May vill hnekkja Brexit-dómnum í Hæstarétti Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. nóvember 2016 13:36 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni reyna að fá nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hnekkt fyrir Hæstarétti Bretlands. Vísir/AFP Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni reyna að fá nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hnekkt fyrir Hæstarétti Bretlands. Hún segir að bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna, sem oft er kölluð Brexit, frá því í sumar.May skrifar grein í blaðið The Telegraph um helgina þar sem hún bregst við dómi yfirréttar í Englandi um lögmæti Brexit. Þetta eru fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans við dómnum sem felur í sér að bresk stjórnvöld geti ekki virkjað 50. gr. Lissabon-sáttmálans og hafið formlegt útgönguferli úr Evrópusambandinu þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar, án þess að breska þjóðþingið samþykki það áður. May segir í grein sinni að breska þingið hafi samþykkt að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og þar með skuldbundið sig til að virða niðurstöðu hennar. Það hafi verið niðurstaða meirihluta Breta að segja sig úr Evrópusambandinu en 52 prósent þeirra sem greiddu atkvæði kusu með Brexit og bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Breska ríkisstjórnin hefur þegar áfrýjað dómnum til Hæstaréttar Bretlands. May segir í grein sinni í Telegraph að prinsipp lýðræðisins hangi á línunni og að Bretar verði að hverfa frá átökum fortíðar, standa saman og notfæra sér tækifærið sem útgangan úr Evrópusambandinu feli í sér. Hún vísar því jafnframt á bug að Brexit sé afturhvarf til fortíðar því opin og metnaðarfull framtíð bíði Breta. Búist er við að Hæstiréttur Bretlands dæmi í málinu í janúar næstkomandi. Bresk stjórnvöld höfðu áður ráðgert að hefja úrsagnarferlið formlega í lok mars 2017. Brexit Tengdar fréttir Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að breska ríkisstjórnin muni reyna að fá nýjum dómi um lögmæti útgöngu Breta úr Evrópusambandinu hnekkt fyrir Hæstarétti Bretlands. Hún segir að bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um útgönguna, sem oft er kölluð Brexit, frá því í sumar.May skrifar grein í blaðið The Telegraph um helgina þar sem hún bregst við dómi yfirréttar í Englandi um lögmæti Brexit. Þetta eru fyrstu viðbrögð forsætisráðherrans við dómnum sem felur í sér að bresk stjórnvöld geti ekki virkjað 50. gr. Lissabon-sáttmálans og hafið formlegt útgönguferli úr Evrópusambandinu þrátt fyrir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í sumar, án þess að breska þjóðþingið samþykki það áður. May segir í grein sinni að breska þingið hafi samþykkt að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og þar með skuldbundið sig til að virða niðurstöðu hennar. Það hafi verið niðurstaða meirihluta Breta að segja sig úr Evrópusambandinu en 52 prósent þeirra sem greiddu atkvæði kusu með Brexit og bresk stjórnvöld muni virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Breska ríkisstjórnin hefur þegar áfrýjað dómnum til Hæstaréttar Bretlands. May segir í grein sinni í Telegraph að prinsipp lýðræðisins hangi á línunni og að Bretar verði að hverfa frá átökum fortíðar, standa saman og notfæra sér tækifærið sem útgangan úr Evrópusambandinu feli í sér. Hún vísar því jafnframt á bug að Brexit sé afturhvarf til fortíðar því opin og metnaðarfull framtíð bíði Breta. Búist er við að Hæstiréttur Bretlands dæmi í málinu í janúar næstkomandi. Bresk stjórnvöld höfðu áður ráðgert að hefja úrsagnarferlið formlega í lok mars 2017.
Brexit Tengdar fréttir Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00 Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28 Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Sjá meira
Breskir þingmenn í bobba Samkvæmt dómsúrskurði frá því á fimmtudag fer breska þingið eitt með ákvörðunarvald um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu. 5. nóvember 2016 07:00
Eiríkur um Brexit-dóminn: „Þetta er alger „game-changer““ Eiríkur Bergmann segir að það sem mestu máli skipti sé að breska þingið er fullvaldurinn og þingmenn verða ekki háðir niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 3. nóvember 2016 13:28
Brexit: Breska stjórnin þarf samþykki þings áður en 50. greinin er virkjuð Breska ríkisstjórnin getur ekki virkjað 50. grein Lissabon-sáttmálans upp á sitt einsdæmi. 3. nóvember 2016 10:24