Slök sókn og fá hraðaupphlaup Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2016 06:00 Kári Kristján Kristjánsson átti fínan leik gegn Úkraínu, skoraði þrjú mörk og fiskaði tvö vítaköst. vísir/ernir Íslandi tókst ekki að fylgja sigrinum á Tékklandi á miðvikudaginn eftir gegn Úkraínu á laugardaginn. Heimamenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum í Sumy og lönduðu tveggja marka sigri, 27-25. Sama dag unnu Tékkar sjö marka sigur, 35-28, á Makedóníu og því eru öll liðin í riðli 4 í undankeppni EM 2018 með tvö stig. Jafnara getur það ekki orðið. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss í Olís-deild karla, segir að sóknarleikur íslenska liðsins í leiknum gegn Úkraínu hafi ekki verið nógu góður. „Við vorum gífurlega lengi í gang í sókninni en það lagaðist mikið þegar Arnór Atlason kom inn á um miðjan fyrri hálfleik. Ómar Ingi [Magnússon] átti líka góða innkomu, bæði undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. Mér fannst hraðinn í spilinu meiri þegar hann var inn á,“ sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær. Ísland skoraði aðeins tvö mörk síðustu níu mínútur leiksins og átti í miklum vandræðum í sókninni á lokakaflanum. „Þá lokaðist þetta aðeins. Sóknarleikurinn var tilviljanakenndur undir lokin og það voru engar svakalega góðar lausnir í boði. Undir lokin völdum við léleg skot,“ sagði Stefán en Igor Chupryna, markvörður Úkraínu, fór allt í einu að verja á lokakaflanum. Hann varði sex skot á síðustu átta mínútum leiksins en hafði aðeins varið átta skot fram að því. Varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður eftir að Geir Sveinsson tók við þjálfun þess. Þessi bætta vörn skilar þó ekki nógu mörgum hraðaupphlaupum en í leiknum í fyrradag skoraði Ísland t.a.m. aðeins fjögur hraðaupphlaupsmörk. „Fjögur hraðaupphlaup eru ekki nóg, það er klárt. Það er það sem vantaði í þessum tveimur leikjum. Vörnin er að standa sig ágætlega og það hafa orðið áhugaverðar breytingar á henni. Vörnin er komin aftar, þá sérstaklega þristarnir, og við erum að reyna að vera aðeins þéttari. En það vantar að vinna boltann og búa til ódýr mörk,“ sagði Stefán. „Það eru margir nýir leikmenn að koma inn í sóknina og sóknarleikurinn hefur verið stirður, núna sem og á móti Portúgal. Þá skiptir öllu að fá hraðaupphlaupsmörk og mörk í seinni bylgjunni. Það myndi taka mikinn þunga af sóknarleiknum.“ Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu í leiknum á laugardaginn með sex mörk. Líkt og gegn Tékkum byrjaði hann í stöðu leikstjórnanda en færði sig svo yfir í vinstri skyttustöðuna eftir að Arnór Atlason kom inn á. Stefán segir að þótt Aron geti vel leyst báðar stöðurnar nýtist hann Íslandi betur vinstra megin. „Hann virðist nýtast okkur betur vinstra megin. Í þessum tveimur leikjum spilaði hann betur þar. Ég held að hann sé betri á miðjunni þegar það eru betri skyttur í kringum hann. Eins og staðan er á landsliðshópnum í dag finnst mér hann koma betur út í skyttustöðunni. Hann er auðvitað frábær skotmaður og miðað við hópinn okkar þurfum við kannski meira á honum að halda í því hlutverki,“ sagði Stefán. Hann segir að þrátt fyrir augljósa hnökra á leik Íslands sé ýmislegt jákvætt í gangi hjá liðinu. „Mér finnst margt vera á ágætri leið í þessum síðustu leikjum, þótt það sé margt sem er ekki í toppklassa. Það eru bara ákveðnar breytingar á liðinu og þegar þjálfararnir fá lítinn tíma til undirbúnings verður þetta stundum svolítið stirt. En ég held að liðið geti bætt sig jafnt og þétt og við gert ágæta hluti í framtíðinni,“ sagði Stefán að endingu. EM 2018 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Íslandi tókst ekki að fylgja sigrinum á Tékklandi á miðvikudaginn eftir gegn Úkraínu á laugardaginn. Heimamenn voru heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum í Sumy og lönduðu tveggja marka sigri, 27-25. Sama dag unnu Tékkar sjö marka sigur, 35-28, á Makedóníu og því eru öll liðin í riðli 4 í undankeppni EM 2018 með tvö stig. Jafnara getur það ekki orðið. Stefán Árnason, þjálfari Selfoss í Olís-deild karla, segir að sóknarleikur íslenska liðsins í leiknum gegn Úkraínu hafi ekki verið nógu góður. „Við vorum gífurlega lengi í gang í sókninni en það lagaðist mikið þegar Arnór Atlason kom inn á um miðjan fyrri hálfleik. Ómar Ingi [Magnússon] átti líka góða innkomu, bæði undir lok fyrri hálfleiks og í byrjun þess seinni. Mér fannst hraðinn í spilinu meiri þegar hann var inn á,“ sagði Stefán í samtali við Fréttablaðið í gær. Ísland skoraði aðeins tvö mörk síðustu níu mínútur leiksins og átti í miklum vandræðum í sókninni á lokakaflanum. „Þá lokaðist þetta aðeins. Sóknarleikurinn var tilviljanakenndur undir lokin og það voru engar svakalega góðar lausnir í boði. Undir lokin völdum við léleg skot,“ sagði Stefán en Igor Chupryna, markvörður Úkraínu, fór allt í einu að verja á lokakaflanum. Hann varði sex skot á síðustu átta mínútum leiksins en hafði aðeins varið átta skot fram að því. Varnarleikur íslenska liðsins hefur að mestu verið góður eftir að Geir Sveinsson tók við þjálfun þess. Þessi bætta vörn skilar þó ekki nógu mörgum hraðaupphlaupum en í leiknum í fyrradag skoraði Ísland t.a.m. aðeins fjögur hraðaupphlaupsmörk. „Fjögur hraðaupphlaup eru ekki nóg, það er klárt. Það er það sem vantaði í þessum tveimur leikjum. Vörnin er að standa sig ágætlega og það hafa orðið áhugaverðar breytingar á henni. Vörnin er komin aftar, þá sérstaklega þristarnir, og við erum að reyna að vera aðeins þéttari. En það vantar að vinna boltann og búa til ódýr mörk,“ sagði Stefán. „Það eru margir nýir leikmenn að koma inn í sóknina og sóknarleikurinn hefur verið stirður, núna sem og á móti Portúgal. Þá skiptir öllu að fá hraðaupphlaupsmörk og mörk í seinni bylgjunni. Það myndi taka mikinn þunga af sóknarleiknum.“ Aron Pálmarsson var markahæstur í íslenska liðinu í leiknum á laugardaginn með sex mörk. Líkt og gegn Tékkum byrjaði hann í stöðu leikstjórnanda en færði sig svo yfir í vinstri skyttustöðuna eftir að Arnór Atlason kom inn á. Stefán segir að þótt Aron geti vel leyst báðar stöðurnar nýtist hann Íslandi betur vinstra megin. „Hann virðist nýtast okkur betur vinstra megin. Í þessum tveimur leikjum spilaði hann betur þar. Ég held að hann sé betri á miðjunni þegar það eru betri skyttur í kringum hann. Eins og staðan er á landsliðshópnum í dag finnst mér hann koma betur út í skyttustöðunni. Hann er auðvitað frábær skotmaður og miðað við hópinn okkar þurfum við kannski meira á honum að halda í því hlutverki,“ sagði Stefán. Hann segir að þrátt fyrir augljósa hnökra á leik Íslands sé ýmislegt jákvætt í gangi hjá liðinu. „Mér finnst margt vera á ágætri leið í þessum síðustu leikjum, þótt það sé margt sem er ekki í toppklassa. Það eru bara ákveðnar breytingar á liðinu og þegar þjálfararnir fá lítinn tíma til undirbúnings verður þetta stundum svolítið stirt. En ég held að liðið geti bætt sig jafnt og þétt og við gert ágæta hluti í framtíðinni,“ sagði Stefán að endingu.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira