Trump bannað að nota Twitter á lokametrunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2016 09:45 Nánustu samstarfsmenn Trump eru kampakátir með að hafa náð Twitter af Trump. Vísir/Getty Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en kosið verður á aðfaranótt miðvikudags. Frambjóðendurnir keppast nú um að heilla kjósendur í tæka tíð og kosningateymi Trump hefur farið óvenjulega leið að því að halda Trump réttu megin við strikið. Hann má ekki lengur fara á Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri grein New York Times um andrúmsloftið innan herbúða Trump nú skömmu fyrir kosningar. Þar segir að nánustu samstarfmenn Trump hafi loksins tekist að sannfæra um hann að láta kosningateymið sjá um Twitter-reikning Trump sem hefur komið sér í ýmis vandræði með frjálslegri notkun á Twitter undanfarna mánuði. Á vefsíðu New York Times má meðal annars sjá lista yfir alla þá einstaklinga og staði sem Trump hefur úthúðað á Twitter frá því að hann hóf kosningabaráttu sína. Samkvæmt talningu New York Times stendur talan nú í 282.Skjáskot af afar grófu tísti Trump um Machado.VísirEitt frægasta dæmi um misgáfulega meðferð Trump á Twitter má finna þegar Alicia Machado, fyrrum ungfrú Alheimur, fékk að finna fyrir reiði Trump síðla nætur þar sem hann lét allt flakka á Twitter líkt og sjá má hér til hliðar. Óhefluð notkun Trump á Twitter hefur verið notuð gegn honum af andstæðingum. Clinton hefur sagt Twitter-notkun Trump sýna svart á hvítu að þar sé maður á ferð sem sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Trump var meðal annar spurður að því, með vísan í tíst sín, í öðrum kappræðum Bandaríkjanna. Í grein New York Times kemur fram að fjölmiðlateymi Trump sé mjög sátt við að hafa náð yfirráðum yfir Twitter-reikningi Trump. Með því hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að Trump geti nálgast miðil þar sem hann geti látið nánast allt flakka. Ef rennt er yfir Twitter-síðu Trump má sjá að tístin sem þar eru efst eru mun mildari en áður og leita þarf ansi langt aftur til að finna tíst á borð við þau sem komið hafa Trump í vandræði. Mjótt er á munum á milli Trump og Clinton. Helstu skoðanakannanir sýna þó að Clinton sé með forskotið sem hefur þó minnkað til muna á undanförnum dögum.Tweets by realDonaldTrump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Kosningabaráttan í Bandaríkjunum er nú á lokametrunum en kosið verður á aðfaranótt miðvikudags. Frambjóðendurnir keppast nú um að heilla kjósendur í tæka tíð og kosningateymi Trump hefur farið óvenjulega leið að því að halda Trump réttu megin við strikið. Hann má ekki lengur fara á Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri grein New York Times um andrúmsloftið innan herbúða Trump nú skömmu fyrir kosningar. Þar segir að nánustu samstarfmenn Trump hafi loksins tekist að sannfæra um hann að láta kosningateymið sjá um Twitter-reikning Trump sem hefur komið sér í ýmis vandræði með frjálslegri notkun á Twitter undanfarna mánuði. Á vefsíðu New York Times má meðal annars sjá lista yfir alla þá einstaklinga og staði sem Trump hefur úthúðað á Twitter frá því að hann hóf kosningabaráttu sína. Samkvæmt talningu New York Times stendur talan nú í 282.Skjáskot af afar grófu tísti Trump um Machado.VísirEitt frægasta dæmi um misgáfulega meðferð Trump á Twitter má finna þegar Alicia Machado, fyrrum ungfrú Alheimur, fékk að finna fyrir reiði Trump síðla nætur þar sem hann lét allt flakka á Twitter líkt og sjá má hér til hliðar. Óhefluð notkun Trump á Twitter hefur verið notuð gegn honum af andstæðingum. Clinton hefur sagt Twitter-notkun Trump sýna svart á hvítu að þar sé maður á ferð sem sé ekki hæfur til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. Trump var meðal annar spurður að því, með vísan í tíst sín, í öðrum kappræðum Bandaríkjanna. Í grein New York Times kemur fram að fjölmiðlateymi Trump sé mjög sátt við að hafa náð yfirráðum yfir Twitter-reikningi Trump. Með því hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að Trump geti nálgast miðil þar sem hann geti látið nánast allt flakka. Ef rennt er yfir Twitter-síðu Trump má sjá að tístin sem þar eru efst eru mun mildari en áður og leita þarf ansi langt aftur til að finna tíst á borð við þau sem komið hafa Trump í vandræði. Mjótt er á munum á milli Trump og Clinton. Helstu skoðanakannanir sýna þó að Clinton sé með forskotið sem hefur þó minnkað til muna á undanförnum dögum.Tweets by realDonaldTrump
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Sjá meira
Clinton lét húshjálpina prenta út leynileg skjöl Bandaríkjamenn kjósa nýjan forseta á morgun. Valið stendur á milli Donalds Trump og Hillary Clinton. Skoðanakannanir benda til lítils forskots Clinton. Forskot hennar hefur minnkað undanfarið vegna tölvupóstahneykslis. 7. nóvember 2016 07:00
New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45
Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna Rannsókn á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli Clinton er lokið. 6. nóvember 2016 22:03