Hafna hótelstækkun á Mývatni Svavar Hávarðsson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Til stóð að sjöfalda Hótel Reykjahlíð við Mývatn að stærð. vísir/vilhelm Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð úr níu herbergja hóteli í 43 herbergja hótel virðast úr sögunni. Umhverfisstofnun hefur með afgerandi hætti hafnað breytingartillögu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna stækkunarinnar. „Ljóst er að leyfi Umhverfisstofnunar þarf fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í samræmi við lög um Mývatn og Laxá. […] gerir Umhverfisstofnun ekki ráð fyrir að svo mikil uppbygging innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár, aðeins 50 metra frá vatninu, yrði heimiluð af hennar hálfu,“ segir í niðurstöðuorðum Umhverfisstofnunar um skipulagstillöguna. Með öðrum orðum samþykkir stofnunin ekki skipulagsáætlunina og ef til leyfisveitingar kæmi, þá yrði henni hafnað af hennar hálfu. Í upphafi áætlaði Icelandair Hotels að byggja þriggja hæða viðbyggingu við hótel Reykjahlíð. Vegna mótmæla landeigenda var hins vegar horfið frá þeim áformum, og viðbyggingar lækkaðar í tveggja hæða byggingar. Þeir sem eiga jarðir samliggjandi lóðinni sem Icelandair Hótel keyptu lýstu yfir stuðningi við við þau áform félagsins en í sumar undirrituðu 66%, eða um 200 manns, undirskriftalista þar sem uppbyggingunni var harðlega mótmælt. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vor stendur Hótel Reykjahlíð langt innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár og er verndarsvæðið 200 metra breiður bakki meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin til sjávar. Þess utan er lífríki Mývatns undir miklu álagi og breytinga hefur orðið vart í vatninu undanfarin ár og áratugi. Verndarsvæðið hefur verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir friðlýst svæði sem eiga á hættu að verndargildi skerðist, en yfir þessa þætti er farið af nákvæmni í úrskurði Umhverfisstofnunar frá 27. október síðastliðnum. Þá sagði Fréttablaðið frá því í júní að engin sátt ríkti innan Skútustaðahrepps um stækkun Hótels Reykjahlíðar. Þá kom fram að sveitarstjórnin væri klofin í málinu og íbúar lýstu furðu sinni á því að svo virtist sem ákveðið hefði verið að ganga gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu í Reykjahlíð. Íbúar sögðu í undirskriftalista sínum að framkvæmdin gengi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár, og teldu að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna sköpuðu hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu. Undir þessi sjónarmið íbúanna tekur Umhverfisstofnun að öllu leyti. Ekki tókst að fá viðbrögð forsvarsmanna Icelandair Hotels við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íbúar í Mývatnssveit vilja ekki sjá stærra hótel á bakka vatnsins Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. 12. júlí 2016 12:30 Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00 Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð úr níu herbergja hóteli í 43 herbergja hótel virðast úr sögunni. Umhverfisstofnun hefur með afgerandi hætti hafnað breytingartillögu á aðalskipulagi Skútustaðahrepps vegna stækkunarinnar. „Ljóst er að leyfi Umhverfisstofnunar þarf fyrir fyrirhugaðri framkvæmd í samræmi við lög um Mývatn og Laxá. […] gerir Umhverfisstofnun ekki ráð fyrir að svo mikil uppbygging innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár, aðeins 50 metra frá vatninu, yrði heimiluð af hennar hálfu,“ segir í niðurstöðuorðum Umhverfisstofnunar um skipulagstillöguna. Með öðrum orðum samþykkir stofnunin ekki skipulagsáætlunina og ef til leyfisveitingar kæmi, þá yrði henni hafnað af hennar hálfu. Í upphafi áætlaði Icelandair Hotels að byggja þriggja hæða viðbyggingu við hótel Reykjahlíð. Vegna mótmæla landeigenda var hins vegar horfið frá þeim áformum, og viðbyggingar lækkaðar í tveggja hæða byggingar. Þeir sem eiga jarðir samliggjandi lóðinni sem Icelandair Hótel keyptu lýstu yfir stuðningi við við þau áform félagsins en í sumar undirrituðu 66%, eða um 200 manns, undirskriftalista þar sem uppbyggingunni var harðlega mótmælt. Eins og Fréttablaðið fjallaði um í vor stendur Hótel Reykjahlíð langt innan verndarsvæðis Mývatns og Laxár og er verndarsvæðið 200 metra breiður bakki meðfram Mývatni öllu og Laxá báðum megin til sjávar. Þess utan er lífríki Mývatns undir miklu álagi og breytinga hefur orðið vart í vatninu undanfarin ár og áratugi. Verndarsvæðið hefur verið á rauðum lista Umhverfisstofnunar yfir friðlýst svæði sem eiga á hættu að verndargildi skerðist, en yfir þessa þætti er farið af nákvæmni í úrskurði Umhverfisstofnunar frá 27. október síðastliðnum. Þá sagði Fréttablaðið frá því í júní að engin sátt ríkti innan Skútustaðahrepps um stækkun Hótels Reykjahlíðar. Þá kom fram að sveitarstjórnin væri klofin í málinu og íbúar lýstu furðu sinni á því að svo virtist sem ákveðið hefði verið að ganga gegn yfirlýstri stefnu sveitarfélagsins um uppbyggingu í Reykjahlíð. Íbúar sögðu í undirskriftalista sínum að framkvæmdin gengi gegn anda laga um verndun Mývatns og Laxár, og teldu að hún muni spilla útsýni til vatnsins og ímynd sveitarinnar. Samþykkt áformanna sköpuðu hættulegt fordæmi varðandi framkvæmdir á verndarsvæðinu. Undir þessi sjónarmið íbúanna tekur Umhverfisstofnun að öllu leyti. Ekki tókst að fá viðbrögð forsvarsmanna Icelandair Hotels við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Tengdar fréttir Íbúar í Mývatnssveit vilja ekki sjá stærra hótel á bakka vatnsins Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. 12. júlí 2016 12:30 Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00 Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Íbúar í Mývatnssveit vilja ekki sjá stærra hótel á bakka vatnsins Liðlega tvö hundruð íbúar í Mývatnssveit skrifuðu undir undirskriftalista til lýsa andstöðu sinni við að byggt verði stórt hótel á bakka Mývatns við Hótel Reykjahlíð. 12. júlí 2016 12:30
Ósáttir við stækkun hótels Áform Icelandair Hotels um að stækka Hótel Reykjahlíð margfalt mæta mikilli óánægju á meðal íbúa. Sveitarstjórnin er klofin í málinu. 9. júní 2016 08:00
Hótel langt innan verndarlínu Margföldun á stærð Hótels Reykjahlíðar, sem Icelandair Hotels áformar, er langt innan verndarlínu sérlaga um vernd Mývatns og Laxár. Umhverfisstofnun setur stranga fyrirvara. Sveitarstjóri segir ekkert hafa verið ákveðið. 4. júní 2016 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent