þjálfarateymi og leikmenn. Menn sjá alveg hvað er að og fara núna í að laga það. Ég er viss um að við vinnum Úkraínu og siglum þessum riðli svo heim,“ segir Einar Andri Einarsson.Final: Iceland Gls: 25 (49%) Ast: 13 TO: 6 - Czech Republic Gls: 24 (59%) Ast: 6 TO: 16 #handball #handbolti #ICECZE— HBStatz (@HBSstatz) November 2, 2016 Final: Iceland Saves: 9 (27%) L.Stop: 10 Stl: 7 Blk: 5 - Czech Rep Saves: 18 (42%) L.Stop: 15 Stl: 4 Blk: 3 #handball #handbolti #ICECZE— HBStatz (@HBSstatz) November 2, 2016 Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05 Geir fer með þessa stráka til Úkraínu | Janus Daði með í för Haukamaðurinn Janus Daði Smárason ferðast með íslenska handboltalandsliðinu til Úkraínu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM um helgina. 3. nóvember 2016 10:39 Byr í seglin í upphafi ferðalags Strákarnir okkar byrja undankeppni EM mjög vel en þeir lögðu Tékka í Höllinni í fyrsta leik sínum í undankeppninni. Boðið var upp á alvöru spennutrylli í Höllinni og úrslitin réðust ekki alveg fyrr en í blálokin. 3. nóvember 2016 06:00 Rúnar: Ætti að vera bannað að leggja svona á menn „Ef ég hefði verið að horfa með þér á leikinn hefði hann verið í 370 slögum en inni á vellinum líður manni alltaf betur,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigurinn á Tékkum í kvöld. 2. nóvember 2016 22:30 Aron: Ég þurfti að redda Gaua "Þetta áttist að vinna með tveimur mörkum því þeir tóku af mér mark í fyrri hálfleik en þetta gat ekki verið tæpara. Það er þeim mun sætara fyrir vikið,“ segir Aron Pálmarsson sem steig heldur betur upp á lokakafla leiksins gegn Tékkum í kvöld. 2. nóvember 2016 22:17 Grétar Ari: Eiginlega skrítið hvað ég var tilbúinn Markvörðurinn ungi, Grétar Ari Guðjónsson, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld og fékk traustið á lokamínútum leiksins gegn Tékkum. 2. nóvember 2016 22:26 Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30 Geir: Þetta var vinnusigur "Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum. 2. nóvember 2016 22:11 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira
„Þetta var rosalega erfiður leikur en ef maður setur þetta í samhengi þá var þarna nýr þjálfari [Geir Sveinsson] í sínum fyrsta leik í undankeppni HM á heimavelli og spennustigið hátt hjá tiltölulega nýju liði. Það mátti því ekkert búast við neinum stjörnuleik en sigur vannst og það stendur upp úr.“ Þetta segir Einar Andri Einarsson, þjálfari toppliðs Aftureldingar í Olís-deild karla, við Vísi um fyrsta leik strákanna okkar í handboltalandsliðinu í undankeppni EM 2018 sem fram fór í gær. Þar vann Ísland nauman sigur á Tékklandi, 25-24. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik en missti svo Tékkana fram úr sér í seinni hálfleiknum. Jafnt var nánast á öllum tölum undir lokin en Aron Pálmarsson gekk frá leiknum með sigurmarkinu og þá fiskaði hann ruðning í síðustu sókn gestanna. „Það eru allir sammála um að spilamennskan getur verið betri en varnarleikurinn var þéttari en undanfarin og virðist á réttri leið,“ segir Einar Andri. „Markvarslan var samt ekki nógu góð og ég er viss um að Börgvin er sammála mér í því.“ „Það var líka lítið af hraðaupphlaupum sem stafar meðal annars af markvörslunni en þar setti líka strik í reikninginn að Rúnari Kárasyni var skipt út af í vörninni og Aron Pálmarsson spilaði hægra megin í vörninni fyrir hann. Menn voru því ekki að spila fram boltanum í eðlilegum stöðum þegar við fengum tækifæri til að sækja hratt. Ég man ekki eftir að hafa séð þetta í langan tíma hjá landsliðinu,“ segir Einar Andri.Markvarslan datt aðeins niður í seinni hálfleik, eins og sjá má hér. #handbolti #isltek pic.twitter.com/tPO8K9Qscb— HBStatz (@HBSstatz) November 2, 2016 Arnór Þór Gunnarsson átti stórgóðan leik í gærkvöldi og skoraði mikilvæg mörk undir lokin.vísir/ernirVantar flot í sóknarleikinn Aron Pálmarsson skoraði fjögur mörk í tíu skotum og Guðjón Valur Sigurðsson sex mörk í átta skotum þar af var hann tveir af þremur í vítum og brenndi af mikilvægu vítakasti á lokamínútunum. Alls komu því tíu mörk í 18 skotum af vinstri vængnum en kannski í fyrsta sinn í langan tíma var hægri vængurinn virkilega sterkur. Þar skoraði Rúnar Kárason fimm mörk í ellefu skotum og Arnór Þór Gunnarsson fimm mörk í sjö skotum, þar af nokkur mjög mikilvæg þegar mest á reyndi undir lokin. „Guðjón Valur og Aron hafa oft gert meira. Við setjum bara svo svakalegar kröfur á þá, en það er gott að vinna leikinn án þess að þeir eigi einhvern stórleik,“ segir Einar Andri sem fagnar framlagi örvhentu mannanna. „Það er langt síðan við unnum leikinn á hægri vængnum og það var gaman að sjá. Rúnar var virkilega ákveðinn og og hélt alltaf áfram. Arnór tók líka meiri ábyrgð undir lokin og virðist vera að færa sinn leik upp í næsta þrep.“ Í heildina var Einar samt ekkert alltof ánægður með sóknarleikinn: „Það vantaði miklu meira flot á boltann og að láta hann vinna betur fyrir liðið. Við vorum stundir of fljótir að slútta í staðinn fyrir að hreyfa tékknesku vörnina áður en við fórum í að gerðir,“ segir hann.Skotdreifing úr stöðum í leiknum. Ísland greinilega að opna hornin vel í dag, með 67% nýtingu. #handbolti #isltek pic.twitter.com/ev315AmpsY— HBStatz (@HBSstatz) November 2, 2016 Aron Pálmarsson er einn besti leikmaður heims en þarf helst að spila á miðjunni að mati Einars Andra fyrir landsliðið.vísir/ernirFramtíð Arons á miðjunni Aron Pálmarsson hóf leikinn sem leikstjórnandi en hann er búinn að spila þá stöðu í atvinnumennskunni undanfarin ár og er einn af þremur bestu leikstjórnendum heims. Með landsliðinu hefur hann spilað nær eingöngu sem skytta en nú eru nýir tímar eftir að Snorri Steinn Guðjónsson lagði landsliðsskóna á hilluna. „Það er fínt að láta Aron spila bæði sem leikstjórnanda og skyttu. Þannig koma mismunandi ógnir í sóknarleikinn en okkur skortir meira jafnvægi í sóknina þegar hann spilar á miðjunni. Það er kannski eðlilegt því Snorri Steinn er búinn að spila 70 prósent leiktímans undanfarin áratug á miðjunni og Arnór Atlason hin 30 prósentin,“ segir Einar Andri. „Liðinu vantar meira jafnvægi þegar Ólafur Guðmundsson er vinstra megin og Aron á miðjunni. Ég vil líka sjá meira frá Óla. Hann skortir enn þá sjálfstraust með landsliðinu. Þetta er frábær leikmaður sem gerir mikið fyrir okkur því hann spilar þristinn í vörninni. Það er alveg nýtt að vera með svona mann í miðjublokkinni sem þarf ekki að skipta út af. Hann á helling inni en ég vil sjá hann grimmari.“ Ef Ólafi gengur betur að fóta sem sem aðalskytta landsliðsins sér Einar Andri framtíð Arons Pálmarssonar sem leikstjórnanda hjá landsliðinu. „Það eru náttúrlega allir skrefi á eftir Aroni þannig sá sem spilar skyttuna þegar hann er ekki þar verður aldrei jafnöflugur. Aroni líður vel í skyttunni en til framtíðar er sterkast að hafa hann á miðjunni þegar Óli og fleiri koma inn og geta tekið af skarið. Með Aron á miðjunni og góða skyttu er svo svakaleg skotógn í þessu liði,“ segir Einar Andri.Attacker of the Match: A.Pálmarsson (8.05) Gls: 4/10 (40%) Ast: 5 Get7m: 0 TO: 2 #handball #handbolti #ICECZE— HBStatz (@HBSstatz) November 2, 2016 Defender of the Match: Ó.Guðmundsson (8.16) L.Stop: 5 Stl:1 Blk:2 Reb:2 #handball #handbolti #ICECZE— HBStatz (@HBSstatz) November 2, 2016 Það var smá skrekkur í mönnum í gær en stigin voru bæði eftir hér á Íslandi.vísir/ernirSiglum þessum riðli heim Önnur stór breyting í áttina að því að fækka skiptingum og jafnvel hætta með þær á stórum kafla hvers leiks var að kalla Arnar Frey Arnarsson, tvítugan línumann Svíþjóðarmeistara Kristianstad, í landsliðið. Arnar Freyr kom sterkur inn af bekknum í gær og fiskaði víti í fyrstu sókn. Hann spilar bæði vörn og sókn hjá Kristianstad og er búinn að skora tíu mörk í fjórum leikjum í Meistaradeildinni gegn fjórum af átta bestu liðum heims. „Mér fannst Arnar Freyr flottur. Hann kom tiltölulega snemma inn á þegar við vorum einum færri og sótti vítakast strax. Þetta var frábær byrjun á landsliðsferli,“ segir Einar Andri sem er hrifinn af umhverfinu sem Arnar Freyr er í hjá liði sínu Kristianstad. „Hann spilar vörn og sókn fyrir þjálfara sem er mjög varnarþenkjandi þannig ef hann heldur áfram að bæta sig gætum við á næsta ári eða svo farið að spila án þess að skipta inn á milli varnar og sóknar sem yrði mikill styrkur og eitthvað sem þjálfarateymið væri mjög ánægð með.“ Þrátt fyrir langt því frá fullkominn leik er Einar Andri bjartsýnn á næstu mánuði landsliðsins og sér strákana okkar koma sér nokkuð þægilega á EM 2018 í Króatíu. „Það er alveg full ástæða til bjartsýni. Þessi sigur gefur öllum sjálfstraust; bæði leikmönnum og þjálfurum. Við erum með frábært þjálfarateymi og leikmenn. Menn sjá alveg hvað er að og fara núna í að laga það. Ég er viss um að við vinnum Úkraínu og siglum þessum riðli svo heim,“ segir Einar Andri Einarsson.Final: Iceland Gls: 25 (49%) Ast: 13 TO: 6 - Czech Republic Gls: 24 (59%) Ast: 6 TO: 16 #handball #handbolti #ICECZE— HBStatz (@HBSstatz) November 2, 2016 Final: Iceland Saves: 9 (27%) L.Stop: 10 Stl: 7 Blk: 5 - Czech Rep Saves: 18 (42%) L.Stop: 15 Stl: 4 Blk: 3 #handball #handbolti #ICECZE— HBStatz (@HBSstatz) November 2, 2016
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05 Geir fer með þessa stráka til Úkraínu | Janus Daði með í för Haukamaðurinn Janus Daði Smárason ferðast með íslenska handboltalandsliðinu til Úkraínu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM um helgina. 3. nóvember 2016 10:39 Byr í seglin í upphafi ferðalags Strákarnir okkar byrja undankeppni EM mjög vel en þeir lögðu Tékka í Höllinni í fyrsta leik sínum í undankeppninni. Boðið var upp á alvöru spennutrylli í Höllinni og úrslitin réðust ekki alveg fyrr en í blálokin. 