Nóvemberspá Siggu Kling – Tvíburinn: Þú ert með mjög smitandi orku 4. nóvember 2016 09:00 Elsku skemmtilegi Tvíburinn minn. Lífið gengur í miklum bylgjum hjá þér, sérstaklega í fyrri parti lífsins. En það er bara til þess að þú þroskist betur og komir út úr skelinni. Þú hefur þá sterku orku sem er að koma til þín til að finna þér nýja leið til þess að láta draumana þína rætast. Þú ert búinn að sleppa taki á einhverju sem hefur verið að hindra þig og auðvitað getur það verið erfitt, en eftir þá erfiðleika sérðu bara sólina. Það skiptir þig miklu máli hvernig þú lítur út og þú getur verið of gagnrýninn á sjálfan þig og þar af leiðandi dregið þig niður á eitthvert plan sem þú átt alls ekki að vera á. Þú ert með mjög smitandi orku og hefur áhrif á alla sem eru í kringum þig og þegar það er eitthvert álag á taugakerfinu, þá er eins og allt fari í mínus hjá fólkinu sem umgengst þig. Þú hefur þá tilhneigingu til að hafa allt fullkomið og það setur þig í alltof mikla keppni og baráttuhug. Þú þarft að nota lipurð og ljúf orð til að fá fólk til að fylgja þér eftir. Þegar desembermánuður hefst, þá ertu kominn á svo fallegan stað að þér finnst þú vera í himnaríki. Hversu hressandi er það? Þér finnst þú eiga að vera svo skyldurækinn og passa allt í kringum þig en á móti langar þig að æða út í óvissuna og búa til ævintýri. Þú átt eftir að geta sameinað þetta tvennt núna og þá mun ekkert stoppa þig. Þér finnst eins og þú þurfir á ástinni að halda og þess vegna hefurðu lent í þó nokkrum tilfinningaflækjum ef þú ert á lausu. Þú þarft að muna að ástin er auðveld – ef það er ást, þá smellur hún og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. En ef það er mikil vitleysa í kringum ástina hjá þér, þá ertu ekki á réttri leið. Ástin á að hjálpa þér að gera þig sterkari en ekki hindra þig, þá missirðu taktinn. Það munu ekki allir verða ánægðir með þær ákvarðanir sem þú tekur næstu tvo mánuði en þú getur ekki látið öllum líka vel við þig. Þú þarft að magna þinn dásamlega karakter upp og þegar þú skilur það, þá sérðu að þessi ferð útí óvissuna mun færa þér svo miklu betri tíð og þú verður svo ánægður með sjálfan þig – og það er það eina sem þú þarft til að halda í hamingjuna. Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður. Donald Trump Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira
Elsku skemmtilegi Tvíburinn minn. Lífið gengur í miklum bylgjum hjá þér, sérstaklega í fyrri parti lífsins. En það er bara til þess að þú þroskist betur og komir út úr skelinni. Þú hefur þá sterku orku sem er að koma til þín til að finna þér nýja leið til þess að láta draumana þína rætast. Þú ert búinn að sleppa taki á einhverju sem hefur verið að hindra þig og auðvitað getur það verið erfitt, en eftir þá erfiðleika sérðu bara sólina. Það skiptir þig miklu máli hvernig þú lítur út og þú getur verið of gagnrýninn á sjálfan þig og þar af leiðandi dregið þig niður á eitthvert plan sem þú átt alls ekki að vera á. Þú ert með mjög smitandi orku og hefur áhrif á alla sem eru í kringum þig og þegar það er eitthvert álag á taugakerfinu, þá er eins og allt fari í mínus hjá fólkinu sem umgengst þig. Þú hefur þá tilhneigingu til að hafa allt fullkomið og það setur þig í alltof mikla keppni og baráttuhug. Þú þarft að nota lipurð og ljúf orð til að fá fólk til að fylgja þér eftir. Þegar desembermánuður hefst, þá ertu kominn á svo fallegan stað að þér finnst þú vera í himnaríki. Hversu hressandi er það? Þér finnst þú eiga að vera svo skyldurækinn og passa allt í kringum þig en á móti langar þig að æða út í óvissuna og búa til ævintýri. Þú átt eftir að geta sameinað þetta tvennt núna og þá mun ekkert stoppa þig. Þér finnst eins og þú þurfir á ástinni að halda og þess vegna hefurðu lent í þó nokkrum tilfinningaflækjum ef þú ert á lausu. Þú þarft að muna að ástin er auðveld – ef það er ást, þá smellur hún og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. En ef það er mikil vitleysa í kringum ástina hjá þér, þá ertu ekki á réttri leið. Ástin á að hjálpa þér að gera þig sterkari en ekki hindra þig, þá missirðu taktinn. Það munu ekki allir verða ánægðir með þær ákvarðanir sem þú tekur næstu tvo mánuði en þú getur ekki látið öllum líka vel við þig. Þú þarft að magna þinn dásamlega karakter upp og þegar þú skilur það, þá sérðu að þessi ferð útí óvissuna mun færa þér svo miklu betri tíð og þú verður svo ánægður með sjálfan þig – og það er það eina sem þú þarft til að halda í hamingjuna. Frægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður.
Donald Trump Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Sjá meira