Hafna hótelstækkun á Mývatni Svavar Hávarðsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Til stóð að sjöfalda Hótel Reykjahlíð við Mývatn að stærð. vísir/vilhelm Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð úr níu herbergja hóteli í 43 herbergja hótel virðast úr sögunni. Umhverfisstofnun hefur með afgerandi hætti hafnað breytingartillögu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna stækkunarinnar. „Ljóst er að leyfi Umhverfisstofnunar þarf fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í samræmi við lög um Mývatn og Laxá. […] gerir Umhverfisstofnun ekki ráð fyrir að svo mikil uppbygging innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár, aðeins 50 metra frá vatninu, yrði heimiluð af hennar hálfu,“ segir í niðurstöðuorðum Umhverfisstofnunar um skipulagstillöguna. Með öðrum orðum samþykkir stofnunin ekki skipulagsáætlunina og ef til leyfisveitingar kæmi, þá yrði henni hafnað af hennar hálfu. Í upphafi áætlaði Icelandair Hotels að byggja þriggja hæða viðbyggingu við hótel Reykjahlíð. Vegna mótmæla landeigenda var hins vegar horfið frá þeim áformum, og viðbyggingar lækkaðar í tveggja hæða byggingar. Þeir sem eiga jarðir samliggjandi lóðinni sem Icelandair Hótel keyptu lýstu yfir stuðningi við við þau áform félagsins en í sumar undirrituðu 66%, eða um 200 manns, undirskriftalista þar sem uppbyggingunni var harðlega mótmælt. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vor stendur Hótel Reykjahlíð langt innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár og er verndarsvæðið 200 metra breiður bakki meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin til sjávar. Þess utan er lífríki Mývatns undir miklu álagi og breytinga hefur orðið vart í vatninu undanfarin ár og áratugi. Verndarsvæðið hefur verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir friðlýst svæði sem eiga á hættu að verndargildi skerðist, en yfir þessa þætti er farið af nákvæmni í úrskurði Umhverfisstofnunar frá 27. október síðastliðnum. Þá sagði Fréttablaðið frá því í júní að engin sátt ríkti innan Skútustaðahrepps um stækkun Hótels Reykjahlíðar. Þá kom fram að sveitarstjórnin væri klofin í málinu og íbúar lýstu furðu sinni á því að svo virtist sem ákveðið hefði verið að ganga gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu í Reykjahlíð. Íbúar sögðu í undirskriftalista sínum að framkvæmdin gengi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár, og teldu að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna sköpuðu hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu. Undir þessi sjónarmið íbúanna tekur Umhverfisstofnun að öllu leyti. Ekki tókst að fá viðbrögð forsvarsmanna Icelandair Hotels við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íbúar í Mývatnssveit vilja ekki sjá stærra hótel á bakka vatnsins Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. 12. júlí 2016 12:30 Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00 Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð úr níu herbergja hóteli í 43 herbergja hótel virðast úr sögunni. Umhverfisstofnun hefur með afgerandi hætti hafnað breytingartillögu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna stækkunarinnar. „Ljóst er að leyfi Umhverfisstofnunar þarf fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í samræmi við lög um Mývatn og Laxá. […] gerir Umhverfisstofnun ekki ráð fyrir að svo mikil uppbygging innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár, aðeins 50 metra frá vatninu, yrði heimiluð af hennar hálfu,“ segir í niðurstöðuorðum Umhverfisstofnunar um skipulagstillöguna. Með öðrum orðum samþykkir stofnunin ekki skipulagsáætlunina og ef til leyfisveitingar kæmi, þá yrði henni hafnað af hennar hálfu. Í upphafi áætlaði Icelandair Hotels að byggja þriggja hæða viðbyggingu við hótel Reykjahlíð. Vegna mótmæla landeigenda var hins vegar horfið frá þeim áformum, og viðbyggingar lækkaðar í tveggja hæða byggingar. Þeir sem eiga jarðir samliggjandi lóðinni sem Icelandair Hótel keyptu lýstu yfir stuðningi við við þau áform félagsins en í sumar undirrituðu 66%, eða um 200 manns, undirskriftalista þar sem uppbyggingunni var harðlega mótmælt. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vor stendur Hótel Reykjahlíð langt innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár og er verndarsvæðið 200 metra breiður bakki meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin til sjávar. Þess utan er lífríki Mývatns undir miklu álagi og breytinga hefur orðið vart í vatninu undanfarin ár og áratugi. Verndarsvæðið hefur verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir friðlýst svæði sem eiga á hættu að verndargildi skerðist, en yfir þessa þætti er farið af nákvæmni í úrskurði Umhverfisstofnunar frá 27. október síðastliðnum. Þá sagði Fréttablaðið frá því í júní að engin sátt ríkti innan Skútustaðahrepps um stækkun Hótels Reykjahlíðar. Þá kom fram að sveitarstjórnin væri klofin í málinu og íbúar lýstu furðu sinni á því að svo virtist sem ákveðið hefði verið að ganga gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu í Reykjahlíð. Íbúar sögðu í undirskriftalista sínum að framkvæmdin gengi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár, og teldu að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna sköpuðu hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu. Undir þessi sjónarmið íbúanna tekur Umhverfisstofnun að öllu leyti. Ekki tókst að fá viðbrögð forsvarsmanna Icelandair Hotels við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íbúar í Mývatnssveit vilja ekki sjá stærra hótel á bakka vatnsins Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. 12. júlí 2016 12:30 Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00 Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Íbúar í Mývatnssveit vilja ekki sjá stærra hótel á bakka vatnsins Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. 12. júlí 2016 12:30
Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00
Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00