3. nóvember 2016 06:00 Rúnar: Ætti að vera bannað að leggja svona á menn „Ef ég hefði verið að horfa með þér á leikinn hefði hann verið í 370 slögum en inni á vellinum líður manni alltaf betur,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigurinn á Tékkum í kvöld. 2. nóvember 2016 22:30 Aron: Ég þurfti að redda Gaua "Þetta áttist að vinna með tveimur mörkum því þeir tóku af mér mark í fyrri hálfleik en þetta gat ekki verið tæpara. Það er þeim mun sætara fyrir vikið,“ segir Aron Pálmarsson sem steig heldur betur upp á lokakafla leiksins gegn Tékkum í kvöld. 2. nóvember 2016 22:17 Grétar Ari: Eiginlega skrítið hvað ég var tilbúinn Markvörðurinn ungi, Grétar Ari Guðjónsson, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld og fékk traustið á lokamínútum leiksins gegn Tékkum. 2. nóvember 2016 22:26 Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30 Geir: Þetta var vinnusigur "Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum. 2. nóvember 2016 22:11 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Sjá meira
Arnór Þór: Olnboginn fór beint í kjálkann á mér Arnór Þór Gunnarsson stóð vel fyrir sínu í hægra horni Íslands í dag, lék nánast allan leikinn og skoraði fimm mörk. 2. nóvember 2016 22:05
Geir fer með þessa stráka til Úkraínu | Janus Daði með í för Haukamaðurinn Janus Daði Smárason ferðast með íslenska handboltalandsliðinu til Úkraínu þar sem liðið mætir heimamönnum í undankeppni EM um helgina. 3. nóvember 2016 10:39
Byr í seglin í upphafi ferðalags Strákarnir okkar byrja undankeppni EM mjög vel en þeir lögðu Tékka í Höllinni í fyrsta leik sínum í undankeppninni. Boðið var upp á alvöru spennutrylli í Höllinni og úrslitin réðust ekki alveg fyrr en í blálokin. 3. nóvember 2016 06:00
Rúnar: Ætti að vera bannað að leggja svona á menn „Ef ég hefði verið að horfa með þér á leikinn hefði hann verið í 370 slögum en inni á vellinum líður manni alltaf betur,“ sagði Rúnar Kárason eftir sigurinn á Tékkum í kvöld. 2. nóvember 2016 22:30
Aron: Ég þurfti að redda Gaua "Þetta áttist að vinna með tveimur mörkum því þeir tóku af mér mark í fyrri hálfleik en þetta gat ekki verið tæpara. Það er þeim mun sætara fyrir vikið,“ segir Aron Pálmarsson sem steig heldur betur upp á lokakafla leiksins gegn Tékkum í kvöld. 2. nóvember 2016 22:17
Grétar Ari: Eiginlega skrítið hvað ég var tilbúinn Markvörðurinn ungi, Grétar Ari Guðjónsson, lék sinn fyrsta landsleik í kvöld og fékk traustið á lokamínútum leiksins gegn Tékkum. 2. nóvember 2016 22:26
Guðjón Valur: Fannst við fleiri mörkum betri "Við gerðum okkur erfitt fyrir í kvöld en höfðum trú á þessu allan tímann,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson fyrirliði Íslands eftir sigurinn á Tékklandi í kvöld. 2. nóvember 2016 21:53
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Tékkland 25-24 | Íslenskur sigur í háspennuleik Ísland lagði Tékkland 25-24 í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM í Króatíu 2018. Ísland var 12-10 yfir í hálfleik. 2. nóvember 2016 22:30
Geir: Þetta var vinnusigur "Mér líður vel að hafa fengið þessi tvö stig. Það er auðvitað eitt og annað sem hefði mátt fara en við ætluðum að vinna og það tókst,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Geir Sveinsson, eftir sigurinn fína á Tékkum. 2. nóvember 2016 22:11